Helgistund 28. júní kl.11:00
Helgistund verður 28. júní n.k. kl.11:00 í Kópavogskirkju. Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, prédikar og þjónar fyrir altari.
Helgistund verður 28. júní n.k. kl.11:00 í Kópavogskirkju. Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, prédikar og þjónar fyrir altari.
Sýning Hafdísar Bennett í safnaðarheimilinu Borgum er opin virka daga í júní frá kl. 09:00-13:00 og eftir samkomulagi.
Guðsþjónustu- og messuskrá í Kópavogskirkju, sumarið 2015
28. júní, kl.11:00 Helgistund. Sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari
5. júlí, kl. 11:00 Guðsþjónusta. Sr. Sigfús Kristjánsson, prédikar og þjónar fyrir altari
12. júlí, kl.11:00 Guðsþjónusta. Sr. Sr. Guðni Már Harðarson,prédikar og þjónar fyrir altari
19. júlí, kl.11:00 Guðsþjónusta. Sr. Magnús Börn Björnsson, prédikar og þjónar fyrir altari
26. júlí, kl.11:00 Guðsþjónusta. Sr. Guðmundur K. Brynjarsson, prédikar og þjónar fyrir altari Þorvaldur Halldórsson annast tónlist
2. ágúst, kl.11:00 Guðsþjónusta. Sr. Sr. Magnús Björn Björnsson, prédikar og þjónar fyrir altari
9. ágúst, kl.11:00 Guðsþjónusta. Sr.Sveinn Alfreðsson, prédikar og þjónar fyrir altari
16. ágúst, kl.11:00 Guðsþjónusta. Sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari
23. ágúst, kl.11:00 Guðsþjónusta. Sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari
30. ágúst, kl.11:00 Messa. Fermingarbörn, vorið 2016 og foreldrar þeirra sérstaklega boðaðir. Fundur á eftir um ferms.
Kópavogskirkja stendur á Borgarholti og blasir við mörgum, sem leggja leið sína um bæinn. Kirkjan var lengi vel eina kirkjan í Kópavogi og liggja rætur margra til hennar enda tákn Kópavogs og í merki bæjarins. Kirkjan var vígð árið 1962 og þarf á verulegri viðgerð að halda meðal annars: á steypu, þaki og gluggum. Einnig þarf að mála kirkjuna að utan og innan.
Steindir gluggar Gerðar Helgadóttur, sem eru einstök listaverk liggja undir skemmdum. Vegna erfiðrar fjárhagsstöðu hefur Kársnessókn ekki bolmagn til að ráðast í nauðsynlegar framkvæmdir. Unnið hefur verið að áætlun um þann kostnað, sem hlýst af því að ljúka verkinu og eru það um 12 milljónir króna.
Kópavogskirkja leitar til sóknarbarna og velunnara um aðstoð. Á fundi Bæjarráðs Kópavogs 15. maí síðastliðinn var samþykkt að styrkja Kársnessókn við framkvæmdina.
Söfnunarreikningur vegna verksins er: 0536-26-630000, kennitala: 691272-0529
Sunnudaginn 14. júní verður útvarpað messu í Kópavogskirkju kl. 11:00. Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.
Guðsþjónusta verður á sjómannadegi 7. júní n.k. kl. 11:00 í Kópavogskirkju. Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.
Skrifstofa safnaðarins er í Safnaðarheimilinu Borgum, Hábraut 1a og er opin virka daga á milli 09:00-13:00. Símanúmer kirkjunnar og safnaðarheimilis er: 554 1898. Póstfang safnaðarins er Hábraut 1a, 200 Kópavogur. Netfang: kopavogskirkja@kirkjan.is.
Sóknarprestur: Sr. Sigurður Arnarson: sigurdur.arnarson@kirkjan.is
Prestur: Sr. Grétar Halldór Gunnarsson: gretar.halldor.gunnarsson@kirkjan.is
Djákni Kópavogskirkju: Ásta Ágústsdóttir, netfang: asta.agustsdottir@kirkjan.is
Tónlistarstjóri: Elísa Elíasdóttir: elisaeliasdottir@gmail.com
Kirkjuvörður er Dóra Guðrún Þorvarðardóttir, netfang kirkjuvordur@kopavogskirkja.is
Kirkjan er opin eftir samkomulagi.