Fréttir
Velkomin í Kópavogskirkju
Skrifstofan er opin alla virka daga frá klukkan 09:00-13:00.
Þau sem hafa áhuga á að styrkja endurbætur á gluggum Gerðar Helgadóttur í Kópavogskirkju, get lagt inn frjáls framlög á reikning númer: 0130-15-375312, kennitala 691272-0529.
Orð Dagsins
Viðtöl
Prestar og djákni veita viðtöl eftir samkomulag í safnaðarheimilinu Borgum. Hægt er að hafa samband og panta viðtal í síma: 554 1898 eða með því að senda tölvupóst á netföngin: sigurdur.arnarson@kirkjan.is, gretar.halldor.gunnarsson@kirkjan.is eða asta.agustsdottir@kirkjan.is Þjónustan er veitt án endurgjalds
Leiga á sal safnaðarheimilis
Salinn í safnaðarheimilinu og kapelluna er hægt að fá leigða undir veislur, fundi og önnur mannamót. Upplýsingar um sali safnaðarheimilisins eru veittar á skrifstofutíma í síma 554 1898 eða með því að senda tölvupóst á netfangið: kopavogskirkja@kirkjan.is
Sorgarhópar
Kópavogskirkja býður upp á sorgarhópa á hverju ári og ná til allra sem vilja leita sér hjálpar á erfiðum stundum og hafa misst ástvin. Nánari upplýsingar veita sóknarprestur eða djákni í síma: 554 1898 en skrifstofa safnaðarins er opin 09:00-13:00 á virkum dögum.
Eftirfylgd við fólk í erfiðum aðstæðum
Kópavogskirkja býður þeim sem eru í erfiðum aðstæðum að taka þátt í verkefni sem auðveldar þeim að komast í gegnum sorg vegna missis. Missir getur verið af ýmsu tagi, heilsubrestur, atvinnumissir, ástvinur sem deyr eða aðrir erfiðleikar sem bjáta á. Þessi þjónusta er að sjálfsögðu að kostnaðarlausu eins og öll sálgæsla kirkjunnar. Allar upplýsingar fást hjá prestum og djákna kirkjunnar.
Minninsatriði vegna fermingarfræðslu fyrir veturinn 2024-2025 í Kársnessöfnuði (Kópavogskirkju)
Valið er milli: Síðsumarsnámskeiðs eða Vetrarfræðslu
Síðsumarsnámskeið
Síðsumarsnámskeiðin eru mjög vinsæl hjá okkur. Þau sem klára síðsumarsfræðsluna þurfa ekki að mæta í vikulega vetrarfermingarfræðslu. Við minnum á að síðsumarnámskeiðið verður 20. 21. og 22. ágúst, 2024 frá kl. 9:15-13:00í safnaðarheimilinu Borgum.
Vetrarfermingarfræðslan
Vetrarfermingarfræðslan verður auglýst síðar en hún hefst í byrjun september og tekur mið af stundaskrá Kárnesskóla.
Sameiginlegir fermingarfræðslutímar (fyrir bæði síðsumarfræðslu- og vetrarfræðsluhóp)
Sameiginlegir fermingarfræðslutímar (fyrir bæði síðsumarfræðslu- og vetrarfræðsluhóp) verða fyrir og eftir jól (nánar auglýst síðar) í safnaðarheimilinu Borgum. Aukatímar gætu orðið ef einhverjir komast ekki á fyrirframskipulögðum fræðslutímum. Það yrði auglýst síðar.
Námsgögn
Bækurnar sem eru notaðar heita: Con Dios (Kársnessöfnuður útvegar) og Kirkjulykill (Kársnessöfnuður útvegar og rukkar foreldra eða forráðamenn fyrir). Hægt er að fá Nýja testamentið gefins hjá Kársnessöfnuði og Sálmabókin er lánuð þegar þarf.
Messur
Áríðandi er að fermingarbörn sæki helgihald eins vel og unnt er og að sjálfsögðu allir velkomnir með þeim. Í helgihaldið eru fermingarbörnin beðin um að taka með sér „Kirkjulykilinn“og fylla út sérstök kirkjusóknarblöð í bókinni. Fermingarbörn skrá sig hjá kirkjuverði eftir hverja messu. Foreldrar eru einnig hvött til að sækja helgihaldið með sínum unglingum. Í messunum og guðsþjónustunum er beðið um að fermingarbörn taki tillit til annarra kirkjugesta og hafa í huga að þau eru á helgum stað. Beðið eru um að farsímar (snjallsímar) séu ekki í notkun á meðan helgihaldinu stendur, það sé slökkt á þeim.
Fermingarferð
Dagsetning tilkynnt síðar.Í vetur förum við í fermingarferðalag og dveljum þar í einn dag. Farið verður að morgni og komið til baka að Kópavogskirkju fyrir kvöldmat.
Foreldrum og fermingarbörnum boðið til messu 25. ágúst og 26. janúar 2025.
Messa og upplýsingafundur fyrir fermingarbörn og foreldra verður núna 25. ágúst 2024 í Kópavogskirkju kl. 11.00. Einnig verður boðið til messu og upplýsingafundar eftir áramót, 26. janúar 2025 kl.11:00 í Kópavogskirkju. Mikilvægt er að foreldrar og fermingarbörn komi á þessa fundi.
Fermingardagar vorið 2025 verða sem hér segir:
Sunnudaginn 6. april, 2025, kl. 11:00
Pálmasunnudag 13.april 2025 kl.11:00
Skírdagur 17. apríl 2025, kl. 11:00
Fermingarbörn geta valið fermingardagaeins og undanfarin ár. Hver ferming tekur mislangan tíma en það fer eftir fjölda fermingarbarna hverju sinni. Allir eru að sjálfsögðu velkomnir í fermingarnar.
Tímar fermingaræfinga, vorið 2025
- apríl kl. 16.15 (fyrir þau sem fermast 6. apríl)
- apríl kl. 16.15 (Fyrir þau sem fermast 13. apríl)
- apríl kl. 10.00 (fyrir þau sem fermast 17. apríl)
Kópavogskirkja á heimasíðu:
www.kopavogskirkja.is Þar leitumst við að hafa allar upplýsingar um starfið og ýmsa aðra þætti, sem á Facbook og Instragram.
Fermingarfræðslugjald er 23.388 kr, skv. Gjaldskrá Prestafélags Íslands. Gjald fyrir síðsumarfermingarfræslu greiðist fyrir 23. ágúst n.k. Greiðslukröfur koma í heimabanka annars forsjársaðila í ágúst og fyrir vetrarfermingarfræðsluna seinna í vetur. Ef óskað er eftir að greiða gjaldið síðar vinsamlega sendið tölvupóst á netfagnið:kopavogskirkja@kirkjan.is
VIÐ NOTUM TÖLVUPÓST Í SAMSKIPTUM
MIKILVÆGT er AÐ FÁ NETFÖNG FERMINGARBARNA OG FORELDRA TIL AÐ ALLAR UPPLÝSINGAR BERIST GREIÐLEGA. Allar upplýsingar varðandi safnaðarstarfið verða birtar á www.kopavogskirkja.is