Guðsþjónusta 19. október

Guðsþjónusta verður 19. október kl. 11:00 í Kópavogskirkju. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.  Sunnudagaskólinn hefst að venju í kirkjunni en flyst svo í safnaðarheimilið Borgir.

Sameiginleg fermingarfræðsla

Fermingarfræðsla fyrir þau sem sækja vetrarfræðslu og sóttu síðsumarsfræðslu verður þriðjudaginn 14. október kl. 19:30-22:00 í safnaðarheimilinu Borgum. Foreldrar fermingarbarnanna eru einnig velkomin.

Ragnar Bragason, kvikmyndleikstjóri mun sýna kvikmynd sína “Málmhaus” og fjalla um hana.

Mál dagsins

Þriðjudaginn 14. október hefst Mál dagsins að venju kl. 14:30 og stendur til kl. 16:00. Friðrik Kristinsson og Lenka Mátéová stjórna samsöng til kl. kl. 15.05.  Þá mun Leifur Breiðfjörð halda fyrirlestur um verk sín.

Kl. 15:30 er drukkið kaffi og stundinn lýkur kl. 16:00 með stuttri helgistund.

Litir ljóssins

image-381-e1413275439164-500x373 image-391-e1413275505638-373x500 image-403-e1413275660889-373x500 image-411-e1413275815240-500x373 image-421-e1413275725722-500x373 Jólaball-2014-373x500

Mál dagsins

Mál dagsins er á hverjum þriðjudegi kl. 14:30-16:00 í safnaðarheimilinu Borgum.  Í upphafi stjórna Friðrik Kristinsson og Lenka Mátéová samsöng.  Um kl. 15:10 er flutt stutt erindi.  Um kl. 15:30 er drukkið kaffi og með því.  Stundinni lýkur kl. 16:00 með stuttri helgistund.

Þriðjudaginn 7. október s.l. heimsótti dr. Ari Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík starfið og flutt erindi um Háskóla Íslands.

image-11-e1412760053312-500x373

“Litir ljóssins”

Sr. Hjörtur Pálsson heilsaði örstutt upp á Leif við undirbúning sýningarinnar.

Sr. Hjörtur Pálsson heilsaði örstutt upp á Leif við undirbúning sýningarinnar.

Sýning Leifs Breiðfjörð “Litir ljóssins” verður opnuð eftir guðsþjónustu 12. október n.k.  Guðsþjónustan hefst kl. 11:00.  Dr. Karl Sigurbjörnsson, biskup prédikar.  Sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur og Ásta Ágústsdóttir, djákni þjóna fyrir altari.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.  Sunnudagaskólinn hefst í kirkjunni kl.11:00 en flyst eftir guðsþjónustuupphaf í safnaðarheimilið Borgir.  Umsjón með skólanum hafa Bjarmi Hreinsson, Oddur Örn Ólafsson og Ágústa Tryggvadóttir.

Eftir guðsþjónustuna verður sýning Leifs opnuð í Borgum.  Allir hjartanlega velkomnir.

Leifur Breiðfjörð við undirbúning sýningarinnar.

Leifur Breiðfjörð við undirbúning sýningarinnar.

Framkvæmdir við Kópavogskirkju

Þessa daganna er verið að gera við skemmdir sem hafa myndast að utan á Kópavogskirkju.

Meðfylgjandi myndir voru teknar 7. október s.l.

image-7-e1412759273683-373x500 image-8-e1412759312718-373x500

Barna- og fjölskylduguðsþjónusta

Litli kór Kársnesskóla söng í barna- og fjölskylduguðsþjónustu í Kópavogskirkju sunnudaginn 5. október.  Stjórnandi kórsins er Elín Halldórsdóttir.

Meðfylgjandi myndir voru teknar í guðsþjónustunni.

Barna-1-e1412517802458-500x373 Barna-2-e1412517853849-500x373