Mál dagsins

Þriðjudaginn 21. febrúar n.k. verður Mál dagsins í safnaðarheimili Kópavogskirkju.  Starfið hefst kl. 14:30 með hópsöng undir stjórn Friðriks Kristinssonar og Lenku Mátéová.  Um kl. 15:10 flytur sr. Hjálmar Jónsson, dómkirkjuprestur erindi.  Klukkan 15:30 er drukkið kaffi og stundinni lýkur kl. 16:00 með bæn og blessun.  Allir að sjálfsögðu velkomnir.

Kærleikssmiðja

Kærleikssmiðja fyrir börn verður í safnaðarheimili Kópavogskirkju, sunnudaginn 19. febrúar kl. 11:00.  Unnið er með dæmisöguna af miskunnsama samverjanum út frá ýmsum listformum.

Guðsþjónusta 19. febrúar

Guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 19. febrúar kl.11:00.  Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Matéová.

Biblían og bænin bænin og Biblían

Tveggja kvölda námskeið í Seljakirkju um Biblíuna og bænina miðvikudagana 15. og 22. febrúar kl. 19:30-21:00 í Seljakirkju.Á námskeiðinu verður fjallað um Biblíuna og Biblíulestur, bænina og bænalífið.   Leitað verður svara við því hvernig Biblían og bænin tengjast hvort öðru.  Hvernig þetta tvíeiki getur aukið núvitund, skerpt markmiðssetningu og verið hamingjuauðgandi.  Einnig verða skoðaðar þær hindranir sem oft verða í veginum þegar Biblían er opnuð eða þegar bænin lendir í öngstræti.  Fátt er betra á nýju ári en að setja Biblíuna og bænina inn í hefðbundna rútínu hversdagsins og mun námskeiðið leitast við að auðvelda þá nálgun fyrir þátttakendur.Leiðbeinandi er sr. Bryndís Malla Elídóttir prestur Seljasóknar,,Skráning á seljakirkja@kirkjan.is eða í síma 567 0110, Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu.

Myndir frá safnanótt 3. febrúar s.l.

Söfnun vegna endurbóta

 

Listaverki Doddu Maggýjar var varpað á Kópavogskirkju á Safnanótt í Kópavogi 3. febrúar sl.. Stundin markaraði upphaf söfnunarátaks kirkjunnar en safnað er fyrir viðgerðum á þakdúkum, rafkerfi, lýsingu og steindum gluggum eftir Gerði Helgadóttur. Eftir að kveikt var á verkinu voru tónleikar inni í kirkjunni. Tónlistarhópurinn Umbra og Lenka Mátéová organisti fluttu tónlist og sýndir verða safnmunir kirkjunnar. Allir eru velkomnir. Á Safnanótt varSafnanótt kirkja að utan mynd nr. 3Safnanótt kirkja að innan altari og höklar Safnanótt kirkja að utan, barn gerir kross Safnanótt Umbra Safnanótt kirkja að innan skápar með munum Safnanótt kirkja að utan einnig fjöldi list- og menningarviðburða í Menningarhúsum Kópavogsbæjar.

Ljósverkið er fjármagnað úr lista- og menningarsjóði Kópavogsbæjar og er hluti af Safnanótt í Kópavogi. Með verkinu er þó jafnframt verið að vekja athygli á söfnunarátaki kirkjunnar og steindum gluggum Gerðar sem liggja undir skemmdum. Verkið vísar í gluggana. Kópavogskirkja er tákn bæjarins og teygir sig yfir Menningarhús þess svo sem Gerðarsafn, sem reist var til minningar um Gerði Helgadóttur.

Með söfnunarátaki er vonast til að hægt verði að koma í veg fyrir að menningarverðmæti skemmist.

Sigurður Arnarson, sóknarprestur í Kópavogskirkju, segir að kostnaðaráætlun viðgerðanna liggi ekki nákvæmlega fyrir en áætlað er að kostnaður sé í kringum 20 milljónir. Kársnessöfnuður geti ekki staðið straum af viðgerðunum nema með góðri hjálp. Á síðustu misserum var ytra byrði kirkjunnar tekið í gegn og kirkjan máluð að utan. Ungur aðdáandi kirkjunnar sagði þá í hrifningu: „Hún er orðin falleg aftur.”

