Vetrarfermingarfræðsla (fyrir vetrarfermingarfræðsluhóp) á miðvikudögum kl.14:30-15:10 í safnaðarheimilinu Borgum.
Kyrtlamátun, miðvikudaginn 21. febrúar kl. 14:30-15:15, kyrtlagjald er 1000 kr og krafa kemur í heimabanka.
Sameiginlegur fermingarfræðslutími (fyrir bæði síðsumarfræðslu- og vetrarfræðsluhóp) 13. mars 2018 frá kl. 09:30-12:15 í safnaðarheimilinu Borgum.
Próf í safnaðarheimilinu 13. mars, 2018 frá kl. 12:45-13:30, gátlisti fyrir það afhenntur á fundi með foreldrum og fermingarbörnum 5. febrúar, einnig á heimsíðu safnaðarins fljótlega og sendur í tölvupósti nokkrum dögum fyrir próf.
Aukatímar gætu orðið á laugardögum kl. 11:00 ef einhverjir komast ekki á fyrirframskipulögðum fræðslutímum.Það yrði auglýst síðar.
Messur og guðsþjónustur
Fermingarbörnin eru hvött til að sækja helgihald eins vel og unnt er og að sjálfsögðu allir velkomnir með þeim. Í helgihaldið eru fermingarbörnin beðin um að taka með sér „Kirkjulykilinn“ og fylla út sérstök kirkjusóknarblöð í bókinni.
Fermingardagar 2018 verða sem hér segir: Fermingarnar hefjast kl.11:00 og fermingarbörn eiga að vera mætt í kirkju klukkan 10:30.
Sunnudagurinn 18. mars, 2018, kl.11:00
Pálmasunnudagur 25. mars , 2018, kl. 11:00
Skírdagur 29. mars, 2018, kl. 11:00
Æfingar fyrir fermingarmessur eru í Kópavogskirkju:
Sunnudaginn 18. mars, kl. 11:00, þá verður æft 15 og 16. mars kl. 16:00-17:00
Pálmasunnudag 25. mars, kl. 11:00, þá verður æft 22. og 23. mars kl. 16:00-17:00
Skírdag 29. mars, kl.11:00, þá verður æft 26. og 27. mars, kl. 10:00-11:00.
1. Ég er Drottin Guð þinn, þú skalt ekki aðra Guði hafa.
2. Þú skalt ekki leggja nafn Drottins, Guðs þíns við hégóma.
3. Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan.
4. Heiðra skaltu föður þinn og móður þína.
5. Þú skalt ekki morð fremja.
6. Þú skalt ekki drýgja hór.
7. Þú skalt ekki stela.
8. Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum.
9. Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns.
10. Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, ekki þræl hans eða ambátt,
ekki uxa hans eða asna, né nokkuð það, sem náungi þinn á.
Postullega trúarjátningin
Ég trúi á Guð, föður almáttugan, skapara himins og jarðar.
Ég trúi á Jesú Krist, hans einkason, Drottin vorn, sem getinn er af heilögum anda,
fæddur af Maríu mey, píndur á dögum Pontíusar Pílatusar,
krossfestur, dáinn og grafinn,
steig niður til heljar,
reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum,
steig upp til himna,
situr við hægri hönd Guðs föður almáttugs
og mun þaðan koma að dæma lifendur og dauða.
Ég trú á heilagan anda, heilaga almenna kirkju, samfélag heilagra,
fyrirgefningu syndanna, upprisu mannsins og eilíft líf.
Amen.
Faðir vor, þú, sem ert á himnum.
Helgist þitt nafn, til komi þitt ríki,
verði þinn vilji svo á jörðu sem á himni.
Gef oss í dag vort daglegt brauð.
Og fyrirgef oss vorar skuldir
svo sem vér og fyrirgefum
vorum skuldunautum.
Eigi leið þú oss í freistni,
heldur frelsa oss frá illu.
Því að þitt er ríkið,
mátturinn og dýrðin
að eilífu. Amen.
Tvöfalda kærleiksboðið
“þú skalt elska Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum huga þínum og af öllum mætti þínum. Annað er þetta: Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.”
Bænin má aldrei bresta þig,
búin er freisting ýmisleg.
Þá líf og sál er lúð og þjáð
lykill er hún að drottins náð.
Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér
Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér,
vaka láttu mig eins í þér.
Sálin vaki, þá sofnar líf,
sé hún ætíð í þinni hlíf. Hallgrímur Pétursson
Vertu, Guð faðir, faðir minn
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni. Hallgrímur Pétursson
Jóhannesarguðspjall 3:16-18
16 Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.
17 Guð sendi ekki soninn í heiminn til að dæma heiminn, heldur að heimurinn skyldi frelsast fyrir hann.
18 Sá sem trúir á hann, dæmist ekki. Sá sem trúir ekki, er þegar dæmdur, því að hann hefur ekki trúað á nafn Guðs sonarins eina.
Gullna reglan Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjör
Sálmur 56
Son Guðs ertu með sanni,
sonur Guðs, Jesús minn,
son Guðs, syndugum manni
sonar arf skenktir þinn,
son Guðs einn eingetinn,
syni Guðs syngi glaður
sérhver lifandi maður
heiður í hvert eitt sinn.
Hallgrímur Pétursson (Ps. 25)
Signing:
Í nafni Guðs + Föður og Sonar og Heilags anda. Amen.