Kópavogskirkja

 

Guðsþjónusta 21. desember kl. 11:00

Guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 21. desember n.k. kl. 11:00.  Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová. Sunnudagaskólinn hefst að venju kl. 11:00 í kirkjunni.

Sigurður Arnarson, 16/12 2014

“Mál dagsins” 16. desember fellur niður vegna veðurs

“Mál dagsins” fellur niður í dag, þriðjudaginn 16. desember vegna veðurs.  Starfið hefst aftur þriðjudagin 13. janúar, 2015 kl. 14:30 eftir jólafrí.

Sigurður Arnarson, 16/12 2014

Opið hús hjá Birtu – Landssamtökum

Birta – Landssamtök standa fyrir opnu húsi þriðjudaginn 16. desember kl 20:00 í Grafarvogskirkju.

Gestir kvöldsins verða tveir, en það eru þær:

- Margrét Blöndal hjúkrunarfræðingur, sem mun fjalla um streitu aðstandenda í kjölfar skyndidauða. Margrét    starfar nú um stundir sem sjálfstæður meðferðaraðili  en hún hefur langa reynslu af störfum í nálægð dauðans, m.a. við áfallamiðstöð Landspítalans.

- Guðrún Karls Helgudóttir prestur í Grafarvogskirkju, sem mun vera með jólahugleiðingu þar sem hún ræðir um sorg og jól.Samveran er öllum opin og þeim að kostnaðarlausu.

Stjórn Birtu

Sigurður Arnarson, 10/12 2014

Mozart við kertaljós

Kópavogskirkju, laugardagskvöldið 20. desember kl. 21. Camerarctica heldur sína árlegu kertaljósatónleika í kirkjum nú rétt fyrir jólin.  Hópurinn hefur leikið ljúfa tónlist eftir Mozart í tuttugu og tvö ár og þykir mörgum ómissandi að koma úr miðri jólaösinni inn í kyrrðina og kertaljósin í rökkrinu. Hópinn skipa að þessu sinni þau Ármann Helgason, klarinettuleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir og Bryndís Pálsdóttir fiðluleikarar, Svava  Bernharðsdóttir víóluleikari og Sigurður Haldórsson, sellóleikari. Á dagskránni eru tvær af perlum Mozarts “Eine kleine Nachtmusik” Kv. 525 og Klarinettukvintettinn K. 581.

          Að venju lýkur tónleikunum á því að Camerarctica leikur jólasálminn góða,” Í dag er glatt í döprum hjörtum”.

Tónleikarnir eru klukkustundarlangir og hefjast klukkan 21.00. Aðgangseyrir er kr.2500 og kr.1500 fyrir nemendur og eldri borgara og frítt inn fyrir börn.  Miðasala við innganginn.

Sigurður Arnarson, 10/12 2014

Annan sunnudag í aðventu þann 7. desember síðastliðinn sýndu elstu nemendur leiksskólans Kópasteins helgileik í barna- og fjölskylduguðsþjónustu í Kópavogskirkju.  Félagar úr 5. bekk Kársnesskóla sungu undir stjórn Elínar Halldórsdóttur.  Á eftir guðsþjónustunni var jólaball í safnaðarheimilinu Borgum.  Gengið var í kringum jólatré og Gluggagægir heimsótti ballið.

Sigurður Arnarson, 8/12 2014

Samvera á aðventu fyrir syrgjendur

Grafarvogskirkju 18. desember kl. 20.  Oft er erfitt að horfa fram til jóla þegar ástvinur hefur fallið frá. Samveran er sérstaklega hugsuð til að styðja fólk í  þessum aðstæðum.  Jólasálmar. Hamrahlíðarkórinn. Hugvekja: sr. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Minningarstund. Kirkjugestir geta tendrað ljós og minnst þannig látinna ástvina sinna. Samveran er túlkuð á táknmál. Léttar veitingar eftir samveruna. Landspítalinn, Þjóðkirkjan og Ný Dögun

Sigurður Arnarson, 8/12 2014

Guðsþjónusta 3 sunnudag í aðventu

Næsta guðsþjónusta verður sunnudaginn 14. desember n.k. kl. 11:00 í Kópavogskirkju.  Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.  Sunnudagaskólinn hefst að venju í kirkjunni.

