Hátíðarguðsþjónusta á Nýjársdag
/in Fréttir, Frontpage Article/by Sigurður ArnarsonHátíðarguðsþjónusta verður á Nýjársdag kl.14:00. Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna flytur hátíðarræðu. Sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur þjónar fyrir altari. Forsöngvari: Þórunn Elín Pétursdóttir. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová, kantors. Sungnir verða hátíðarsöngvar sr. Bjarna Þorsteinssonar.
Kirkjuhlaup í Kópavogi
/in Fréttir/by Lilja Katrín GunnarsdóttirALLIR VELKOMNIR MEÐ OKKUR Í KIRKJUHLAUP KÓPAVOGS
Við hittumst tímanlega í Kópavogskirkju og byrjum á notarlegri stund saman þar sem Sigríður Ósk Kristjánsdóttir syngur tvo jólasálma og Lenka Mátéová leikur á orgel. Klukkan 17:40 verður klukkum Kópavogskirkju hringt og við leggjum af stað í sjálft hlaupið.
Við prófuðum þetta í fyrsta skiptið í fyrra og það tókst með eindæmum vel, því ákváðum við að endurtaka leikinn.
Hlaupinn verður ca. 10 km hringur
– ALLIR HLAUPA Á SÍNUM HRAÐA OG NJÓTA –
Hlaupið verður á milli nokkurra kirkna í Kópavogi:
Kópavogskirkja – Hjallakirkja – Lindakirkja – Digraneskirkja – Sunnuhlíðarkapella – Kapellan líknardeildinni – Kópavogskirkja
(Auðvelt að stytta í t.d. 7 km hring með því að sleppa Lindakirkju)
AÐ LOKNU HLAUPI ER BOÐIÐ UPPÁ HLAUPAVÆNAR VEITINGAR Í BORGUM – SAFNAÐARHEIMILI KÓPAVOGSKIRKJU.
Hlaupið er skipulagt af Sigurði Arnarsyni presti í Kópavogskirkju, í samvinnu við Hlaupahóp Þríkó og Bíddu Aðeins.
Kópavogskirkja
/in Fréttir/by greMeðfylgjandi mynd sendi Jón Árni Rúnarsson okkur nýlega.
Jólaball í safnaðarheimilinu Borgum
/in Fréttir/by greSunnudaginn 6. desember s.l. var haldið jólaball í safnaðarheimilinu Borgum. Dansað var kringum jólatré og jólasveinn kom í heimsókn. Meðfylgjandi myndir voru teknar á ballinu.
Mál dagsins 15. desember
/in Fréttir/by greMál dagsins verður 15. desember n.k. og hefst að venju kl. 14:30 með samsöng í umsjón Lenku Matéová og Friðriks Kristinssonar. Klukkan 15:10-15:30 mun Marta Johnsson, skókaupakona í Lundúnum flytja erindi. Klukkan 15:30 verður drukkið kaffi og stundinni lýkur kl. 16:00 með bæn og blessun. Allir hjartanlega velkomnir.
Um Kópavogskirkju
Skrifstofa safnaðarins er í Safnaðarheimilinu Borgum, Hábraut 1a og er opin virka daga á milli 09:00-13:00. Símanúmer kirkjunnar og safnaðarheimilis er: 554 1898. Póstfang safnaðarins er Hábraut 1a, 200 Kópavogur. Netfang: kopavogskirkja@kirkjan.is.
Sóknarprestur: Sr. Sigurður Arnarson: sigurdur.arnarson@kirkjan.is
Prestur: Sr. Grétar Halldór Gunnarsson: gretar.halldor.gunnarsson@kirkjan.is
Djákni Kópavogskirkju: Ásta Ágústsdóttir, netfang: asta.agustsdottir@kirkjan.is
Tónlistarstjóri: Elísa Elíasdóttir: elisaeliasdottir@gmail.com
Kirkjuvörður er Dóra Guðrún Þorvarðardóttir, netfang kirkjuvordur@kopavogskirkja.is
Kirkjan er opin eftir samkomulagi.