Barna- og fjölskylduguðsþjónusta 2. október, kl.11:00
Barna- og fjölskylduguðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 2.október n.k. kl.11:00. Skólakór Kársnes syngur undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttir. Allir hjartanlega velkomnir.
Barna- og fjölskylduguðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 2.október n.k. kl.11:00. Skólakór Kársnes syngur undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttir. Allir hjartanlega velkomnir.
Mál dagsins verður að venju þriðjudaginn 26. september og hefst kl. 14:30 með samsöng undir stjórn Friðriks Kristinssonar. Kl. 15:10 heldur Sigríður Snæbjörnsdóttir erindi. Kl. 15:30 er drukkið kaffi og lýkur stundinni kl. 16:00 með bæn og blessun. Allir hjartanlega velkomnir.
Fermingarnámskeið í Vatnaskógi verður fimmtudaginn 20. október 2016. Lagt af stað kl. 8:30 frá Kópavogskirkju (tilkynnt nánar þegar nær dregur).
Vetrarfermingarfræðsla fer fram eftir nánari samkomulagi.
Æskulýðsfundir hefjast 6. október n.k. kl. 20:00 í safnaðarheimilinu Borgum.
Sameiginleigir fermingarfræðlsutímar (fyrir síðsumars- og vetrarfermingarfræðslu) eru (áðir auglýstir timar falla niður):
27. október, kl. 20:00-21:30 (æskulýðsfundartími),
10. nóvember kl. 19:30-22:00 (á æskulýðsfundartíma). Í fræðsluna 10. nóvember eru annað hvort eða báðir foreldrar eða forráðamenn beðin um að mæta í fræðsluna (sýnd verður kvikmyndin Málmhaus).
18. janúar 2017 (miðvikudagur og starfsdagur í Kársnesskóla) frá kl. 08:30-13:00.
Seinni fundur með fermingarbörnum og foreldrum og forráðamönnum verður eftir messu kl.11:00 sunnudaginn 29. janúar, 2016 og þá verður rætt um fermingarathöfnina og framkvæmd hennar.
Fermingardagar 2017 verða sem hér segir:
Sunnudagurinn 2. apríl, 2017, kl.11:00
Pálmasunnudagur 9. apríl , 2017, kl. 11:00
Skírdagur 13. apríl, 2017, kl. 11:00
Fermingarbörn geta valið fermingardaga eins og undanfarin ár. Hver ferming tekur mislangan tíma en það fer eftir fjölda fermingarbarna hverju sinni. Allir eru að sjálfsögðu velkomnir í fermingarnar.
Æfingar fyrir fermingarmessur eru í Kópavogskirkju:
Sunnudaginn 2. apríl, kl. 11:00, þá verður æft 30 og 31. mars kl. 16:00-17:00
Pálmasunnudag 9. apríl, kl. 11:00, þá verður æft 6 og 7. apríl kl. 16:00-17:00.
Skírdag 13. apríl, kl.11:00, þá verður æft 10 og 11. apríl, kl. 16:00-17:00.
Guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 25. september n.k. kl. 11:00. Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Peter Máté. Kl. 11:00 hefst í safnaðarheimilinu smiðja fyrir börn með áherslu á dæmisögur Biblíunnar. Allir velkomnir.
Séra Árni Pálsson lést 16. september síðastliðinn, 89 ára að aldri. Hann var fæddur á Stóra-Hrauni í Kolbeinsstaðahreppi 9. júní 1927, sonur Önnu Árnadóttur frá Stóra-Hrauni og Páls Geirs Þorbergssonar verkstjóra frá Syðri-Hraundal. Árni lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1948 og guðfræðiprófi árið 1954. Hann sinnti ýmsum störfum, meðal annars kennslu við Gagnfræðaskólann við Lindargötu fram að því að hann tók vígslu 1961 og kenndi á Snæfellsnesi og við Þroskaþjálfaskólann meðfram prestsstörfum. Hann var sóknarprestur í Söðulsholti í Eyjahreppi 1961-1971 og þjónaði þá við sóknir á Mýrum og í Hnappadal. Varð sóknarprestur í Kársnesprestakalli árin 1971-1990 og síðan prestur á Borg á Mýrum 1990-1995.
Árið 1971 var Kópavogsprestakalli skipt upp í Kársnes- og Digranesprestakall og varð sr. Árni fyrsti sóknarprestur hér. Sr. Árni var einstakur í framgöngu og framkomu með hjartahlýju sinni og öllu góðu. Með þakklæti og virðingu þakkar Kársnessókn fyrir einstaka samfylgd með sr. Árna og fjölskyldu. Guð geymi þau og leiði í öllu þeirra.
Jafnhliða preststörfum sinnti sr. Árni ýmsum félags- og trúnaðarstörfum meðal annars á sviði æskulýðsmála og á Snæfellsnesi var hann driffjöður í félagsstarfi hestamanna. Þá var hann þekktur sem snjall ræðumaður við ýmis tækifæri og oft kallaður til sem slíkur á góðum stundum. Einnig sinnti sr. Árni ýmsum félags- og trúnaðarstörfum fyrir hönd presta og skrifaði greinar um guðfræðileg efni og samfélagsmál í blöð og tímarit. Þá sinnti hann kennslu meðal annars við Þroskaþjálfaskóla Íslands sem starfræktur var í Kópavogi.
Eftirlifandi eiginkona sr. Árna er Rósa Björk Þorbjarnardóttir, fyrrverandi kennari og endurmenntunarstjóri. Börn þeirra eru Þorbjörn Hlynur prófastur á Borg, Þórólfur verkfræðingur, nú forstjóri Samgöngustofu, Anna Katrín ráðgjafi hjá Advania og Árni Páll alþingismaður og fyrrverandi ráðherra.
Útför séra Árna fer fram frá Hallgrímskirkju í Reykjavík fimmtudaginn 22. september klukkan 15.
Hvern sunnudag frá og með 25. september n.k. verður kl. 11:00 í safnaðarheimilinu Borgum smiðja með börnum. Unnið verður með dæmisögur úr Biblíunni og þær settar svo upp til dæmis: með aðstoð tónlistar og leiklistar. Ætlað börnum á öllum aldri. Allir hjartanlega velkomnir.
Farið verður þriðjudaginn 20. september n.k. kl. 10:00 frá safnaðarheimilinu Borgum. Áætluð koma í safnaðarheimlið er um kl.17:00. Ferðin kostar 6000 á mann (ferðir og matur innifalinn) og allir eru velkomnir. Takmarkað framboð er á sætum. Skráningu lýkur 16. september n.k.
Skrifstofa safnaðarins er í Safnaðarheimilinu Borgum, Hábraut 1a og er opin virka daga á milli 09:00-13:00. Símanúmer kirkjunnar og safnaðarheimilis er: 554 1898. Póstfang safnaðarins er Hábraut 1a, 200 Kópavogur. Netfang: kopavogskirkja@kirkjan.is.
Sóknarprestur: Sr. Sigurður Arnarson: sigurdur.arnarson@kirkjan.is
Prestur: Sr. Grétar Halldór Gunnarsson: gretar.halldor.gunnarsson@kirkjan.is
Djákni Kópavogskirkju: Ásta Ágústsdóttir, netfang: asta.agustsdottir@kirkjan.is
Tónlistarstjóri: Elísa Elíasdóttir: elisaeliasdottir@gmail.com
Kirkjuvörður er Dóra Guðrún Þorvarðardóttir, netfang kirkjuvordur@kopavogskirkja.is
Kirkjan er opin eftir samkomulagi.