Sigurður Arnarson, 8/12 2014

Starf fyrir 1-4 bekk

Starf fyrir 1-4 bekk verður miðvikudaginn 10. desember n.k.  Eftir jólafrí hefst starfið aftur miðvikudaginn 14. janúar 2015.

Sigurður Arnarson, 8/12 2014

Mál dagsins 16. desember n.k.

Mál dagsins 16. desember n.k. hefst kl 14:30 með samsöng.  Síðan mun börn af elstu deild leiksskólans Marbakka syngja.  Stundinni lýkur kl. 16:00 með stuttri helgistund.  Mál dagsins hefst aftur eftir jólafrí þriðjudaginn 13. janúar 2015.

Sigurður Arnarson, 8/12 2014

Mál dagsins

Mál dagsins verður þriðjudaginn 9. desember n.k.  og hefst að venju kl. 14:30 með samsöng.  Stundinni lýkur kl. 16:00 með stuttri helgistund.

 

Sigurður Arnarson, 8/12 2014

<Skráning í Þjóðkirkjuna

Skrifstofa safnaðarins er í Safnaðarheimilinu Borgum, Hábraut 1a og er opin virka daga á milli 09:00-13:00. Símanúmer kirkjunnar og safnaðarheimilis er: 554 1898. Póstfang safnaðarins er Hábraut 1a, 200 Kópavogur. Netfang: kopavogskirkja@kirkjan.is. Sóknarprestur: Sr. Sigurður Arnarson netfang: sigurdur.arnarson@kirkjan.is. Neyðarsími sóknarprests er: 893 9682. Djákni Kópavogskirkju: Ásta Ágústsdóttir, netfang: asta.agustsdottir@kirkjan.is. Kirkjuvörður er Helga Ósk Einarsdóttir, netfang helga.einarsdottir@kirkjan.is, sími 898 8480. Kirkjan er opin eftir samkomulagi.

Viðtalstímar
Viðtalstímar sóknarprests sr. Sigurðar Arnarsonar eru eftir samkomulagi á mánu-,þriðju, fimmtu- og föstudögum í safnaðarheimilinu Borgum. Sími: 554 1898. Netfang: sigurdur.arnarson@kirkjan.is Viðtalstímar djákna Ástu Ágústsdóttur eru eftir samkomulagi. Sími:554 1898. Netfang: asta.agustsdottir@kirkjan.is. Þjónustan er veitt án endurgjalds

Neyðarþjónusta presta
Vaktsími: 843 0444
Prestar Kópavogs hafa með sér samstarf um sérstakan vaktsíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem alls ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.

Leiga á sal safnaðarheimilis
Salinn í safnaðarheimilinu og kapelluna er hægt að fá leigða undir veislur, fundi og önnur mannamót. Upplýsingar um sali safnaðarheimilisins eru veittar á skrifstofutíma í síma 554 1898 eða með því að senda tölvupóst á netfangið: kopavogskirkja@kirkjan.is

Eftirfylgd við fólk í erfiðum aðstæðum
Kópavogskirkja býður þeim sem eru í erfiðum aðstæðum að taka þátt í verkefni sem auðveldar þeim að komast í gegnum sorg vegna missis. Missir getur verið af ýmsu tagi, heilsubrestur, atvinnumissir, ástvinur sem deyr eða aðrir erfiðleikar sem bjáta á. Þessi þjónusta er að sjálfsögðu að kostnaðarlausu eins og öll sálgæsla kirkjunnar. Allar upplýsingar fást hjá sóknarpresti og djákna kirkjunnar.

 

Hábraut 1a, Kópavogur. Sími Skrifstofa: 554 1898. Kirkja: 554 1898 · Kerfi RSS