Mál dagsins

Í “Máli dagsins” 6. október næstkomandi hefst stundin að venju með samsöng undir stjórn Lenku Mátéová og Friðriks Kristinssonar. Um kl. 15:10 heldur Þuríður Óttarsdóttir, aðstoðarskólastjóri Kársnesskóla erindi um skólastarfið. Klukkan 15:30 verður drukkið kaffi og stundinni lýkur kl. 16:00 með stuttri helgistund.

Allir velkomnir.

Kirkjustarf fyrir 1.-4. bekk í vetur

Barnastarf í Kópavogskirkju fyrir nemendur 1.-4. bekkjar 

Verið velkomin í starfið. Starfið hefst miðvikudaginn 7. október næstkomandi. Við munum hittast alla miðvikudaga frá 7. október – 2. Desember og svo aftur eftir áramót.

1.-2. bekkur mun mæta frá kl 14:00-15:00 og 3.-4. bekkur frá 15:30-16:30.

Börn úr 1 og 2. bekk verða sótt um kl 13:45 í Dægradvöl Kársnesskóla og gengið til baka rúmlega 15:00. Börn úr 3.- 4. bekk verða sótt í Dægradvöl um kl. 15:00 og starfinu lýkur kl 16:30. Dagskráin verður með svipuðu sniði og í fyrra. Munum við reyna að hafa dagskrána sem fjölbreyttasta þannig að það sé eitthvað fyrir alla.

Dagskrá vetrarins:

7. október – Kynning á starfinu og skemmtilegir leikir
14. október – Tjáning, samskipti og leikir
21. október – Ratleikur
28. október – Vinátta og leikir
4. nóvember – Plakatgerð og spil
11. nóvember – Video, popp og djús
18. nóvember – “Minute to win it”
25. nóvember – Skreyta piparkökur
2. desember – Jólaföndur

Vinsamlega látið Dægradvöl einnig vita að barnið taki þátt í þessu starfi.

Hlökkum til að sjá sem flesta.

Bestu kveðjur,

Ýr Sigurðardóttir og Helgi Steinn Björnsson

Fermingarfræðsla

Þann 28. september verður í safnaðarheimilinu Borgum fyrsta sameiginlega fermingarfræðsla vetrarins klukkan 16:00-16:40 (í fræðsluna eiga að mæta þau sem sóttu síðsumarsfræðslu og þau sem sækja fræðsluna í vetur).

  • Unglingarnir skulu mæta með hefðbundin námsgögn ( „Con Dios“, „Kirkjulykilinn“, Nýja testamenntið, skriffæri og vinnubók).
  • Í fermingarfræðslunni verður látin ganga listi, þar sem fermingarbörnin geta skráð sig, sem guðsþjónustu- og messuþjóna í helgihaldinu á sunnudögum í vetur.
  • Foreldrar eru hjartanlega velkomnir að taka þátt í þeirri þjónustu með unglingunum sínum ef tök eru á.

Æskulýðsfundir fyrir 8. bekk hefjast í næstu viku á þriðjudeginum 6. október í safnaðarheimilinu Borgum.

  • Fundirnar standa frá kl. 20:00-21:30 og eru hugsaðir sem hluti af fermingarfræðslunni í vetur.
  • Fundirnar hafa verið afar vel sóttir af fermingarbörnunum.
  • Leiðtogar í þessu starfi eins og síðustu ár eru þau: Ýr Sigurðardóttir, Ágústa Ágústsdóttir og Helgi Steinn Björnsson.

Miðvikudaginn 7. október er fermingarfræðsluferð í Vatnaskóg.

  • Farið verður frá Kópavogskirkju kl. 08:15 (ekki kl. 08:00 eins og áður var auglýst) og komið heim um 21:00 sama dag.
  • Reykjavíkurprófastsdæmi eystra og Kársnessöfnuður niðurgreiða ferðina að hluta til fyrir hvern og einn.
  • Kársnesskóli óskar eftir að sótt sé um leyfi til skólans vegna ferðarinnar.

Guðsþjónusta 4. október

Guðsþjónusta verður 4. október n.k. kl. 11:00. Dr. Karl Sigurbjörnsson, biskup prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová. Sunnudagaskólinn hefst að venju í kirkjunni.

Sameiginleg fermingarfræðsla

Sameiginleg fermingarfræðsla verður mánudaginn 28. september kl. 16:00-16:40 í safnaðarheimilinu Borgum.

Fræðslan er fyrir allan hópinn, það er þau sem sóttu síðsumarsfermingarfræðslu og sækja nú vetrarfermingarfræðslu.

