Kópavogskirkja

 

Mál dagsins 30. september n.k.

Mál dagsins hefst að venju kl. 14:30 á þriðjudögum.  Friðrik Kristinsson og Lenka Mátéová leiða þá samsöng.  Næstkomandi þriðjudag 30. september mun Hrefna Haraldsdóttir, fyrrum fjölskylduráðgafi á Sjónarhóli halda erindi að loknum samsöng. Um kl.15:30 er drukkið kaffi.  Stundinn lýkur kl.16:00 með stuttri helgistund.  Allir hjartanlega velkomnir.

Sigurður Arnarson, 26/9 2014

Guðsþjónusta 28. september

Guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 28. september n.k. kl.11:00.  Sr. Hjörtur Pálsson, prédikar og þjónar fyrir altari.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.  Sunnudagaskólinn hefst í kirkjunni kl. 11.00 en flyst svo eftir guðsþjónustuupphaf í safnaðarheimilið Borgir.  Umsjón með sunnudagaskólanum hafa: Bjarmi Hreinsson og Oddur Örn Ólafsson.

Sigurður Arnarson, 26/9 2014

Æskulýðsfundir hefjast í kvöld

Æskulýðsfundir fyrir 8. bekk eru á þriðjudagskvöldum frá kl. 20:00-21:30. Fundirnir hefjast þriðjudaginn 23. september þ.e. í kvöld.   Miðað er við hver unglingur í fermingarfræðslunni mæti á minnst 8 fundi í vetur og er það  hugsað, sem hluti af fermingarfræðslunni.  Umsjón með starfinu hafa: Helgi Steinn Björnsson,  Ýr Sigurðardóttir, háskólanemar og Ágústa Tryggvadóttir, verslunarskólanemi.

Ásta Ágústsdóttir, 23/9 2014

Prjónahópur

Prjónahópur hittist yfir veturinn fyrsta og þriðja fimmtudag í mánuði frá kl. 19:30-22:00 í safnaðarheimilinu Borgum.  Meðfylgjandi myndir voru teknar fimmtudagskvöldið 18. september s.l.

Sigurður Arnarson, 19/9 2014

Fermingarfræðsla 2014-2015

Vetrarfermingarfæðslan verður vikulega á mánudögum, kl.15:10-16:00 í safnaðarheimilinu “Borgum” (skáhalt gengt Gerðarsafni) og hefst fræðslan mánudaginn 6. október n.k. (ekki verður fræðsla þann 20. október og 17. nóvember). Fræðslan stendur til og með 15. desember og hefst aftur 12. janúar 2015.Kennslubækur eru: “Con Dios” og “Kirkjulykilinn”.  Einnig skal hafa meðferðis í hverja kennslustund: Nýja testamenntið og A4 vinnubók.  Mikilvægt er að forföll séu tilkynnt á netfangið: kopavogskirkja@kirkjan.is

Einu sinni í mánuði er sameiginleg fermingarfræðsla fyrir allan hópinn og eru foreldrar og forráðamenn hvött eindregið til að mæta í þessa tíma. Sameiginlega fermingarfræðslan verður daganna:

14. október frá 19:30-22:00 í safnaðarheimilinu Borgum.

Trú og kvikmyndir.

Ragnar Bragason, leikstjóri mun sýna mynd sína “Málmhaus”.  Að lokinni sýngingu myndarinnar mun Ragnar um efni myndarinnar.

11. nóvember frá kl. 20:00-21:30 í safnaðarheimilinu Borgum.

“Kærleikur – skiptum við hvort annað máli?”

Nokkrir aðilar munu ræða frá ýmsum sjónarhornum um kærleikann og mikilvægi hans.

2. desember frá kl. 20:00-21:30 í safnaðarheimilinu Borgum.

“Aðventan í tali og tónum”.

Sagt frá aðventunni í tali og tónum.  Stundin endar á helgistund í Kópavogskirkju.

Sameiginlegu fermingarfræðslutímarnir verða auglýstir með tölvupósti og á heimasíðu kirkjunnar eftir áramót. Vakin er athygli á vefnum www.fermingarfræðsla.is, lykilorð: ferming 2015 fyrir fermingarbörnin. Fermingarferðalag í Vatnaskóg verður fimmtudaginn 23. október n.k.  Farið verður kl. 08:00 frá Kópavogskirkju og áætluð koma sama dag kl.21:00.  Hver unglingur greiðir 6000 krónur en ferðin er niðurgreidd að hluta af Reykjavíkurprófastsdæmi eystra og Kársnessöfnuði.  Greiðslufyrirkomulag verður auglýst þegar nær dregur ferð.

