Aðventutónleikar Kórs Kópavogskirkju

„Kom engill til mín“.  Miðvikudagur 7. desember kl. 20:00-21:00.Aðventutónleikar Kórs Kópavogskirkju í safnaðarheimilinu Borgum. Fjölbreytt hátíðleg og hlýleg aðventu- og jólalög flutt.  Stjórnandi Lenka Mátéová.  Meðleikari Peter Máté. Engin aðgangseyrir og boðið upp á heitt kakó og smákökur eftir tónleika.

Barna- og fjölskylduguðsþjónusta og jólaball

Barna- og fjölskylduguðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 4. desember n.k. og hefst kl. 11:00.  Sungið verður meðal annars;  „Kærleikslagið“ úr sunnudagasmiðju.  Skólakár Kársnes syngur undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur.  Á eftir verður jólaball í safnaðarheimilinu Borgum.  Dansað kringum jólatré og von er á rauðklæddum gestum.  Enginn aðgangseyrir og allir hjartanlega velkomnir.Jolaball-2015-Jolasveinn

Æskulýðsfundir

Æskulýðsfundir eru á fimmtudagskvöldum í safnaðarheimilinu Borgum kl. 20:00.  Fundirnar hefjast aftur 19. janúar eftir jólafrí.  Meðfylgjandi mynd var tekin fimmtudagskvöldið 1. desember af félögum í spurningarkeppni.

Prjónahópur

Meðfylgjandi mynd var tekin 1. desember af Prjónahóp í safnaðarheimilinu Borgum.  Hópurinn hittist annan hvorn fimmtudag í safnaðarheimilinu Borgum.img_4099