Kópavogskirkja

 

Sumarfermingarfræðsla

Sumarfermingarfræðslunámskeið hefst mánudaginn 18. ágúst n.k. og stendur til fimmtudagsins 21. ágúst frá kl. 09:30-14:00.

Sigurður Arnarson, 16/8 2014

Messa 17. ágúst 2014

Messa verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 17. ágúst kl.11:00.  Fermdir verða Áki Elías og Hilmir Már Ingvasynir, sem búsettir eru í Lúxemborg.  Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.

Sigurður Arnarson, 16/8 2014

Skrifstofa Kársnessóknar lokuð vegna sumarleyfa

Vegna sumarleyfa verður skrifstofa Kársnessóknar  lokuð frá 4. júlí til og með 14. ágúst.  Fylgst verður náið með símsvara kirkjunnar í síma 554 1898, sem og með tölvupósti.   Helgihald verður með hefðbundnu sniði á sunnudögum kl.11:00 (nema um verslunarmannahelgi).  Hægt er að ná sambandi við kirkjuvörð í  síma  898 8480 virka daga milli kl 9.00 og 15.00.  Kirkjuvörður gefur upplýsingar varðandi leigu á safnaðarsal.   Sóknarprestar Digranes- og Lindakirkju þjóna Kársnessöfnuði á meðan sumarleyfi sóknarprests stendur. Utan dagvinnutíma má ná í vakthafandi  prest í Kópavogi í síma  8430444 vegna erinda, sem þola ekki bið.

Sigurður Arnarson, 11/7 2014

Guðsþjónusta 13. júlí

Guðsþjónusta kl.11::00.  Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari.  Kór frá Vestmanna í Færeyjum syngur.

Sigurður Arnarson, 7/7 2014

Fermingarfræðsla framundan

Sumarfermingarfræðsla stendur yfir frá 18. ágúst til 21. ágúst n.k. í safnaðarheimilinu „Borgum“ og Kópavogskirkju frá kl. 09:30-14:00 (þátttakendur taka með sér nesti fyrir hádegishlé).  Þau sem ekki hafa þegar skráð sig í fræðsluna geta skráð sig í byrjun námskeiðs.   Vetrarfermingarfræðsla hefst um miðjan september í haust (nánar tilkynnt síðar).  Allur hópurinn, það eru þau sem sækja sumar- og vetrarfermingarfræðslu mæta í sameiginlega fræðslutíma einu sinni í mánuði frá september til mars á næsta ári (nánar tilkynnt í byrjun september n.k.). Mæta skal í alla fræðslutíma.  Vinsamlega tilkynnið veikindaforföll á netfangið: kopavogskirkja.is Miðað er við að fermingarbörn mæti til helgihalds eins vel og þeim er unnt og hafi með sér bókina „Kirkjulykill“ og fylli jafnóðum út spurningar í bókinni.  Að loknu helgihaldi staðfestir kirkjuvörður eða annar starfsmaður kirkjunnar mætingu með þar til gerðum stimpli. Bækur sem notaðar eru í fræðslunni fást í flestum bókabúðum.  Bækurnar eru: „Con Dios“ og „Kirkjulykillinn“.  Mæta skal með þessar kennslubækur og A4 vinnubók í alla fræðslutímFarið verður í fermingarferðarlag í Vatnaskóg í haust (nánar tilkynnt síðar).  Ferðin er niðurgreidd að hluta af Kársnessókn og Reykjavíkurprófastsdæmi Eystra.  Fermt verður 22. mars, 29. mars og 2. apríl vorið 2015 og hefjast allar fermingarnar kl.11:00

Sigurður Arnarson, 4/7 2014

Helgihald í júlí og ágúst

 

13. júlí, kl.11:00                Guðsþjónusta. Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari.  Kór frá Vestmanna í Færeyjum syngur.

20. júlí, kl.11:00                Guðsþjónusta.  Sr. Gunnar Sigurjónsson, prédikar og þjónar fyrir altari.

27. júlí, kl.11:00                Guðsþjónusta.  Sr. Guðni Már Harðarson, prédikar og þjónar fyrir altari.

10. ágúst, kl.11:00           Guðsþjónusta.

17. ágúst, kl.11:00           Fermingarmessa.  Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari.  Fermingarbörn næsta vors og foreldrar þeirra boðuð sérstaklega. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.

24. ágúst, kl.11:00           Guðsþjónusta.  Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.

31. ágúst, kl.11:00           Guðsþjónusta.  Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari.  Kór Kópavogskirkju syngur undur stjórn Lenku Mátéóva.

 

Ásta Ágústsdóttir, 3/7 2014

Skrifstofa Kársnessóknar lokuð vegna sumarleyfa

Vegna sumarleyfa verður skrifstofa Kársnessóknar  lokuð frá 4. júlí til og með 14. ágúst.  Fylgst verður náið með símsvara kirkjunnar í síma 554 1898, sem og með tölvupósti.   Helgihald verður með hefðbundnu sniði og má sá áætlun þar um hér á síðunni.  Hægt er að ná sambandi við kirkjuvörð í  síma  898 8480 virka daga milli kl 9.00 og 15.00.  Kirkjuvörður gefur upplýsingar varðandi leigu á safnaðarsal.   Ef óskað er eftir þjónustu sóknarprests vinsamlegast sendið tölvupóst á netfangið sigurdur.arnarson@kirkjan.is.   Neyðarsími sóknarprests er 893 9682, ef þörf er á þjónustu prests vegna andláts þá er bent á vaktþjónustu presta í Kópavogi í síma 843 0444.

