Kópavogskirkja

 

Helgihald í Kópavogskirkju á aðventu og jólum 2014

Fyrsti sunnudagur í aðventu, 30. nóvember, kl. 11:00.  Messa.  Visitasía vígslubiskups í Skálholti, sr. Kristjáns Vals Ingólfssonar.  Vígslubiskup prédikar og fyrir altari þjóna djákni og sóknarprestur.  Messukaffi á eftir í safnaðarheimili Kópavogskirkju, „Borgum“.

Annar sunnudagur í aðventu, 7. desember, kl. 11:00 Barna- og fjölskylduguðsþjónusta.  Leikskólinn Kópasteinn sýnir helgileik og félagar úr Skólakór Kársnesskóla syngja.

Miðvikudagur. 10. desember, kl. 20:00 í safnaðarheimili Kópavogskirkju, „Borgum“.  Jólasöngvar Kórs Kópavogskirkju með þátttöku Kiwanisklúbbsins Esju.Flytjendur : Kór Kópavogskirkju, Hafdís Vigfúsdóttir flauta, Peter Máté píanó, einsöngvarar úr röðum kórfélaga, stjórnandi Lenka Mátéová.

 

Þriðji sunnudagur í aðventu, 14. desembe,r kl. 11:00. Guðsþjónusta

Fjórði sunnudagur í aðventu, 21.desember, kl. 11:00. Guðsþjónusta, dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari.

Aðfangadagur, 24. desember, kl. 15:00.  Beðið eftir jólunum, helgistund með sunnudagaskólaívafi.  Sunnudagaskólakennarar og sóknarprestur annast stundina.

Aðfangadagur, 24. desember, kl. 18:00.  Hátíðarguðsþjónusta.  Ásta Ágústsdóttir, djákni prédikar.  Sr. Sigurður Arnarson þjónar fyrir altari.  Einsöngur: Þórunn Elín Pétursdóttir og einleikur á flautu: Hafdís Vigfúsdóttir. Hátíðarsöngvar sr. Bjarna Þorsteinssonar.Hátíðartónlist flutt frá kl. 17:30. 

 

Jóladagur, 25. desember, kl.14:00.  Hátíðarguðsþjónusta, dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari.  Hátíðarsöngvar sr. Bjarna Þorsteinssonar.

Jóladagur, 25. desember, kl.15:15. Hátíðarguðsþjónusta á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð.  Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, prédikar.  

Annar jóladagur, 26. desember, kl. 11:00.  Kópavogskirkjuganga- og hlaup.  Stutt helgistund í kirkjunni og að henni lokinni verður boðið upp á 2 km göngu eða 5 km skokk um Kársnesið.  Boðið verður upp á göngu- og hlaupavænar veitingar að göngu eða hlaupi loknu í safnaðarheimili Kópavogskirkju, „Borgum.“

Gamlársdagur, 31. desember, kl. 18:00. Guðsþjónusta með óhefbundnu sniði.  Kristín Stefánsdóttir og félagar sjá um tónlistarflutning.

Nýjársdagur, 1. janúar, kl. 14:00.  Hátíðarguðsþjónusta.  Kristín Heimisdóttir, formaður Tannlæknafélags Íslands flytur hugleiðingu.  Hátíðarsöngvar sr. Bjarna Þorsteinssonar.

Í öllum guðsþjónustum prédikar og  þjónar sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur og Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová, nema annað sé tekið fram.

Sigurður Arnarson, 21/11 2014

Messa í Kópavogskirkju 23. nóvember n.k.

Næsta messa verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 23. nóvember n.k. kl.11:00.  Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová, kantors kirkjunnar.  Sunnudagaskólinn hefst að venju í kirkjunni.  Í messunni verður helgaður og tekinn í notkun nýr grænn hökull, sem saumaður er af Herder Anderson, klæðskerameistara.  Hökulinn var unninn í sumar og haust.  Eftir messu verður messukaffi í safnaðarheimilinu Borgum.  Allir hjartanlega velkomnir.

Sigurður Arnarson, 16/11 2014

Foreldramorgnar

Foreldramorgnar eru á fimmtudögum frá kl.10:00-12:00 í safnaðarheimilinu Borgum.

Sigurður Arnarson, 14/11 2014

“Mál dagsins”

Næsta “Mál dagsins”  verður þriðjudaginn 18. nóvember n.k. kl. 14:30 og hefst að venju með samsöng í umsjón: Friðriks Kristinssonar og Lenku Mátéová.  Um kl. 15:05 munu þau Björk Þórhallsdóttir, söngkona og Hilmar Örn Agnarsson, orgelleikari flytja tónlist.  Um kl. 15:30 er drukkið kaffi og með því.  Stundinni lýkur svo kl. 16:00 með stuttri helgistund.  Allir hjartanlega velkomnir.

Sigurður Arnarson, 14/11 2014

Æskulýðsfundur

Æskulýðsfundur verður í safnaðarheimilinu Borgum þriðjudaginn 18. nóvmeber n.k. kl.20:00.

