Messa í Kópavogskirkju 23. nóvember n.k.
Næsta messa verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 23. nóvember n.k. kl.11:00. Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová, kantors kirkjunnar. Sunnudagaskólinn hefst að venju í kirkjunni.
Í messunni verður helgaður og tekinn í notkun nýr grænn hökull, sem saumaður er af Herder Anderson, klæðskerameistara. Hökulinn var unninn í sumar og haust. Eftir messu verður messukaffi í safnaðarheimilinu Borgum.
Allir hjartanlega velkomnir.