Æskulýðsfundir fyrir 8. bekk eru á þriðjudagskvöldum frá kl. 20:00-21:30. Fundirnir hefjast þriðjudaginn 23. september n.k.   Miðað er við hver unglingur í fermingarfræðslunni mæti á minnst 8 fundi í vetur og er það  hugsað, sem hluti af fermingarfræðslunni.

Að venju mun fermingarbörn safnaðarins taka þátt í Fermingarbarnasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar, þriðjudaginn 4. nóvember næstkomandi frá kl. 18:00-21:00. Kársnessöfnuður býður upp á pizzur eftir söfnunina

Sigurður Arnarson, 17/9 2014

Guðfræði guðsþjónustunnar í Hjallakirkju 30. september.

Fræðsluerindi í Hjallakirkju opið öllum áhugasömum.  Farið verður í gegnum guðsþjónustuna og uppruni og tilgangur messuliða kannaður.  Þetta er kjörið fyrir þá sem vilja vita meira. Fræðari á kvöldinu er Dr. dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur sem er einn fremsti og afkastamesti guðfræðingur landsins.  Erindið hefst kl. 17. og boðið verður upp á samtal og spurningar á eftir.  Samverunni lýkur kl. 19.

Sigurður Arnarson, 17/9 2014

Mál dagsins

Mál dagsins er vikulega yfir veturinn á þriðjudögum frá kl. 14:30-16:00.  Stundin hefst á samsöng undir stjórn Friðriks Kristinssonar og Lenku Mátéová.  Um kl. 15:05 eru flutt erindi um ýmiss málefni.  Um kl.15:30 er drukkið kaffi.  Stundinni lýkur kl. 16:00 með stuttri helgistund.  Þriðjudaginn 23. september mun Ragna Karlsdóttir, sérfræðingur í jarðhitarannsóknum flytja erindi sem nefnist “Jarðeldar-jarðhiti”.  Allir hjartanlega velkomnir.

Sigurður Arnarson, 17/9 2014

Útvarpsguðsþjónusta

útvarpsguðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 21. september kl. 11:00.  Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Judith Tobin Þorbergsson.  Sunnudagaskólinn hefst í safnaðarheimilinu Borgum, kl. 11:00 á sama tíma.

Sigurður Arnarson, 17/9 2014

Messa 14. september

Messa verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 14. september n.k. kl. 11:00. Stefán Karlsson, guðfræðingur prédikar og sr. Sigurður Arnarson, þjónar fyrir altari.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.  Sunnudagaskólinn hefst í kirkjunni og umsjón með skólanum hafa: Bjarmi Hreinsson, Ágústa Tryggvadóttir og Oddur Örn Ólafsson.  Allir velkomnir.

Sigurður Arnarson, 11/9 2014

Barna- og æskulýðsstarf í Kópavogskirkju

Markmið starfsins er að börn og unglingar fái fræðslu um kristna trú við þeirra hæfi.

Foreldramorgnar: Á hverjum fimmtudegi frá klukkan 10:00-12:00 í safnaðarheimilinu Borgum.  Umsjón með starfinu í vetur hefur Ólafía Lindberg Jensdóttir.  Allir foreldrar ungra barna eru velkomnir.  Boðið er upp á ávexti í hverri samveru. Reglulega eru heimsóknir frá aðilum með fræðslu og kynningar á ýmsu sem tengist börnum og barnauppeldi.  Gott tækifæri gefst að kynnast öðrum með ung börn og eiga góðar stundir saman.  Starfið hefst 18. september n.k.

Sunnudagaskólinn: Hvern sunnudag klukkan 11:00 og hefst skólinn að öllu jöfnu í Kópavogskirkju en eftir ritningarlestra heldur hópurinn í safnaðarheimilið Borgir.  Lagt er upp úr fræðslu, gleði og söng.  Sagðar eru sögur, brúður koma í heimsókn og ýmislegt annað. Sunnudagaskólann annast þau: Bjarmi Hreinsson, háskólanemi, Ágústa Tryggvadóttir, menntaskólanemi, Oddur Örn Ólafsson, menntaskólanemi og Sr. Sigurður Arnarson. Sunnudagaskólinn hófst 7. september síðastliðinn.

