Kópavogskirkja

 

Hátíðarguðsþjónusta á páskadagsmorgunn

Hátíðarguðsþjónusta verður í Kópavogskirkju á páskadagsmorgni þann 20. apríl n.k. kl.08:00.  Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.  Hátíðarsöngar sr. Bjarna Þorsteinssonar, sungnir.  Morgunnverður á eftir hátíðarguðsþjónustuna í safnaðarheimilinu Borgum.

Sigurður Arnarson, 18/4 2014

Passíusálmalestur í Kópavogskirkju á föstudaginn langa

Í ár eru liðin 400 ár frá fæðingu sr. Hallgríms Péturssonar, prests í Saurbæ og í ár verða lesnir valdir Passíusálmar. Lesarar sem flytja sálmana eru á öllum aldri sá, yngsti 12 ára. Lesarar verða frú Agnes M Sigurðardóttir, biskup Íslands, Árni Harðarson, skólastjóri Tónlistarskóla Kópavogs, Hrafn Andrés Harðarson, bókavörður héraðsbókasafni Kópavogs, Hekla Martinsdóttir Kollmar, nemandi, Kristbjörg Kjeld, leikkona, Helga Vilhjálmsdóttir sjúkraþjálfari og Þórunn Elín Pétursdóttir, söngvari. Tónlistin fær að njóta sín, Lenka Mátóveá kantor Kópavogskirkju leikur á orgel kirkjunnar og leiðir áheyrendur í gegnum sálmalögin sem notuð hafa verið við sálma Hallgríms og fær til liðs við sig Kór Kópavogskirkju og Ólafíu Jensdóttur, söngvara.

Allir hjartanlega velkomnir en lesturinn verður frá kl. 13.00 – 16.00.

Umsjón með stundinni fh Kópavogskirkju hefur Margrét Guðjónsdóttir.

Sigurður Arnarson, 10/4 2014

Safnaðarstarf í Kópavogskirkju í dymbilviku og páska 2014

Pálmasunnudagur 13. apríl, kl.11:00.  Ferming.

Þriðjudagur 15. apríl, kl.14:30-16:00.  “Mál dagsins” í safnaðarheimilinu Borgum.  Samsöngur og erindi Haraldar Sigurðssonar, augnlæknis um augað.  Kaffi og helgistund í lokin.

Skírdagur 17. apríl, kl. 11:00.  Ferming.

Föstudagurinn langi 18. apríl, kl.11:00.  Guðsþjónusta.

Föstudagurinn langi 18. apríl, kl.13:00-16:00.  Passíusálmalestur.   Liðin eru 400 ár frá fæðingu sr. Hallgríms Péturssonar, prests í Saurbæ og í  ár verða lesnir valdir Passíusálmar. Lesarar sem flytja sálmana eru á öllum aldri sá, yngsti 12 ára. Lenka Mátóvea, kantor kirkjunnar ásamt Kór Kópavogskirkju, leiðs áheyrendur í gegnum sálmalög sem notuð hafa verið við sálma sr. Hallgríms.

Páskadagur 20. apríl, kl.08:00.  Hátíðarguðsþjónusta.  Hátíðarsöngvar sr. Bjarna Þorsteinssonar.   Að lokinni hátíðarguðsþjónustu er boðið upp á morgunnhressingu í safnaðarheimilinu “Borgum”.

Sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari í öllum guðsþjónustunum.  Ásta Ágústsdóttir, djákni þjónar fyrir altari í fermingum.  Kór Kópavogskirkju syngur í öllum guðsþjónustum og fermingum undir stjórn Lenku Mátéová.

Sigurður Arnarson, 10/4 2014

Starf fyrir 1-4 bekk

Starfinu fyrir 1-4 bekk lýkur miðvikudaginn 9. apríl n.k. og hefst starfið aftur í haust.

Sigurður Arnarson, 6/4 2014

Mál dagsins

Næsta “Mál dagsins” verður þriðjudagin 8. apríl n.k.   Stundin hefst með samsöng undir stjórn Friðriks Kristinssonar og Lenku Mátéová.  Um kl.15:10 flytur Stefán Baldursson, óperustjóri erindi um óperuna “Ragnheiði” eftir Gunnar Þórðarson.  Klukkan 15:30 verður boðið upp á kaffi og með því.  Stundinni lýkur kl.16:00 með stuttri helgistund.  Allir hjartanlega velkomnir.

Sigurður Arnarson, 6/4 2014

Uppskeruhátíð barnastarfsins

Sunnudaginn 6. apríl síðastliðinn var uppskeruhátíð barnastarfs Kópavogskirkju.  Eftir barna- og fjölskylduguðsþjónustu var boðið upp á pylsur og djús og hoppukastala var komið við kirkjuna.  Gleði og ánægja ríkti.  Meðfylgjandi myndir voru teknar við þetta tækifæri.

Sigurður Arnarson, 6/4 2014

Barna- og fjölskylduguðsþjónusta og uppskeruhátíð barnastarfsins

Barna- og fjölskylduguðsþjónusta verður sunnudaginn 6. apríl n.k. klukkan 11:00.   Sunnudagaskólinn og 1-4 bekkjarstarf Kópavogskirkju taka þátt í guðsþjónustunni.  Umsjón með stundinni hafa þau: Sr. Sigurður, Arnon, Örn Ýmir, Sólveig Anna og Þóra.   Á eftir guðsþjónustu verður boðið upp á grillaðar pylsur og með því.  Hoppukastali verður við kirkjuna.  Allir hjartanlega velkomnir.

