Kópavogskirkja

 

200 ára afmæli Biblíufélagsins

Í tilefni af 200 ára afmæli Hins íslenska biblíufélags verður haldið málþing í Háteigskirkju (Setrinu, 1. hæð), þriðjudaginn 8. desember kl. 16 undir yfirskriftinni
“Biblían okkar og framtíðin”. Á málþinginu verða flutt þrjú erindi: Egill Jóhannsson, útgefandi: Biblíuútgáfur og framtíðin. Stefán Einar Stefánsson, guðfræðingur og blaðamaður: Til allra þjóða. Dr. Karl Sigurbjörnsson, fyrrverandi biskup: Til hvers Biblían? Til hvers Biblíufélag?
Málstofustjóri: Valgeir Ástráðsson.
Boðið verður upp á kaffisopa. Verið hjartanlega velkomin!

“Ég hef augu mín til fjallanna”
Í ár er Hið íslenska biblíufélag 200 ára og hefur því verið fagnað með ýmsum viðburðum frá því í janúar. Síðasti viðburðurinn í tilefni afmælisins verður haldinn í Dómkirkjunni föstudaginn 11. desember kl. 20. En þar munu Margrét Hannesdóttir, sópran og Hólmfríður Sigurðardóttir, píanóleikari, flytja tónlist sem samin hefur verið við texta Biblíunnar. Tónlistin sem flutt verður er bæði íslensk og erlend og má þar nefna Ljóðaljóð Páls Ísólfssonar, Biblíuljóð Dvořáks sungin á íslensku og Rejoice úr Messíasi eftir Händel. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.

Sigurður Arnarson, 27/11 2015

Viðgerðir á Kópavogskirkju

Nú er lokið við að fylla í spurngur á ytra birgði kirkjunnar og beðið eftir veðri til að “sílanþvo” hana að utan til þess þarf að vera frostlaust og þurrt. Það verk tekur einn dag og að því loknu er hægt að mála kirkjuna. Vonast er til að þessum framkvæmdum ljúki sem fyrst. Í vor verður síðan unnið við trélista við glerlistaverk Gerðar Helgadóttur. Meðfylgjandi mynd var tekin af kirkjunni 23. nóvember s.l.

Sigurður Arnarson, 26/11 2015

Dagskrá á aðventu

Kópavogskirkja
29. nóvember. Fyrsti sunnudagur í aðventu.
Kl. 11:00 Tónlistarmessa. Fluttir verða aðventu- og jólasálmar. Friðarlogi frá skátum afhenntur.

Miðvikudagur 2. desember kl. 20:00-21:00.
Aðventutónleikar Kórs Kópavogskirkju í safnaðarheimilinu Borgum. Flutt verða jólalög frá Íslandi, Bretlandi og Bandaríkjunum. Stjórnandi Lenka Mátéová. Erna Vala Arnardóttir leikur á píanó og einsöng syngja söngvarar úr kórnum. Sr. Sigurður Arnarson segir frá aðventu- og jólahaldi í Bandaríkjunum og Bretlandi. Boðið verður upp á „aðventuveitingar“ eftir tónleikanna. Engin aðgangseyrir.

6. desember. Annar sunnudagur í aðventu
Barna – og fjölskylduhelgistund með þátttöku Skólakórs Kársnes undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur. Sunnudagaskólinn tekur þátt í helgistundinni. Jólaball verður í safnaðarheimilinu „Borgum“ að lokinni guðsþjónustu. Sunnudagaskólakennarar leiða stundina. Enginn aðgangseyrir. Allir velkomnir

13. desember Þriðji sunnudagur í aðventu
Barna- og fjölskylduguðsþjónusta. Börn úr leiksskólanum Kópasteini flytja helgileik.

16. desember kl. 17:30 í Kópavogskirkju.
Kirkjuhlaupið í Kópavogi. Fyrst sungnir jólasálmar og hlaupið hefst kl. 17:40 með kirkjuklukknahringingu, hlaupið verður á milli nokkurra kirkna í Kópavogi. Eftir hlaupið er boðið upp á hlaupavænar veitingar í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Borgum.

20. desember. Fjórði sunnudagur í aðventu
Kl. 11:00 Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, prédikar og þjónar fyrir altari. Sigrún Harðardóttir leikur á fiðlu.

Sóknarprestur, prédikar og þjónar í öllum guðsþjónustum nema annað sé tekið fram. Kór Kópavogskirkju syngur undir í öllum guðsþjónustum undir stjórn Lenku Mátéová nema annað sé tekið fram. Nánar á www.kopavogskirkja.is

Sigurður Arnarson, 25/11 2015

Mál dagsins 24. nóvember

Mál dagsins verður 24. nóvember og hefst kl. 14:30 með samsöng undir stjórn Lenku Mátéová og Friðriks Kristinssonar. Um kl. 15:10-15:30 flytur dr. Ragnar Ingi Aðalsteinsson, aðjúnkt erindi um íslenska tungu og beinir hann sjónum sínum til dæmis; að bragfræðinni. Klukkan 15:30 er drukkið kaffi og stundinni lýkur kl. 16:00 með stuttri helgistund. Allir hjartanlega velkomnir.

