Ljósmynd af Kópavogskirkju
Ljósmyndin var nýlega tekin úr dróna.
Ljósmyndin var nýlega tekin úr dróna.
Mál dagsins verður þriðjudaginn 2. maí n.k. kl. 14:30-16:00. Friðrik Kristinsson og Lenka Mátéová leiða söng. Erindi verður flutt kl. 15:10-15:30. Kaffi og meðlæti. Stundinni lýkur kl. 16:00 með bæn og blessun.
Messa verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 30. apríl n.k. kl.11:00. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.
Barna- og fjölskylduguðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 23. apríl n.k. kl.11:00. Félagar úr þriðja og fjórða bekk Kársnesskóla syngja undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur. Umsjón með stundinni hafa sr. Sigurður, Bragi Árnason og Leif Kristján Gjerde. Á eftir verður boðið upp á pylsur og djús við safnaðarheimilið Borgir. Hoppukastalarar verða á svæðinu og að sjálfsögðu eru allir hjartanlega velkomnir.
Skírdagur 13. apríl, kl. 11:00
Fermingarmessa
Skírdagur 13. apríl, kl. 13:15
Altarisganga á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð
Föstudagurinn langi 14. apríl, kl. 11:00
Guðsþjónusta
Föstudagurinn langi 14. apríl, frá kl.13:00
Passíusálmar Hallgríms Péturssonar lesnir upp í heild sinni í Kópavogskirkju. Upplesturinn hefst kl. 13:00 og lýkur um það bil kl. 18:00. Lesari er Sigurður Skúlason. Nokkur hlé verða gerð á lestrinum og þá munu kór Kópavogskirkju og einsöngvarar Ólafía Linberg Jensdóttir og Þórunn Elín Pétursdóttir ásamt Lenku Mátéovu organista flytja tónlist eftir Bach, Fauré, Mozart, Ola Gjeilo, Jakob Tryggvasson og Þorkell Sigurbjörnsson. Fólki frjálst að koma og fara meðan á flutningi stendur.
Páskadagur 16. Apríl kl. 08:00
Hátíðarguðsþjónusta. Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová. Sungið er hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar. Á eftir hátíðarguðsþjónustu verður boðið upp á morgunnverðarhlaðborð í safnaðarheimilinu Borgum en umsjón með því hafa félagar í Kór Kópavogskirkju. Að því loknum um kl. 9:45 verður haldið í gönguferð um götuna Hófgerði á Kársnesi. Leiðsögumenn verða gamlir íbúar úr götunni. Gangan er farin í samvinnu við Sögufélag Kópavogs.
Næsta Mál dagsins verður þriðjudaginn 18. apríl n.k. kl. 14:30-16:00. Allir hjartanlega velkomnir.
Fermingarmessa verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 9. apríl n.k. kl.11:00. Sr. Sigurður Arnarson prédikar og þjónar fyrir altari með Ástu Ágústsdóttur, djákna. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.
Skrifstofa safnaðarins er í Safnaðarheimilinu Borgum, Hábraut 1a og er opin virka daga á milli 09:00-13:00. Símanúmer kirkjunnar og safnaðarheimilis er: 554 1898. Póstfang safnaðarins er Hábraut 1a, 200 Kópavogur. Netfang: kopavogskirkja@kirkjan.is.
Sóknarprestur: Sr. Sigurður Arnarson: sigurdur.arnarson@kirkjan.is
Prestur: Sr. Grétar Halldór Gunnarsson: gretar.halldor.gunnarsson@kirkjan.is
Djákni Kópavogskirkju: Ásta Ágústsdóttir, netfang: asta.agustsdottir@kirkjan.is
Tónlistarstjóri: Elísa Elíasdóttir: elisaeliasdottir@gmail.com
Kirkjuvörður er Dóra Guðrún Þorvarðardóttir, netfang kirkjuvordur@kopavogskirkja.is
Kirkjan er opin eftir samkomulagi.