Eldklerkurinn, leiksýning 31. mars n.k. kl. 20:00 í Kópavogskirkju

Möguleikhúsið sýnir „Eldklerkinn“ í Kópavogskirkju þriðjudaginn 31. mars n.k. klukkan 20:00.  Sýningin er samvinnuverkefni Þjóðkirkjusafnaðanna í Kópavogi.

Enginn aðgangseyrir og allir að sjálfsögðu hjartanlega velkomnir.

Eldklerkurinn er einleikur um séra Jón Steingrímsson og Skaftárelda. Jón Steingrímsson er kunnastur fyrir eldmessuna er hann flutti í miðjum Skaftáreldum, en hver var hann, hvaðan kom hann og hver urðu örlög hans? Hér er sögð saga frá 18. öld af góðum bónda, lækni og presti sem þarf að takast á við afleiðingar skelfilegustu náttúruhamfara Íslandssögunnar á tímum örbirgðar og undirokunar.  Leikverkið byggir að mestu á skrifum Jóns, en um leið vekur það spurningar um hliðstæður við hamfarir af völdum manna og náttúru sem yfir þjóðina hafa dunið á síðustu árum.

Eldklerkurinn-Kópavogskirkju1-356x500

Mál dagsins 17. mars n.k.

Mál dagsins hefst að venju þriðjudaginn 17. mars n.k. klukkan 14:30 með samsöng undir stjórn Friðriks Kristinssonar og Lenku Mátéová.  Klukkan 15:10 flytur unglingakór, skipaður um 40 ungum karlmönnum á aldrinum 14-17 ára frá Bandaríkjunum tónleika í 20 mínútur.  Um kl. 15:30 verður drukkið kaffi. Stundinni lýkur kl. 16:00 með stuttri helgistund.  Nánari upplýsingar á ensku um kórinn:

The Roxbury Latin Glee Club – limited to 80 voices – is open by audition to boys in grades 9-12. Their repertoire includes a diverse selection of sacred music, folk songs, musical theater pieces, and traditional songs for men’s chorus. Each year the Glee Club collaborates with a local girls’ school to perform a major choral work; in recent years, such performances have included Vivaldi’s Gloria, Haydn’s Lord Neslon Mass, Rutter’s Requiem, Mendelssohn’s Elijah, Beethoven’s Mass in C, Fauré’s Requiem, and Brahms’ Liebeslieder Waltzes. The Glee Club also makes a spring concert tour (over the past three years to San Francisco, New Mexico, and Italy). About 40 boys are expected to tour with the Glee Club to Iceland in March 2015.

The Latonics, made up of 15 singers selected from the Glee Club, perform more sophisticated and challenging a cappella music. They sing madrigals, motets, folk songs, and contemporary popular pieces, often in original arrangements by group members. They have released several albums, and two Latonics recordings have been selected for the Best of High School A Cappella compilation albums.

Rob Opdycke, Director of Music. Rob grew up outside of Boston, MA in the town of North Attleborough. He attended Harvard University, where he majored in Environmental Science, sang in the Harvard Glee Club, and studied choral conducting with Dr. Jameson N. Marvin. He was also Music Director for the Harvard-Radcliffe Veritones, a student-run a cappella group. Upon graduation from college, Rob immediately began his current position of Director of Music at the Roxbury Latin School. Under his direction, the Roxbury Latin Glee Club has performed in concert tours across the United States and in Bermuda, England, Central Europe, and Italy. Outside of RL, Rob sings with the professional vocal band, Similar Jones.

The Roxbury Latin School.  Founded in 1645, Roxbury Latin is the oldest school in continuous existence in North America. The School has 300 boys in grades 7-12. It seeks bright and promising students of various backgrounds from all segments of the Greater Boston community. The School’s 120-acre campus is located in the southwestern part of the city of Boston, in West Roxbury. Roxbury Latin’s endowments and the generosity of its alumni, parents, and friends enable the School to maintain a distinguished faculty, to charge a relatively low tuition, and to admit boys without regard to their parents’ ability to pay monthly check out loanstool easy loans. The opportunities afforded by the School are therefore available to a uniquely diverse student body.

Barna- og fjölskylduguðsþjónusta 15. mars n.k.

Barna- og fjölskylduguðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 15. mars n.k. kl. 11:00.  Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur þjónar fyrir altari.

Stúlkur úr 7. bekk Kársnesskóla syngja undir stjórn Elínar Halldórsdóttur.  Sunnudagaskólinn tekur þátt í guðsþjónustunni en skólann annast þau: Ágústa Tryggvadóttir, Bjarmi Hreinsson og Oddur Örn Ólafsson.

Mál dagsins 10. mars

Næsta “Mál dagsins” verður þriðjudaginn 10. mars n.k. í safnaðarheimilinu Borgum. Stundin hefst að venju með samsöng undir stjórn Lenku Mátéová og Friðriks Kristinssonar.

Klukkan 15:10-15:30 verður fyrirlestur frá nýsköpunarfyrirtækinu Levo. Fjallað verður um nýjungar í samskiptum okkar við tölvur og hvernig þær geta bætt vinnuumhverfi. Tómas Páll Máté og félagar hans í fyrirtækinu kynna.

Stundinni lýkur kl. 16:00 með stuttri helgistund. Félagar úr starfi eldri borgara í Digranessókn taka þátt í stundinni að þessu sinni.

Guðsþjónusta 8. mars n.k.

Guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 8. mars n.k. kl. 11:00. Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová. Sunnudagaskólinn hefst í kirkjunni að venju.

Fermingaræfingar og próf í fermingarfræðslu, mars 2015

Eftirfarandi eru nokkur mikilvæg minnisatriði vegna fermingarfræðslunnar og ferminganna framundan:

Vinsamlega sendið ritingarorðin sem fermingarbörnin, sem fermast í Kópavogskirkju velja sér (hugmyndir má nálgast á www.kopavogskirkja.is) til okkar á netfangið kopavogskirkja@kirkjan.is, við fyrsta hentugleik

Frmingarbörn sem eiga eftir að máta fermingarkyrtla geta gert það mánudaginn 16. mars n.k. kl. 15:45-16:15 í Kópavogskirkju:

Sendur verður tölvupóstur til þeirra sem eiga eftir að staðfesta skírnardag fermingarbarns.

Fermingarfræðslupróf:

Mánudaginn 16. mars, kl. 15:10-8Þ

Mánudaginn 16. mars. kl. 15:40 -8Ö

Mánudaginn 16. Mars. kl. 16:10-8Æ

Allir skili “Kirkjulyklinum” útfylltum á prófdegi.

Fermingaræfingar verða eftirtalda daga (nauðsynlegt að allir séu á æfingum):

Þau sem fermast 22. mars æfa: fimmtudaginn 19. mars, kl. 16:00-17:00 og föstudaginn 20. mars, kl. 16:00-17:00

Þau sem fermast 29. mars æfa: fimmtudaginn 26. mars, kl. 16:00-17:00 og föstudaginn 27. mars, kl. 16:00-17:0

Þau sem fermast 2. apríl æfa: mánudaginn 30. mars, kl. 10:30-11:30 og þriðjudaginn 31. mars, kl. 10:30-11:30

Fermingarnar, 22. mars, 29. mars og 2. apríl hefjast kl. 11:00

Fermingarfræðsla fellur niður í dag.

Vegna óviðráðanlegra aðstæðna fellur fermingarfræðsla niður í dag.