Mál dagsins 19. janúar

Næsta „Mál dagsins“ verður þriðjudaginn 19. janúar n.k og hefst kl. 14:30 með samsöng undir stjórn Lenku Mátéová og Friðriks Kristinssonar.  Kl. 15:10 heldur Helgi Árnason, skólastjóra erindi um skólastarfið í dag.  Klukkan 15:30 er drukkið kaffi og stundinni lýkur kl.16:00 með bæn og blessun.

Guðsþjónusta 17. janúar

Guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 17. janúar n.k. kl.11:00.  Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Máteóvá.  Sunnudagaskólinn hefst að venju í guðsþjónustunni en flyst svo í safnaðarheimilið Borgir.  Allir hjartanlega velkomnir.

Foreldramorgnar

Hvar:                  Í Borgum – safnaðarheimili Kópavogskirkju  Hvenær:    Alla fimmtudagsmorgna kl. 10:00 – 12:00.  Hefjast aftur eftir áramót 14. janúar.

 Notaleg samverustund fyrir mömmur og pabba þar sem hægt er að spjalla um allt milli himins og jarðar, leita ráða og bera saman bækur sínar. Hverri samveru lýkur með söngstund með krílunum. Reglulega koma gestir í heimsókn með fræðslu og kynningu á hinum ýmsu málefnum.  Finndu okkur á Facebook: Foreldramorgnar í Kópavogskirkju og kopavogskirkja.is. Kópavogskirkja sími: 554 1898

Næsta guðsþjónusta verður 10. janúar n.k.

Næsta guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 10. janúar n.k. kl. 11:00.  Sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Julian Hewitt.  Sunnudagaskólinn hefst aftur á sama tíma eftir jólafrí.  Allir hjartanlega velkomnir.