Sigurður Arnarson, 14/11 2014

Vetrarfermingarfræðsla

Mánudaginn 17. nóvember n.k. fellur vetrarfermingarfræðsla niður kl.15:10 vegna starfsdags í Kársnesskóla.  Næsti vetrarfermingarfræðslutími er mánudaginn 24. nóvember n.k.

Sigurður Arnarson, 14/11 2014

Dagur íslenskrar tungu þann 16. nóvember n.k.

Sunnudaginn 16. nóvember n.k. á degi íslenskrar tungu mun Þórður Ingi Guðjónsson, sérfræðingur á Árnastofnun flytja hugleiðingu í guðsþjónustu í Kópavogskirkju kl. 11:00.  Sr. Sigurður Arnarson, þjónar fyrir altari.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.  Sunnudagaskólinn hefst að venju í kirkjunni kl. 11:00 en flyst eftir guðsþjónustu upphaf í safnaðarheimilið Borgir.

Sigurður Arnarson, 10/11 2014

Mál dagsins 11. nóvember 2014

Mál dagsins 11. nóvember n.k. hefst að venju með samsöng kl. 14:30.  Um kl. 15:10 heldur Aðalsteinn Sigfússon, forstöðumaður velferðarsviðs Kópavogs erindi.  Um kl. 15:30 verður drukkið kaffi og stundinni lýkur kl. 16:00 með stuttri helgistund.  Allir hjartanlega velkomnir.

Sigurður Arnarson, 10/11 2014

Söfnun fermingarbarna fyrir Hjálparstarf kirkjunnar

Næstkomandi þriðjudag 4. nóvember n.k. munu fermingarbörn í Kársnessókn ganga í hús í sókninni á milli 18:00-20:00 og safna fyrir Hjálparstarf kirkjunnar.

Sigurður Arnarson, 1/11 2014

Mál dagsins 4. nóvember

Mál dagsins er vikulega á þriðjudögum frá kl. 14:30-16:00. Næstkomandi þriðjudag hefst stundin á samsöng undir stjórn Friðriks Kristinssonar og Lenku Máteóvá.  Um kl. 15:05 heldur Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn erindi um störf lögreglunar.  Um kl. 15:30 verður drukkið kaffi og stundinni lýkur kl. 16:00 með stuttri helgistund.  Allir hjartanlega velkomnir.

Sigurður Arnarson, 1/11 2014

<Skráning í Þjóðkirkjuna

Skrifstofa safnaðarins er í Safnaðarheimilinu Borgum, Hábraut 1a og er opin virka daga á milli 09:00-13:00. Símanúmer kirkjunnar og safnaðarheimilis er: 554 1898. Póstfang safnaðarins er Hábraut 1a, 200 Kópavogur. Netfang: kopavogskirkja@kirkjan.is. Sóknarprestur: Sr. Sigurður Arnarson netfang: sigurdur.arnarson@kirkjan.is. Neyðarsími sóknarprests er: 893 9682. Djákni Kópavogskirkju: Ásta Ágústsdóttir, netfang: asta.agustsdottir@kirkjan.is. Kirkjuvörður er Helga Ósk Einarsdóttir, netfang helga.einarsdottir@kirkjan.is, sími 898 8480. Kirkjan er opin eftir samkomulagi.

Viðtalstímar
Viðtalstímar sóknarprests sr. Sigurðar Arnarsonar eru eftir samkomulagi á mánu-,þriðju, fimmtu- og föstudögum í safnaðarheimilinu Borgum. Sími: 554 1898. Netfang: sigurdur.arnarson@kirkjan.is Viðtalstímar djákna Ástu Ágústsdóttur eru eftir samkomulagi. Sími:554 1898. Netfang: asta.agustsdottir@kirkjan.is. Þjónustan er veitt án endurgjalds

Neyðarþjónusta presta
Vaktsími: 843 0444
Prestar Kópavogs hafa með sér samstarf um sérstakan vaktsíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem alls ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.

Leiga á sal safnaðarheimilis
Salinn í safnaðarheimilinu og kapelluna er hægt að fá leigða undir veislur, fundi og önnur mannamót. Upplýsingar um sali safnaðarheimilisins eru veittar á skrifstofutíma í síma 554 1898 eða með því að senda tölvupóst á netfangið: kopavogskirkja@kirkjan.is

Eftirfylgd við fólk í erfiðum aðstæðum
Kópavogskirkja býður þeim sem eru í erfiðum aðstæðum að taka þátt í verkefni sem auðveldar þeim að komast í gegnum sorg vegna missis. Missir getur verið af ýmsu tagi, heilsubrestur, atvinnumissir, ástvinur sem deyr eða aðrir erfiðleikar sem bjáta á. Þessi þjónusta er að sjálfsögðu að kostnaðarlausu eins og öll sálgæsla kirkjunnar. Allar upplýsingar fást hjá sóknarpresti og djákna kirkjunnar.

Fimmtudagur

Skrifstofan er opin á milli klukkan 09:00 - 13:00
Fjölskyldumorgnar eru á hverjum fimmtudegi milli klukkan 10:00 og 12:00 í safnaðarheimilinu Borgum. Allir foreldrar ungra barna eru velkomnir. Starfið hefst í ágúst.
Helgistundir í Sunnuhlíð klukkan 16:00

Dagskrá ...