Kópavogskirkja

 

Æskulýðsdagurinn 1. mars, 2015

Barna- og fjölskylduguðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11:00.  Sunnudagaskólinn tekur þátt í stundinni.   Allir hjartanlega velkomnir.

Kl. 13.30 verður sýnt leikritið “Upp, upp” um æsku Hallgríms Péturssonar af Stoppleikhópnum í Digraneskirkju og allir hjartanlega velkomnir.

Sigurður Arnarson, 27/2 2015

Kirkjustarf fyrir 1-4 bekk fellur niður miðvikudaginn 25. febrúar vegna slæmrar veðurspár.

Sigurður Arnarson, 24/2 2015

Starf fyrir 1-4 bekk á Öskudag

Miðvikudaginn 18. febrúar fellur niður starf fyrir 1-4 bekk vegna Öskudags.

Sigurður Arnarson, 17/2 2015

Guðsþjónusta á nokkrum tungumálum

Guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju n.k. sunnudag 15. febrúar kl. 11:00.  Prestur innflytjenda sr. Toshiki Toma mun prédika og sr. Sigurður Arnarson, þjónar fyrir altari.  Beðið verður á nokkrum mismunandi tungumálum og ritningarlestrar lesnir á nokkrum tungumálum.  Kór Kópavogskirkju mun syngja undir stjórn Lenku Mátéová.  Sunnudagskólinn hefst að venju í kirkjunni kl. 11:00 en flytur síðan í safnaðarheimilið Borgir.

Sigurður Arnarson, 9/2 2015

Mál dagsins 10. febrúar n.k.

Mál dagsins hefst að venju kl. 14:30 með samsöng undir stjórn Lenku Mátéová og Friðriks Kristinssonar.  Um kl. 15:10 flytur Pétur Eggertz leikari erindi um leikssýningu um Jón Steingrímsson.  Um kl. 15:30 er drukkið kaffi og með því.  Stundinni lýkur kl. 16:00 með stuttri helgistund.  Allir hjartanlega velkomnir.

Sigurður Arnarson, 9/2 2015

Meðfylgjandi ljósmynd var send til kirkjunnar af Sigurði Jóhannssyni

Sigurður Arnarson, 25/1 2015

Fermingarfræðsla í Kársnessókn, janúar-apríl 2015

Vetrarfermingarfræðsluhópur: Mánudagar, kl. 15:10-15:50 til 9. mars , nema 26. janúar, 23. febrúar

 Sameiginlega fermingarfræðsla:Mánudaginn 26. janúar:      kl. 10:45-11:25 – 8Ö, kl.11:30-12:10- 8Æ  og kl.12:15-12:55- 8Þ ( safnaðarheimilið Borgir)

Mátun á fermignarkirtlum í kirkju að loknum tíma

Þriðjudaginn 17. febrúar:    kl.20:00-21:30       Allur hópurinn og foreldrar velkomnir (safnaðarheimilið Borgir).  Allir skili inn ritningartexta sínum fyrir 1. Mars með því að senda tölvupóst á netfangið kopavogskirkja@kirkjan.is

Fermingarfræðslupróf:

Mánudaginn 16. mars, kl. 15:10-8Þ

Mánudaginn 16. mars. kl. 15:40 -8Ö

Mánudaginn 16. Mars. kl. 16:10-8Æ

Allir skili “Kirkjulyklinum” útfylltum.

Vinsamlega tilkynnið forföll í fermingarfræðslutíma.

Ef breyta þarf um fermingadag, þá er það tilkynnt skriflega (t.d. tölvupósti).

 Fermingaræfingar verða eftirtalda daga (nauðsynlegt að allir séu á æfingum):

Þau sem fermast 22. mars æfa:   fimmtudaginn 19. mars, kl. 16:00-17:00 og föstudaginn 20. mars, kl. 16:00-17:00

 Þau sem fermast 29. mars æfa:   fimmtudaginn 26. mars, kl. 16:00-17:00 og föstudaginn 27. mars, kl. 16:00-17:00

 Þau sem fermast 2. apríl æfa:     mánudaginn 30. mars, kl. 10:30-11:30 og þriðjudaginn 31. mars, kl. 10:30-11:30

Þann 22. mars, 29. mars og 2. apríl er fermt kl. 11:00

 Æskulýðsfundir fyrir 8. bekk hefjast þriðjudagskvöldið 20. janúar n.k. kl. 20:00-21:30 og verða á þriðjudagskvöldum til 10. mars.