Ásta Ágústsdóttir, 3/7 2014

Íslensk – Færeysk messa í Kópavogskirkju, 2. júlí kl.20:00

Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Maríu Jordal Niclasen, presti í Klaksvík í Færeyjum.  Kór frá Klaksvík syngur. Kristjánskirkja í Klaksvík er ein fyrsta kirkjan á Norðurlöndum, sem er reist í fornum norrænum stíl.  Lögun þaks kirkjunnar er það sama og var í sölum víkinganna og þykir hljómurinn þar einstakur.  Kirkjubyggingin er tileinkuð minningu sjómanna, sem létust í seinni heimsstyrjöldinni.  Altaristafla Kristjánskirkju er eftir Joakim Skovgaard var hún áður í dómkirkjunni í Viborg.   Allir hjartanlega velkomnir.

Sigurður Arnarson, 2/7 2014

Helgistund 29. júní

Helgistund verður 29. júní n.k. kl.11:00.  Sr. Sigurður Grétar Helgason, prédikar og þjónar fyrir altari.

Sigurður Arnarson, 25/6 2014

Kvöldmessa 2. júlí n.k. með kórnum úr Klaksvík í Færeyjum.

Miðvikudagskvöldið 2. júlí n.k. kl.20.00 verður kvöldmessa í Kópavogskirkju.  Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari.  Kirkjukórinn í Klaksvík í Færyjum syngur.

KVØLDSETA Í KÓPAVÁGS KIRKJU MIKUKVØLD 02.07.2014 KL. 20.00

  1. Sommersalm                                                                   Waldemar Åhlén/Carl David af Wirsén
  2. Kirkjan, hon er eitt gamalt hús                                 Knút Olsen/Grundtvig – J. Dahl
  3. Leið milda ljós                                                                 John B. Dykes/John H. Newmann –J. Dahl
  4. Smávinirr fagrir                                                                Jón Nordal/Jónas Hallgrímsson
  5. Nú hvítna tindar fjøllum á                                          Johan H. Nebelong/Grundtvig – R. Joensen
  6. Einki er sum summarkvøld við strendur                               H.J.Højgaard/Christian Matras

Tað er vakurt í Klaksvík á sumri                                 Sigfús Halldórsson/Bernhard Brim

 

Sigurður Arnarson, 20/6 2014

<Skráning í Þjóðkirkjuna

Skrifstofa safnaðarins er í Safnaðarheimilinu Borgum, Hábraut 1a og er opin virka daga á milli 09:00-13:00. Símanúmer kirkjunnar og safnaðarheimilis er: 554 1898. Póstfang safnaðarins er Hábraut 1a, 200 Kópavogur. Netfang: kopavogskirkja@kirkjan.is. Sóknarprestur: Sr. Sigurður Arnarson netfang: sigurdur.arnarson@kirkjan.is. Neyðarsími sóknarprests er: 8939682. Djákni Kópavogskirkju: Ásta Ágústsdóttir, netfang: asta.agustsdottir@kirkjan.is. Kirkjuvörður er Helga Ósk Einarsdóttir sími 898 8480. Kirkjan er opin eftir samkomulagi.

Viðtalstímar
Viðtalstímar sóknarprests sr. Sigurðar Arnarsonar eru eftir samkomulagi á mánu-,þriðju, fimmtu- og föstudögum í safnaðarheimilinu Borgum. Sími: 554 1898. Netfang: sigurdur.arnarson@kirkjan.is Viðtalstímar djákna Ástu Ágústsdóttur eru eftir samkomulagi. Sími:554 1898. Netfang: asta.agustsdottir@kirkjan.is. Þjónustan er veitt án endurgjalds

Neyðarþjónusta presta
Vaktsími: 843 0444
Prestar Kópavogs hafa með sér samstarf um sérstakan vaktsíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem alls ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.

Leiga á sal safnaðarheimilis
Salinn í safnaðarheimilinu og kapelluna er hægt að fá leigða undir veislur, fundi og önnur mannamót. Upplýsingar um sali safnaðarheimilisins eru veittar á skrifstofutíma í síma 554 1898 eða með því að senda tölvupóst á netfangið: kopavogskirkja@kirkjan.is

Eftirfylgd við fólk í erfiðum aðstæðum
Kópavogskirkja býður þeim sem eru í erfiðum aðstæðum að taka þátt í verkefni sem auðveldar þeim að komast í gegnum sorg vegna missis. Missir getur verið af ýmsu tagi, heilsubrestur, atvinnumissir, ástvinur sem deyr eða aðrir erfiðleikar sem bjáta á. Þessi þjónusta er að sjálfsögðu að kostnaðarlausu eins og öll sálgæsla kirkjunnar. Allar upplýsingar fást hjá sóknarpresti og djákna kirkjunnar.

Fimmtudagur

Skrifstofan er opin á milli klukkan 09:00 - 13:00
Fjölskyldumorgnar eru á hverjum fimmtudegi milli klukkan 10:00 og 12:00 í safnaðarheimilinu Borgum. Allir foreldrar ungra barna eru velkomnir. Starfið hefst í ágúst.
Helgistundir í Sunnuhlíð klukkan 16:00

Dagskrá ...