Mál dagsins 4. nóvember

Mál dagsins er vikulega á þriðjudögum frá kl. 14:30-16:00. Næstkomandi þriðjudag hefst stundin á samsöng undir stjórn Friðriks Kristinssonar og Lenku Máteóvá.  Um kl. 15:05 heldur Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn erindi um störf lögreglunar.  Um kl. 15:30 verður drukkið kaffi og stundinni lýkur kl. 16:00 með stuttri helgistund.

Allir hjartanlega velkomnir.

“Húnvetningaguðsþjónusta”

Húnvetningaguðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 2. nóvember n.k. kl.14:00.  Sr. Úrsula Árnadóttir, prédikar og sr. Sigurður Arnarson þjónar fyrir altari.  Húnakórinn syngur undir stjórn Þórhallar Bárðarsonar.

Allir hjartanlega velkomnir.