 Starf fyrir börn í 1-2 bekk: Á miðvikudögum klukkan 15:30-16:30 í safnaðarheimilinu Borgum. Með því að senda tölvupóst á netfangið kopavogskirkja@kirkjan.is geta foreldrar eða forráðamenn óskað eftir því að náð sé í börn þeirra í Dægradvöl í Kársnesskóla og farið með þau þangað aftur að kirkjustarfi loknu.  Starfið hefst 17. september n.k.

Starf fyrir börn í 3-4 bekk: Á miðvikudögum kl.14:00-15:00 í safnaðarheimilinu Borgum.  Með því að senda tölvupóst á netfangið kopavogskirkja@kirkjan.is geta foreldrar eða forráðamenn óskað eftir því að náð sé í börn þeirra í Dægradvöl í Kársnesskóla og farið með þau þangað aftur að kirkjustarfi loknu.  Starfið hefst 17. september n.k. Umsjón með starfinu fyrir 1-4 bekk hafa: Ýr Sigurðardóttir og Helgi Steinn Björnsson, háskólanemar.

 Æskulýðsstarf fyrir 8. bekk: Starfið er ætlað unglingum í 8. bekk.  Hisst er á þriðjudagskvöldum frá kl. 20:00-21:30 í safnaðarheimilinu Borgum.  Fundirnar hafa verið vel sóttir af unglingunum og ánægja með starfið.  Umsjón með fundunum hafa:  Helgi Steinn Björnsson, háskólanemi, Ýr Sigurðardóttir, háskólanemi og Ágústa Tryggvadóttir, menntaskólanemi.

Sigurður Arnarson, 10/9 2014

<Skráning í Þjóðkirkjuna

Skrifstofa safnaðarins er í Safnaðarheimilinu Borgum, Hábraut 1a og er opin virka daga á milli 09:00-13:00. Símanúmer kirkjunnar og safnaðarheimilis er: 554 1898. Póstfang safnaðarins er Hábraut 1a, 200 Kópavogur. Netfang: kopavogskirkja@kirkjan.is. Sóknarprestur: Sr. Sigurður Arnarson netfang: sigurdur.arnarson@kirkjan.is. Neyðarsími sóknarprests er: 893 9682. Djákni Kópavogskirkju: Ásta Ágústsdóttir, netfang: asta.agustsdottir@kirkjan.is. Kirkjuvörður er Helga Ósk Einarsdóttir, netfang helga.einarsdottir@kirkjan.is, sími 898 8480. Kirkjan er opin eftir samkomulagi.

Viðtalstímar
Viðtalstímar sóknarprests sr. Sigurðar Arnarsonar eru eftir samkomulagi á mánu-,þriðju, fimmtu- og föstudögum í safnaðarheimilinu Borgum. Sími: 554 1898. Netfang: sigurdur.arnarson@kirkjan.is Viðtalstímar djákna Ástu Ágústsdóttur eru eftir samkomulagi. Sími:554 1898. Netfang: asta.agustsdottir@kirkjan.is. Þjónustan er veitt án endurgjalds

Neyðarþjónusta presta
Vaktsími: 843 0444
Prestar Kópavogs hafa með sér samstarf um sérstakan vaktsíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem alls ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.

Leiga á sal safnaðarheimilis
Salinn í safnaðarheimilinu og kapelluna er hægt að fá leigða undir veislur, fundi og önnur mannamót. Upplýsingar um sali safnaðarheimilisins eru veittar á skrifstofutíma í síma 554 1898 eða með því að senda tölvupóst á netfangið: kopavogskirkja@kirkjan.is

Eftirfylgd við fólk í erfiðum aðstæðum
Kópavogskirkja býður þeim sem eru í erfiðum aðstæðum að taka þátt í verkefni sem auðveldar þeim að komast í gegnum sorg vegna missis. Missir getur verið af ýmsu tagi, heilsubrestur, atvinnumissir, ástvinur sem deyr eða aðrir erfiðleikar sem bjáta á. Þessi þjónusta er að sjálfsögðu að kostnaðarlausu eins og öll sálgæsla kirkjunnar. Allar upplýsingar fást hjá sóknarpresti og djákna kirkjunnar.

Þriðjudagur

Skrifstofan er opin frá klukkan 09:00-13:00.
Bæna- og kyrrðarstundir í kirkjunni kl. 12:10. Súpa og með því í safnaðarheimilinu á eftir.
Mál dagsins kl. 14:30-16:00
Sóknarnefndarfundir fyrsta þriðjudag í mánuði klukkan 17:15

Dagskrá ...