Sigurður Arnarson, 19/1 2015

Mál dagsins 20. janúar, 2015

Mál dagsins verður að venju þriðjudaginn 20. janúar n.k. kl. 14:30-16:00.  Stundin hefst að venju með samsöng undir stjórn Friðriks Kristinssonar og Lenku Mátéová.  Um kl. 15:10 mun Sólveig Einarsdóttir, fyrrum menntaskólakennari flytja erindi.  Um klukkan 15:30 er drukkið kaffi og stundinn lýkur kl. 16:00 með stuttri bæn.

Sigurður Arnarson, 18/1 2015

Messa 18. janúar

Messa verður í Kópavogskirkju 18. janúar n.k. kl. 11:00.  Til messunar eru sérstaklega boðuð foreldrar og fermingarbörn vetrarins.  Nokkur fermingarbörn munu taka þátt í messunni.  Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.  Sunnudagaskólinn hefst í kirkjunni en flyst eftir messuupphaf í safnaðarheimilið Borgir.  Eftir messu verður fundur í safnaðarheimilinu Borgum með foreldrum og fermingarbörnum þar sem fermingarstarfið verður rætt og fermingarnar.

Sigurður Arnarson, 14/1 2015

Foreldramorgnar

Foreldramorgnar í safnaðarheimilinu “Borgum” hefjast aftur eftir jóla- og áramótafrí fimmtudaginn 15. janúar n.k. kl.10:00-12:00.

Sigurður Arnarson, 6/1 2015

<Skráning í Þjóðkirkjuna

Skrifstofa safnaðarins er í Safnaðarheimilinu Borgum, Hábraut 1a og er opin virka daga á milli 09:00-13:00. Símanúmer kirkjunnar og safnaðarheimilis er: 554 1898. Póstfang safnaðarins er Hábraut 1a, 200 Kópavogur. Netfang: kopavogskirkja@kirkjan.is. Sóknarprestur: Sr. Sigurður Arnarson netfang: sigurdur.arnarson@kirkjan.is. Neyðarsími sóknarprests er: 893 9682. Djákni Kópavogskirkju: Ásta Ágústsdóttir, netfang: asta.agustsdottir@kirkjan.is. Kirkjuvörður er Helga Ósk Einarsdóttir, netfang helga.einarsdottir@kirkjan.is, sími 898 8480. Kirkjan er opin eftir samkomulagi.

Viðtalstímar
Viðtalstímar sóknarprests sr. Sigurðar Arnarsonar eru eftir samkomulagi á mánu-,þriðju, fimmtu- og föstudögum í safnaðarheimilinu Borgum. Sími: 554 1898. Netfang: sigurdur.arnarson@kirkjan.is Viðtalstímar djákna Ástu Ágústsdóttur eru eftir samkomulagi. Sími:554 1898. Netfang: asta.agustsdottir@kirkjan.is. Þjónustan er veitt án endurgjalds

Neyðarþjónusta presta
Vaktsími: 843 0444
Prestar Kópavogs hafa með sér samstarf um sérstakan vaktsíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem alls ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.

Leiga á sal safnaðarheimilis
Salinn í safnaðarheimilinu og kapelluna er hægt að fá leigða undir veislur, fundi og önnur mannamót. Upplýsingar um sali safnaðarheimilisins eru veittar á skrifstofutíma í síma 554 1898 eða með því að senda tölvupóst á netfangið: kopavogskirkja@kirkjan.is

Eftirfylgd við fólk í erfiðum aðstæðum
Kópavogskirkja býður þeim sem eru í erfiðum aðstæðum að taka þátt í verkefni sem auðveldar þeim að komast í gegnum sorg vegna missis. Missir getur verið af ýmsu tagi, heilsubrestur, atvinnumissir, ástvinur sem deyr eða aðrir erfiðleikar sem bjáta á. Þessi þjónusta er að sjálfsögðu að kostnaðarlausu eins og öll sálgæsla kirkjunnar. Allar upplýsingar fást hjá sóknarpresti og djákna kirkjunnar.

Mánudagur

Skrifstofan er opin frá klukkan 09:00-13:00.

Sorgarhópur

Dagskrá ...