Barna- og fjölskylduguðsþjónusta á Æskulýðsdegi Þjóðkirkjunnar

Barna- og æskulýðsguðsþjónusta verður sunnudaginn 6. mars n.k. kl. 11:00 í Kópavogskirkju á Æskulýðsdegi Þjóðkirkjunnar.  Nemendur úr 4. bekk Kársnesskóla syngja undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur og einnig nemendur úr Skólakór Vatnsendaskóla undir stjórn Þóru Marteinsdóttir.  Hljómsveit leikur undir.  Sr. Sigurður annast stundina ásamt Þóru og Bjarma Hreinssyni.  Allir hjartanlega velkomnir.

Prjónahópur

Prjónahópur verður fimmtudaginn 3. mars kl. 19:30  í safnaðarheimilinu Borgum.  Allir velkomnir.

Samkór Kópavogs í heimsókn í Máli dagsins

Félagar í Samkór Kópavogs komu í heimsókn í Mál dagsins þriðjudaginn 1. mars síðastliðinn og sungu nokkur lög undir stjórn Friðriks Kristinssonar.  Samkórinn fagnar 50 ára afmæli síðar á árinu.  Þökkum við þeim þessa góðu heimsókn og allt þeirra góða starf.