Sigurður Arnarson, 19/11 2015

Mál dagsins 17. nóvember

Mál dagsins verður 17. nóvember n.k og hefst að venju með samsöng kl. 14:30 undir stjórn Lenku Máteóvá og Friðriks Kristinssonar. Klukkan 15:10 -15:30 flytur Þurý Björk Björgvinsdóttir frá Utanríkisráðuneytinu erindi. Um kl. 15:30 verður drukkið kaffi. Stundinni lýkur með stuttri helgistund kl. 16:00. Allir hjartanlega velkomnir.

Sigurður Arnarson, 16/11 2015

Guðsþjónusta 22. nóvember

Guðsþjónusta verður sunnudaginn 22. nóvember n.k. kl. 11:00 í Kópavogskirkju. Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová. Sunnudagaskólinn hefst að venju í kirkju en flyst svo í safnaðarheimilið Borgir. Allir velkomnir.

Sigurður Arnarson, 16/11 2015

Skrifstofa Kópavogskirkju

Skrifstofa Kópavogskirkju verður lokuð frá 11. nóvember til og með 27. nóvember. Fylgst er náið með tölvupóstum og símsvara kirkjunnar.

Sigurður Arnarson, 12/11 2015

Guðsþjónusta 15. nóvember n.k.

Guðsþjónusta verður sunnudaginn 15. nóvember n.k. kl. 11:00. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéova. Sunnudagaskólinn hefst í kirkjunni en flyst svo í safnaðarheimilið Borgir. Allir hjartanlega velkomnir.

Sigurður Arnarson, 9/11 2015

Mál dagsins

Mál dagsins 10. nóvember n.k. hefst kl. 14:30 með samsöng undir stjórn Friðriks Kristinssonar og Lenku Mátéová. Um kl. 15:10 flytur Sigríður Ella Magnúsdóttir, söngkona erindi. Um kl.15:30 verður drukkið kaffi. Stundinni lýkur kl. 16:00 með stuttri helgistund. Allir velkomnir.

Sigurður Arnarson, 9/11 2015

Mál dagsins 27. október

Mál dagsins verður 27. október n.k. kl. 14:30 og hefst með samsöng undir stjórn: Lenku Mátéová og Friðriks Kristinssonar. Um kl. 15:10 heldur Margrét Valdimarsdóttir, formaður Heimilisiðnaðarfélags Íslands erindi. Klukkan 15:30 er drukkið kaffi. Stundinni lýkur kl. 16:00 með bæn. Allir hjartanlega velkomnir.

Sigurður Arnarson, 26/10 2015

Borgir - Fréttablað Kársnessafnaðar, sept. 2015

Skráning í Þjóðkirkjuna

Skrifstofa safnaðarins er í Safnaðarheimilinu Borgum, Hábraut 1a og er opin virka daga á milli 09:00-13:00. Símanúmer kirkjunnar og safnaðarheimilis er: 554 1898. Póstfang safnaðarins er Hábraut 1a, 200 Kópavogur. Netfang: kopavogskirkja@kirkjan.is. Sóknarprestur: Sr. Sigurður Arnarson netfang: sigurdur.arnarson@kirkjan.is. Neyðarsími sóknarprests er: 893 9682. Djákni Kópavogskirkju: Ásta Ágústsdóttir, netfang: asta.agustsdottir@kirkjan.is. Kirkjuvörður er Helga Ósk Einarsdóttir, netfang helga.einarsdottir@kirkjan.is, sími 898 8480. Kirkjan er opin eftir samkomulagi.

Viðtalstímar
Viðtalstímar sóknarprests sr. Sigurðar Arnarsonar eru eftir samkomulagi á mánu-,þriðju, fimmtu- og föstudögum í safnaðarheimilinu Borgum. Sími: 554 1898. Netfang: sigurdur.arnarson@kirkjan.is Viðtalstímar djákna Ástu Ágústsdóttur eru eftir samkomulagi. Sími:554 1898. Netfang: asta.agustsdottir@kirkjan.is. Þjónustan er veitt án endurgjalds

Neyðarþjónusta presta
Vaktsími: 843 0444
Prestar Kópavogs hafa með sér samstarf um sérstakan vaktsíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem alls ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.

Leiga á sal safnaðarheimilis
Salinn í safnaðarheimilinu og kapelluna er hægt að fá leigða undir veislur, fundi og önnur mannamót. Upplýsingar um sali safnaðarheimilisins eru veittar á skrifstofutíma í síma 554 1898 eða með því að senda tölvupóst á netfangið: kopavogskirkja@kirkjan.is

Eftirfylgd við fólk í erfiðum aðstæðum
Kópavogskirkja býður þeim sem eru í erfiðum aðstæðum að taka þátt í verkefni sem auðveldar þeim að komast í gegnum sorg vegna missis. Missir getur verið af ýmsu tagi, heilsubrestur, atvinnumissir, ástvinur sem deyr eða aðrir erfiðleikar sem bjáta á. Þessi þjónusta er að sjálfsögðu að kostnaðarlausu eins og öll sálgæsla kirkjunnar. Allar upplýsingar fást hjá sóknarpresti og djákna kirkjunnar.

Sunnudagur

Guðsþjónusta klukkan 11:00
Sunnudagaskólinn hefst í kirkjunni kl.11:00 en færist svo í safnaðarheimilið Borgir eftir ritningarlestrana.

Barna- og fjölskylduguðsþjónustur í kirkjunni fyrsta sunnudag í mánuði yfir vetrartímann, kl. 11;00. Þá syngur yfirleitt Skólakór Kársnes.
Tónlistarmessur eru síðasta sunnudag í mánuði kl.11:00

Dagskrá ...