Mál dagsins 29. september

Mál dagsins verður 29. september n.k. kl. 14:30-16:00. Stungið verður undir stjórn Friðriks Kristinssonar og Lenku Máteóvá. Um kl. 15:10 heldur Gísli Rafn Ólafsson erindi um starf sitt á vegum hjálparsamtaka. Klukkan 15:30 er drukkið kaffi og stundinni lýkur kl. 16:00 með stuttri helgistund.

Allir hjartanlega velkomnir.

Foreldrarmorgnar og barnastarf

Foreldramorgnar

Á hverjum fimmtudegi frá klukkan 10:00-12:00 í safnaðarheimilinu Borgum. Umsjón með starfinu hefur Magnea Tómasdóttir, söngkona. Allir foreldrar ungra barna velkomnir. Reglulega eru heimsóknir frá aðilum með fræðslu og kynningar á ýmsu, sem tengist börnum og barnauppeldi.

Starfið hefst 24. september n.k.

Sunnudagaskólinn

Hvern sunnudag klukkan 11:00. Lögð er áhersla á fræðslu um kristna trú, gleði og söng. Sagðar eru sögur, brúður koma í heimsókn og ýmislegt annað. Sunnudagaskólann annast þau: Þóra Marteinsdóttir, tónmenntakennari, Bjarmi Hreinsson, háskólanemi, Oddur Örn Ólafsson, menntaskólanemi og sr. Sigurður Arnarson.

Sunnudagaskólinn hófst 6. september síðastliðinn.

Starf fyrir börn í 1.-2. bekk

Á miðvikudögum klukkan 14:00-15:00 í safnaðarheimilinu Borgum. Með því að senda tölvupóst á netfangið kopavogskirkja@kirkjan.is geta foreldrar eða forráðamenn skráð og óskað eftir því að náð sé í börn þeirra í Dægradvöl í Kársnesskóla og farið með þau þangað aftur að kirkjustarfi loknu.

Starfið hefst 7. október n.k.

Starf fyrir börn í 3.-4. bekk

Á miðvikudögum kl.15:30-16:30 í safnaðarheimilinu Borgum. Með því að senda tölvupóst á netfangið kopavogskirkja@kirkjan.is geta foreldrar eða forráðamenn skráð og óskað eftir því að náð sé í börn þeirra í Dægradvöl í Kársnesskóla og farið með þau þangað aftur að kirkjustarfi loknu.

Starfið hefst 7.október n.k.

Æskulýðsstarf fyrir 8. bekk

Starfið er ætlað unglingum í 8. bekk. Fundir eru á þriðjudagskvöldum frá kl. 20:00-21:30 í safnaðarheimilinu Borgum. Umsjón með fundunum hafa: Helgi Steinn Björnsson, háskólanemi, Ýr Sigurðardóttir, háskólanemi og Ágústa Tryggvadóttir, menntaskólanemi.

Starfið hefst 6. október n.k.

Vikan í Kópavogskirkju

Vikudagskrá í Kópavogskirkju, veturinn 2015-2016

Sunnudagar:

Guðsþjónustur eða messur kl. 11:00. Sunnudagaskólinn hefst í kirkjunni en flyst eftir upphaf í safnaðarheimilið Borgir.

Mánudagar:

Skrifstofan opin 09:00-13:00
Vetrarfermingarfræðsla kl.16:00-16:40
Sameiginleg fermingarfræðsla hópa einu sinni í mánuði kl.16:00-16:40.

Þriðjudagar:

Skrifstofan opin 09:00-13:00
Hádegisbænir í kirkju kl.12:10 og síðan hádegisverður í safnaðarheimilinu “Borgum”.
“Mál dagsins” í safnaðarheimilinu frá kl.14:30-16:00
Sóknarnefndarfundir eru fyrsta þriðjudag í mánuði frá kl. 17:15

Miðvikudagar:

Skrifstofan opin 09:00-13:00
Starf fyrir 1-2 bekk í safnaðarheimili frá kl.14:00-15:00
Starf fyrir 3-4 bekk í safnaðarheimili frá kl.15:30-16:30
Kóræfingar frá kl. 19:30-22:00

Fimmtudagar:

Skrifstofan opin 09:00-13:00
Foreldramorgnar í safnaðarheimili 10:00-12:00
Helgistund kl.16:00 í Sunnuhlíð

Föstudagar

Skrifstofan opin 09:00-13:00

Guðsþjónusta 27. september

Guðsþjónusta verður 27. september klukkan 11:00. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová. Sunnudagaskólinn hefst í kirkju að venju.

Mál dagsins 22. september

Mál dagsins 22. september hefst að venju með samsöng undir stjórn Lenku Mátéová og Friðrik Kristinssonar. Kl. 15:10 heldur Arna Schram erindi um menningarmálefni. Um kl. 15:30 er drukkið kaffi og með því. Stundinni lýkur kl. 16:00 með stuttri helgistund.

Allir hjartanlega velkomnir.