Fermingarfræðsla veturinn 2016-2017, minnispunktar

Fermingarnámskeið í Vatnaskógi verður fimmtudaginn 20. október 2016. Lagt af stað kl. 8:30 frá Kópavogskirkju (tilkynnt nánar þegar nær dregur).

Vetrarfermingarfræðsla fer fram eftir nánari samkomulagi.

 Æskulýðsfundir hefjast 6. október n.k. kl. 20:00 í safnaðarheimilinu Borgum.

 Sameiginleigir fermingarfræðlsutímar (fyrir síðsumars- og vetrarfermingarfræðslu) eru (áðir auglýstir timar falla niður):

27. október, kl. 20:00-21:30 (æskulýðsfundartími),

10. nóvember kl. 19:30-22:00 (á æskulýðsfundartíma). Í fræðsluna 10. nóvember eru annað hvort eða báðir foreldrar eða forráðamenn beðin um að mæta í fræðsluna (sýnd verður kvikmyndin Málmhaus).

18. janúar 2017 (miðvikudagur og starfsdagur í Kársnesskóla) frá kl. 08:30-13:00.

 Seinni fundur með fermingarbörnum og foreldrum og forráðamönnum verður eftir messu kl.11:00 sunnudaginn 29. janúar, 2016 og þá verður rætt um fermingarathöfnina og framkvæmd hennar.

Fermingardagar 2017 verða sem hér segir:

 Sunnudagurinn 2. apríl, 2017, kl.11:00

Pálmasunnudagur 9. apríl , 2017, kl.  11:00

Skírdagur 13. apríl, 2017, kl. 11:00

Fermingarbörn geta valið fermingardaga eins og undanfarin ár. Hver ferming tekur mislangan tíma en það fer eftir fjölda fermingarbarna hverju sinni. Allir eru að sjálfsögðu velkomnir í fermingarnar.

Æfingar fyrir fermingarmessur eru í Kópavogskirkju:

Sunnudaginn 2. apríl, kl. 11:00, þá verður æft 30 og 31. mars kl. 16:00-17:00

Pálmasunnudag 9. apríl, kl. 11:00, þá verður æft 6 og 7. apríl kl. 16:00-17:00.

Skírdag 13. apríl, kl.11:00, þá verður æft 10 og 11. apríl, kl. 16:00-17:00.

 

Guðsþjónusta 25. september kl. 11:00

Guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 25. september n.k. kl. 11:00.  Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Peter Máté.  Kl. 11:00 hefst í safnaðarheimilinu smiðja fyrir börn með áherslu á dæmisögur Biblíunnar.  Allir velkomnir.

Andlát séra Árna Pálssonar, fyrrverandi sóknarprests Kársnessóknar

8278691880_dc064c3267_hSéra Árni Pálsson lést 16. september síðastliðinn, 89 ára að aldri. Hann var fæddur á Stóra-Hrauni í Kolbeinsstaðahreppi 9. júní 1927, sonur Önnu Árnadóttur frá Stóra-Hrauni og Páls Geirs Þorbergssonar verkstjóra frá Syðri-Hraundal. Árni lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1948 og guðfræðiprófi árið 1954. Hann sinnti ýmsum störfum, meðal annars kennslu við Gagnfræðaskólann við Lindargötu fram að því að hann tók vígslu 1961 og kenndi á Snæfellsnesi og við Þroskaþjálfaskólann meðfram prestsstörfum. Hann var sóknarprestur í Söðulsholti í Eyjahreppi 1961-1971 og þjónaði þá við sóknir á Mýrum og í Hnappadal. Varð sóknarprestur í Kársnesprestakalli árin 1971-1990 og síðan prestur á Borg á Mýrum 1990-1995.

Árið 1971 var Kópavogsprestakalli skipt upp í Kársnes- og Digranesprestakall og varð sr. Árni fyrsti sóknarprestur hér.  Sr. Árni var einstakur í framgöngu og framkomu með hjartahlýju sinni og öllu góðu.  Með þakklæti og virðingu þakkar Kársnessókn fyrir einstaka samfylgd með sr. Árna og fjölskyldu.  Guð geymi þau og leiði í öllu þeirra.

Jafnhliða preststörfum sinnti sr. Árni ýmsum félags- og trúnaðarstörfum meðal annars á sviði æskulýðsmála og á Snæfellsnesi var hann driffjöður í félagsstarfi hestamanna. Þá var hann þekktur sem snjall ræðumaður við ýmis tækifæri og oft kallaður til sem slíkur á góðum stundum. Einnig sinnti sr. Árni ýmsum félags- og trúnaðarstörfum fyrir hönd presta og skrifaði greinar um guðfræðileg efni og samfélagsmál í blöð og tímarit. Þá sinnti hann kennslu meðal annars við Þroskaþjálfaskóla Íslands sem starfræktur var í Kópavogi.