Sigurður Arnarson, 4/4 2014

Fermingarmessa

Fermingarmessa 30. mars, kl. 11.00.  Sr. Jóhanna Sigmarsdóttir sóknarprestur á Egilsstöðum prédikar og þjónar fyrir altari.  Unnur Marín Sigmarsdóttir fermd.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéova kantors kirkjunnar.  Sunnudagaskólinn hefst í kirkju en heldur síðan í safnaðarheimilið Borgir.  Umsjón með sunnudagaskólanum hafa þær Þóra Marteinsdóttir og Sólveig Anna Aradóttir.

Ásta Ágústsdóttir, 27/3 2014

Kópavogskirkja og “Gospel guðsþjónusta”

Eftirfarandi myndir tók Egill Reynisson af Kópavogskirkju nýverið og í “Gospel guðsþjónustu” fyrr í mánuðinum.

 

 

 

Sigurður Arnarson, 14/3 2014

Próf í fermingarfræðslu 24. mars 2014

Gátlisti fyrir próf í fermingarfræðslu í Kársnessókn, 24. mars 2014.
Til prófs er efni úr bókunum: „Con Dios“ og „Kirkjulykilinn“.
Spurningar úr „Con Dios“

1.      Hverjir voru lærisveinar Jesú Krists og hvert var þeirra hlutverk?

2.      Hvernig getum við hjálpað öðrum?

3.      Hvað gerðist í lífi Jesú Krists, á skírdegi, föstudeginum langa, páskadegi og á uppstigningardegi?

4.      Hvað skiptist Biblían í marga hluta, hvað er hún margar bækur og hver eru guðspjöllin?

5.      Læra Boðorðin 10 utan að og geta útskýrt meiningu þeirra.

6.      Hvað þýðir orðið fasta?

7.      Hvert er „Tvöfalda kærleiksboðorðið“?

8.      Kunna „Faðir vor“.

9.      Hvað er skírn?

10.     Hvað er ferming?

11.     Kunna trúarjátninguna og geta útskýrt hana í nokkrum orðum.

12.     Hvað snýst fyrirgefning um?

13.     Hvað er trú?

14.     Lesa vel bls. 94 og kunna.

Spurningar úr „Kirkjulyklinum“

15.     Hvað er skakramennti og hver eru þau?

16.     Hvað þýðir amen?

17.     Hverjir eru litir kirkjuársins (sjá opnuna og bls. 42-43 í)?

Ritgerðarefni (eitt af nr. 18.-20. mun koma sem ritgerðarspurnin)

18.     Af hverju ætla ég að fermast?  100 orða ritgerð

19.     Skiptir tilvist Guðs máli í heiminum? 100 orða ritgerð

20.     Hvernig vil ég að kirkjan sé eftir 10 ár?  100 orða ritgerð

Ásta Ágústsdóttir, 14/3 2014

Fermingarfræðsla
Skráning í fermingarfræðslu

Skráning í Þjóðkirkjuna

Skrifstofa safnaðarins er í Safnaðarheimilinu Borgum, Hábraut 1a og er opin virka daga á milli 09:00-13:00. Póstfang safnaðarins er Hábraut 1a, 200 Kópavogur. Netfang: kopavogskirkja@kirkjan.is. Sóknarprestur: Sr. Sigurður Arnarson (netfang: sigurdur.arnarson@kirkjan.is). Sími sóknarprests í neyðartilvikum er 893 9682. Símanúmer kirkjunnar og safnaðarheimilis er: 554 1898. Djákni Kópavogskirkju: Ásta Ágústsdóttir, netfang: asta.agustsdottir@kirkjan.is. Kirkjan er opin eftir samkomulagi.

Viðtalstímar
Viðtalstímar sóknarprests sr. Sigurðar Arnarsonar eru eftir samkomulagi á mánu-,þriðju, fimmtu- og föstudögum í safnaðarheimilinu Borgum. Sími: 554 1898. Netfang: sigurdur.arnarson@kirkjan.is Viðtalstímar djákna Ástu Ágústsdóttur eru eftir samkomulagi. Sími:554 1898. Netfang: asta.agustsdottir@kirkjan.is. Þjónustan er veitt án endurgjalds

Neyðarþjónusta presta
Vaktsími: 843 0444
Prestar Kópavogs hafa með sér samstarf um sérstakan vaktsíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem alls ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.

Leiga á sal safnaðarheimilis
Salinn í safnaðarheimilinu og kapelluna er hægt að fá leigða undir veislur, fundi og önnur mannamót. Upplýsingar um sali safnaðarheimilisins eru veittar á skrifstofutíma í síma 554 1898 eða með því að senda tölvupóst á netfangið: kopavogskirkja@kirkjan.is

Eftirfylgd við fólk í erfiðum aðstæðum
Kópavogskirkja býður þeim sem eru í erfiðum aðstæðum að taka þátt í verkefni sem auðveldar þeim að komast í gegnum sorg vegna missis. Missir getur verið af ýmsu tagi, heilsubrestur, atvinnumissir, ástvinur sem deyr eða aðrir erfiðleikar sem bjáta á. Þessi þjónusta er að sjálfsögðu að kostnaðarlausu eins og öll sálgæsla kirkjunnar. Allar upplýsingar fást hjá sóknarpresti og djákna kirkjunnar.

 

Hábraut 1a, Kópavogur. Sími Skrifstofa: 554 1898. Kirkja: 554 1898 · Kerfi RSS