Ljósaverkefnið og dagskráin í kirkjunni er unnin í samstarfi Sigurðar, samstarfsmanna, sóknarnefndar Kópavogskirkju og starfsmanna Menningarhúsa Kópavogsbæjar. Dagskrá Safnanætur í Kópavogi hefst kl. 18.00 og er hægt að kynna sér hana nánar á vef Kópavogsbæjar.

Kópavogskirkja var reist á árunum 1958-1962 eftir teikningum frá embætti húsameistara ríkisins sem Hörður Bjarnason veitti forstöðu á þeim tíma. Ragnar Emilsson arkitekt hjá embættinu vann ásamt húsameistara mjög mikið að teikningu kirkjunnar.

Grunnur kirkjunnar var helgaður þann 16. ágúst árið 1958 og hornsteinn lagður af biskupi Íslands þann 20. nóvember árið eftir. Það var svo þann 16. desember árið 1962 sem kirkjan var vígð af dr. Sigurbirni Einarssyni þáverandi biskupi Íslands.

Kópavogskirkja er krosskirkja og að því leyti er hún hefðbundin en bogar hennar, sem svo mjög einkenna hana, gera hana sérstaka og gefa henni í senn bæði tignarlegt og mjúkt yfirbragð. Kirkjan þykir fögur og góður vitnisburður um þá sem að unnu og verðug umgjörð um helgihald og tilbeiðslu.

Inni í kirkjunni er altaristafla eftir Steinunni Þórarinsdóttur og altaristafla og skildir á prédikunarstóli eftir Barböru Árnason. Þessi þrjú höfuðlistaverk kirkjunnar, gluggarnir, altaristaflan og skírnarfontur, eru því eftir konur. Í eigu kirkjunnar er einnig forgöngukross og forgöngukertastjakar eftir Evu Björnsdóttur, gullsmið og Kristsmynd í anddyri eftir Benedikt Gunnarsson.

Þeir sem vilja leggja söfnuninni lið geta lagt inn á söfnunarreikning kirkjunnar: 0536-26-630000, kt. 691272-0529.

Ábyrgðarmaður söfnunarinnar er: Sóknarnefnd Kópavogskirkju.

Mál dagsins 14. febrúar n.k.

Mál dagsins verður þriðjudaginn 14. febrúar n.k. og hefst kl. 14:30.  Stundin hefst með samsöng undir stjórn Friðriks Kristinssonar og Lenku Mátéová.  Um kl. 15:10 flytur Hrafnkell V. Gíslason erindi.  Klukkan 15:30 er drukkið kaffi.  Stundinni lýkur með bæn og blessun kl. 16:00.  Allir hjartanlega velkomnir.

Guðsþjónusta 12. febrúar

Guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 12. febrúar n.k.  Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.

Söfnun vegna framkvæmda

Listaverki Doddu Maggýjar var varpað á Kópavogskirkju á Safnanótt í Kópavogi 3. febrúar síðasliðinn. Stundin markaði upphaf söfnunarátaks kirkjunnar en safnað er fyrir viðgerðum á þakdúkum, rafkerfum, lýsingu og steindum gluggum eftir Gerði Helgadóttur.

Með söfnunarátaki er vonast til að hægt verði að koma í veg fyrir að menningarverðmæti skemmist.

Þeir sem vilja leggja söfnuninni lið geta lagt inn á söfnunarreikning kirkjunnar: 0536-26-630000, kt. 6912720529.

Ábyrgðarmaður söfnunarinnar er: Sóknarnefnd Kópavogskirkju.

Starf fyrir börn í 1-4. bekk

Starf fyrir börn í 1-4. bekk hefst aftur fimmtudaginn 2. febrúar n.k.  1-2. bekkur hittist frá kl. 14:00-15:00 í safnaðarheimilinu Borgum og 3-4. bekkur frá kl. 15:30-16:30.  Náð er í börnin í Dægradvöl Kársnesskóla ef óskað er eftir því.  Allir hjartanlega velkomnir.

