Kópavogskirkja

 

Foreldramorgnar á fimmtudögum

Foreldramorgnar eru vikulega yfir veturinn á fimmtudögum frá kl. 10:00-12:00 í safnaðarheimilinu Borgum.  Umsjón með starfinu hefur Ólafía Lindberg Pétursdóttir.

Sigurður Arnarson, 19/10 2014

Starf fyrir 1-4 bekk.

Vikulegt starf er fyrir börn í 1-4 bekk á miðvikudögum í safnaðarheimilinu Borgum.  3-4 bekkur hittist þar kl. 14:00-15:00 og 1-2 bekkur frá kl. 15:30-16:30.  Boðið er upp á náð sé í börnin í Dægradvöl Kársnesskóla.   Allir velkomnir.

Sigurður Arnarson, 19/10 2014

Æskulýðsfundur fyrir 8. bekk

Æskulýðsfundir eru fyrir 8. bekk á þriðjudagskvöldum frá kl. 20:00-21:30 í safnaðarheimilinu Borgum.  Umsjón með fundunum hafa: Ýr Sigurðardóttir, Ágústa Tryggvadóttir, Helgi Steinn Björnsson og Bjarmi Hreinsson.

Sigurður Arnarson, 19/10 2014

Hallgrímshátíð

Guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 26. október n.k. kl.11:00.  Sr. Hjörtur Pálsson, prédikar og fjallar sérstaklega um sr. Hallgrím Pétursson.  Sr. Sigurður Arnarson, þjónar fyrir altari.  Sungnir verða sálmar eftir sr. Hallgrím.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.  Sunnudagaskólinn er í umsjón: Ágústu Tryggvadóttur, Bjarma Hreinssonar og Odds Arnar Ólafssonar.  Eftir guðsþjónustu mun dr. Margrét Eggertsdóttir flytja erindi um sr. Hallgrím í safnaðarheimilinu Borgum.  Allir velkomnir.

Sigurður Arnarson, 19/10 2014

Fermingarfræðsluferð í Vatnaskóg

Fermingarfræðsluferð verður í Vatnaskóg 23. október n.k. Lagt verður kl. 08:00 af stað frá Kópavogskirkju og komið til baka um kl. 21:00.  Nauðsynlegt er að sótt sé um leyfi fyrir ferðalaginu í viðkomandi grunnskóla.

Sigurður Arnarson, 19/10 2014

Mál dagsins 21. október 2014

Mál dagsins verður þriðjudaginn 21. október n.k. kl. 14:30-16:00.  Stundin hefst að venju á samsöng undir stjórn Lenku Mátéová og Friðriks Kristinssonar. Um kl. 15:10 mun Ingibjörg Steingrímsdóttir flytja erindi um Bráræðisholtið í Reykjavík.  Klukkan 15:30 er drukkið kaffi og stundinni lýkur kl. 16:00 með stuttri helgistund.  Allir velkomnir.

Sigurður Arnarson, 19/10 2014

Fermingarfræðsla

Fermingarfræðsla mánudaginn 20. október kl.15:10 fellur niður vegna þess að vetrarfrí er í Kársnesskóla.  Næsti vetrarfermingarfræðslutími er 27. október n.k. kl. 15:10.

Sigurður Arnarson, 19/10 2014

Guðsþjónusta 12. október síðastliðinn

Meðfylgjandi myndir voru teknar í guðsþjónustu 12. október s.l.  Eftir guðsþjónustuna var sýngin Leifs Breiðfjörð “Litir ljóssins” opnuð í safnaðarheimilinu Borgum. 

Sigurður Arnarson, 14/10 2014

Guðsþjónusta 19. október

Guðsþjónusta verður 19. október kl. 11:00 í Kópavogskirkju.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.  Sunnudagaskólinn hefst að venju í kirkjunni en flyst svo í safnaðarheimilið Borgir.

Sigurður Arnarson, 14/10 2014

Sameiginleg fermingarfræðsla

Fermingarfræðsla fyrir þau sem sækja vetrarfræðslu og sóttu síðsumarsfræðslu verður þriðjudaginn 14. október kl. 19:30-22:00 í safnaðarheimilinu Borgum.  Foreldrar fermingarbarnanna eru einnig velkomin.  Ragnar Bragason, kvikmyndleikstjóri mun sýna kvikmynd sína “Málmhaus” og fjalla um hana.

Sigurður Arnarson, 14/10 2014

<Skráning í Þjóðkirkjuna

Skrifstofa safnaðarins er í Safnaðarheimilinu Borgum, Hábraut 1a og er opin virka daga á milli 09:00-13:00. Símanúmer kirkjunnar og safnaðarheimilis er: 554 1898. Póstfang safnaðarins er Hábraut 1a, 200 Kópavogur. Netfang: kopavogskirkja@kirkjan.is. Sóknarprestur: Sr. Sigurður Arnarson netfang: sigurdur.arnarson@kirkjan.is. Neyðarsími sóknarprests er: 893 9682. Djákni Kópavogskirkju: Ásta Ágústsdóttir, netfang: asta.agustsdottir@kirkjan.is. Kirkjuvörður er Helga Ósk Einarsdóttir, netfang helga.einarsdottir@kirkjan.is, sími 898 8480. Kirkjan er opin eftir samkomulagi.

Viðtalstímar
Viðtalstímar sóknarprests sr. Sigurðar Arnarsonar eru eftir samkomulagi á mánu-,þriðju, fimmtu- og föstudögum í safnaðarheimilinu Borgum. Sími: 554 1898. Netfang: sigurdur.arnarson@kirkjan.is Viðtalstímar djákna Ástu Ágústsdóttur eru eftir samkomulagi. Sími:554 1898. Netfang: asta.agustsdottir@kirkjan.is. Þjónustan er veitt án endurgjalds

Neyðarþjónusta presta
Vaktsími: 843 0444
Prestar Kópavogs hafa með sér samstarf um sérstakan vaktsíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem alls ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.

Leiga á sal safnaðarheimilis
Salinn í safnaðarheimilinu og kapelluna er hægt að fá leigða undir veislur, fundi og önnur mannamót. Upplýsingar um sali safnaðarheimilisins eru veittar á skrifstofutíma í síma 554 1898 eða með því að senda tölvupóst á netfangið: kopavogskirkja@kirkjan.is

Eftirfylgd við fólk í erfiðum aðstæðum
Kópavogskirkja býður þeim sem eru í erfiðum aðstæðum að taka þátt í verkefni sem auðveldar þeim að komast í gegnum sorg vegna missis. Missir getur verið af ýmsu tagi, heilsubrestur, atvinnumissir, ástvinur sem deyr eða aðrir erfiðleikar sem bjáta á. Þessi þjónusta er að sjálfsögðu að kostnaðarlausu eins og öll sálgæsla kirkjunnar. Allar upplýsingar fást hjá sóknarpresti og djákna kirkjunnar.

 

Hábraut 1a, Kópavogur. Sími Skrifstofa: 554 1898. Kirkja: 554 1898 · Kerfi RSS