Eftirlifandi eiginkona sr. Árna er Rósa Björk Þorbjarnardóttir, fyrrverandi kennari og endurmenntunarstjóri. Börn þeirra eru Þorbjörn Hlynur prófastur á Borg, Þórólfur verkfræðingur, nú forstjóri Samgöngustofu, Anna Katrín ráðgjafi hjá Advania og Árni Páll alþingismaður og fyrrverandi ráðherra.

Útför séra Árna fer fram frá Hallgrímskirkju í Reykjavík fimmtudaginn 22. september klukkan 15.

Smiðja fyrir börn með sunnudagaskólaívafi

Hvern sunnudag frá og með 25. september n.k. verður kl. 11:00 í safnaðarheimilinu Borgum smiðja með börnum.  Unnið verður með dæmisögur úr Biblíunni og þær settar svo upp til dæmis: með aðstoð tónlistar og leiklistar.  Ætlað börnum á öllum aldri.  Allir hjartanlega velkomnir.

Safnaðarferð á Njáluslóðir

Farið verður þriðjudaginn 20. september n.k. kl. 10:00 frá safnaðarheimilinu Borgum.  Áætluð koma í safnaðarheimlið er um kl.17:00.  Ferðin kostar 6000 á mann (ferðir og matur innifalinn) og allir eru velkomnir.  Takmarkað framboð er á sætum. Skráningu lýkur 16. september n.k.

Barna- og fjölskylduguðsþjónusta 18. september n.k.

Barna- og fjölskylduguðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 18. september kl. 11:00.  Sr. Sigurður Arnarson og Ásta Ágústsdóttir, leiða stundina.  Skólakór Kársnes syngur undir stjórn Álfheiðar  Björgvinsdóttur.  Hljómsveit með Bjarma Hreinssyni og fleirum leikur undir.  Á eftir barna- og fjölskylduguðsþjónustunni verður stuttur fundur með fermingarbörnum og foreldrum þeirra.  Allir velkomnir.

Mál dagsins hefst 6. september n.k.

Mál dagsins hefst á ný eftir sumarleyfi þriðjudaginn 6. september n.k. kl. 14.30. Stundin hefst með samsöng undir stjórn Friðriks Kristinssonar kórstjóra Karlakórs Reykjavíkur og Lenku Mátéová kantors Kópavogskirkju. Sr. Auður Inga Einarsdóttir prestur mun segja frá störfum sínum. Að sjálfsögðu verður svo kaffi og meðlæti að loknu erindi hennar. Haustferð verður farin þann 20. september kl. 9.30 frá safnaðarheimilinu Borgum. Nánar auglýst síðar. Allir hjartanlega velkomnir.

Guðsþjónusta 21. ágúst kl. 11:00

Guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 21. ágúst n.k. Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.

Frumsýning á nýju fermingarmyndbandi

Komið þið sæl

Nú frumsýnum við nýtt fermingarmyndband sem ber heitið „Mitt er valið“ og er ætlað að kynna fermingarfræðslu Þjóðkirkjunnar. Myndbandið var unnið af Risamyndum í samstarfi við fræðslusvið Biskupsstofu.

Einnig höfum við nú sent út fermingarbækling til allra barna sem fædd eru 2003 og skráð í Þjóðkirkjuna og ætti hann að koma til þeirra í dag og á allra næstu dögum.

Með þessu samstillta átaki komum við til móts við nýja tíma og hefjum hauststarfið af krafti.

Myndbandið sýnir á hnitmiðaðan og skemmtilegan hátt hvað fermingarfræðslan er og vekur vonandi upp áhuga og gagnlegar spurningar sem öllum er hollt að velta fyrir sér. Myndbandið og bæklinginn má sá á ferming.is sem er upplýsingavefur fyrir fermingarbörn 2017. Eins má finna myndbandið á YouTube og á Facebook (undir Mitt er valið).

Við hvetjum ykkur til að vera dugleg að dreifa því sem víðast og taka þátt í þessu með okkur.

Bestu kveðjur,

Elín Elísabet Jóhannsdóttir

Hildur Björk Hörpudóttir

Fræðslusviði Biskupsstofu

Guðsþjónusta 14. ágúst

Guðsþjónusta verður sunnudaginn 14. ágúst n.k. kl. 11:00 í Kópavogskirkju.  Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari.  Lenka Mátéová, kantor leikur á orgel.