Fjársöfnun – Kópavogskirkja lýst að utan.

lof-2981Listaverki Doddu Maggýjar verður varpað á Kópavogskirkju frá kl. 18:30 til miðnættis á Safnanótt í Kópavogi 3. febrúar nk. Stundin markar upphaf söfnunarátaks kirkjunnar en safnað er fyrir viðgerðum á þakdúkum, rafkerfum, lýsingu og steindum gluggum eftir Gerði Helgadóttur. Eftir að kveikt verður á verkinu verður friðarstund inni í kirkjunni. Tónlistarhópurinn Umbra og Lenka Matéova organisti flytja tónlist og sýndir verða safnmunir kirkjunnar. Allir eru velkomnir. Á Safnanótt er einnig fjöldi list- og menningarviðburða í Menningarhúsum Kópavogsbæjar.

Ljósverkið er fjármagnað úr lista- og menningarsjóði Kópavogsbæjar og er hluti af Safnanótt í Kópavogi. Með verkinu er þó jafnframt verið að vekja athygli á söfnunarátaki kirkjunnar og steindum gluggum Gerðar sem liggja undir skemmtum. Verkið vísar í gluggana. Kópavogskirkja er tákn bæjarins og teygir sig yfir Menningarhús þess svo sem Gerðarsafn, sem reist var til minningar um Gerði Helgadóttur.

Með söfnunarátaki er vonast til að hægt verði að koma í veg fyrir að menningarverðmæti skemmist.

Sigurður Arnarson, sóknarprestur í Kópavogskirkju, segir að kostnaðaráætlun viðgerðanna liggi ekki nákvæmlega fyrir en áætlað er að kostnaður sé í kringum 20 milljónir. Kársnessöfnuður geti ekki staðið straum af viðgerðunum nema með góðri hjálp. Á síðustu misserum var ytri byrði kirkjunnar tekin í gegn og kirkjan máluð að utan. Ungur aðdáandi kirkjunnar sagði þá í hrifningu: „Hún er orðin falleg aftur.”

Ljósaverkefnið og dagskráin í kirkjunni er unnin í samstarfi Sigurðar, samstarfsmanna, sóknarnefndar Kópavogskirkju og starfsmanna Menningarhúsa Kópavogsbæjar. Dagskrá Safnanætur í Kópavogi hefst kl. 18.00 og er hægt að kynna sér hana nánar á vef Kópavogsbæjar.

Kópavogskirkja var reist á árunum 1958-1962 eftir teikningum frá embætti húsameistara ríkisins sem Hörður Bjarnason veitti forstöðu á þeim tíma. Ragnar Emilsson arkitekt hjá embættinu vann ásamt húsameistara mjög mikið að teikningu kirkjunnar. Grunnur kirkjunnar var helgaður þann 16. ágúst árið 1958 og hornsteinn lagður af biskupi Íslands þann 20. nóvember árið eftir. Það var svo þann 16. desember árið 1962 sem kirkjan var vígð af Sigurbirni Einarssyni þáverandi biskupi Íslands.

Kópavogskirkja er krosskirkja og að því leyti er hún hefðbundin en bogar hennar, sem svo mjög einkenna hana, gera hana sérstaka og gefa henni í senn bæði tignarlegt og mjúkt yfirbragð. Kirkjan þykir fögur og góður vitnisburður um þá sem að unnu og verðug umgjörð um helgihald og tilbeiðslu.

Inni í kirkjunni er altaristafla eftir Steinunni Þórarinsdóttur og skírnarfontur og skildir á prédikunarstóli eftir Barböru Árnason. Þessi þrjú höfuðlistaverk kirkjunnar, gluggarnir, altaristaflan og skírnarfontur, eru því eftir konur. Í eigu kirkjunnar er einnig forgöngukross og forgöngukertastjakar eftir Evu Björnsdóttur, gullsmið og Kristsmynd í anddyri eftir Benedikt Gunnarsson.

Þeir sem vilja leggja söfnuninni lið geta lagt inn á söfnunarreikning kirkjunnar: 0536-26-630000, kt. 6912720529.

Ábyrgðarmaður söfnunarinnar er: Sóknarnefnd Kópavogskirkju.