Streymi frá útför Sigurliða Guðmundssonar.

Streymi frá útför Sigurliða Guðmundssonar verður mánudaginn 28. desember kl. 13:00 frá Kópavogskirkju, vefslóðin er:https://youtu.be/vWKd0fVp6no

Helgihald í Kópavogskirkju á jólum og áramótum 2020

24. desember – Aðfangadagur- „Beðið eftir jólunum“ kl.15:00 streymt á facebókarsíðu Kópavogskirkju. Helgistund í umsjón Ástu Ágústsdóttur, djákna og starfsfólks í sunnudagaskólanum. Börn úr Kársnesskóla syngja undir stjórn Þóru Marteinsdóttur.
24. desember – Aðfangadagur- Aftansöng kl. 18:00 streymt á facebókarsíðu kirkjunnar. Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar Sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur og sr. Sjöfn Jóhannesdóttir, þjóna fyrir altari og Ásta Ágústsdóttir, djákni prédikar. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová, kantors.
25. desember – Jóladagur- Helgistund streymt á facebókarsíðu kirkjunnar kl. 14:00 í umsjón sr. Sjafnar Jóhannesdóttur. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.
31. desember – Áramótaávarp streymt á facebókarsíðu kirkjunnar kl.18:00 í umsjón sr. Sjafnar Jóhannesdóttur. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.
1.janúar , 2021- Hátiðarguðsþjónustu streymt á facebókar síðu kirkjunnar kl. 14:00. Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar. Sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.

Útför Herdísar Hólmsteinsdóttur

Meðfylgjandi er slóð fyrir útför Herdísar Hólmsteinsdóttur, föstudaginn 18. desember kl. 15:00 frá Kópavogskirkju.

https://youtu.be/3fgC8K3AIXU

Helgihald framundan í Kópavogskirkju

„Morgunstund á aðvetnu“ er streymt á virkum dögum á aðventunni á Facebókarsíðu Kópavogskirkju.
Vegna sóttvarnareglna er helgihaldi á aðventu og jólum streymt á Facebókarsíðu Kópavogskirkju.
13. desember – 2. sunnudagur í aðventu – kl. 11:00.  Streymt á Facebókarstíðu helgistund í umstjón dr. Sigurjóns Árna Eyjólfssonar héraðstprests, sem annast einnig tónlistarflutning ásamt dr. Sigurði Júlíusi Grétarssyni.
20. desember – 3. sunnudagur í aðventu- kl.11:00-12:30 verður kirkjan opin og fólk getur (í samræmi við sóttvarnarreglur) komið  í kirkjuna og virt fyrir sér endurbætur, sem nú hafa staðið yfir síðustu mánuði á austur- og vesturhlið kirkjunnar og glerlistarverki Gerðar Helgadóttur.  Einnig er hægt að skoða nýjan bænaljósastjaka, sem kirkjunni var færður að gjöf nýverið.
24. desember – Aðfangadagur- „Beðið eftir jólunum“ kl.15:00 streymt á facebókarsíðu Kópavogskirkju. Helgistund í umsjón Ástu Ágústsdóttur, djákna og starfsfólks í sunnudagaskólanum.  Börn úr Kársnesskóla syngja undir stjórn Þóru Marteinsdóttur.
24. desember – Aðfangadagur- Aftansöng kl. 18:00 streymt á facebókarsíðu kirkjunnar.  Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar  Sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur og sr. Sjöfn Jóhannesdóttir, þjóna fyrir altari og Ásta Ágústsdóttir, djákni prédikar.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová, kantors.
25. desember – Jóladagur- Helgistund  streymt á facebókarsíðu kirkjunnar kl. 14:00 í umsjón sr. Sjafnar Jóhannesdóttur.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.
31. desember – Áramótaávarp streymt á facebókarsíðu kirkjunnar kl.18:00 í umsjón sr. Sjafnar Jóhannesdóttur.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.
1.janúar , 2021- Hátiðarguðsþjónustu streymt á facebókar síðu kirkjunnar kl. 14:00.  Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar.  Sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.

Framkvæmdir við rúðugler og steint gler Gerðar Helgadóttur á norður- og austurhlið Kópavogskirkju

Fimmtudaginn 3. desember s.l. var lokið við uppsetningu á nýviðgerðu steindu gleri Gerðar Helgadóttur a norður og austurhlið Kópavogskirkju en verkið önnuðust sérfræðingar frá Oitmann glerverkstæðinu í Linnich í Þýskalandi og hefur sú vinna staðið síðan í júlí síðastliðnum. Nú eru Gunnar Örn og félagar hjá Fagsmíði að taka niður stillasa inn í kirkjunni og mun það verk taka nokkra daga. Áfram mun Fagsmíði vinna að við glugga kirkjunnar að utan. Áætlað er að taka kirkjuna aftur í notkun um næstu helgi. Meðfylgjandi myndir voru teknar föstudaginn 4. desember af nýviðgerðum gluggum. Ein myndin sýnir glugga á vesturhlið kirkjunnar (ekki búið að gera við) og sprungu á blýi í honum. Öllum sem komið hafa að verkinu er þakkað fyrir þeirra vinnu og framlag

Helgistund 1. sunnudag í aðventu- Helgun bænaljósastjaka

Streymt er á hlekknum:https://youtu.be/4Nbhk0xoIGg eða

https://www.facebook.com/Kópavogskirkja-387710974680

frá helgistund á fyrsta sunnudegi í aðventu.  Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir leiðir stundina.  Þórey Lilja tendrar á fyrsta kerti aðventukransins.  Sr. Sigurður Arnarson helgar nýjan bænastjakastand sem Kópavogskirkju hefur borist að gjöf frá fjölskyldu í Kópavogi.  Verkið er eftir Sigurð Árna Sigurðsson, listamann.  Félagar í Kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Lenku Mátéová, kantors kirkjunnar.

Kirkjuhlaup í Kópavogi 2020

Frétt vegna „Kirkjuhlaups í Kópavogi 2020“, sem fyrirhugað var laugardginn 28. nóvember n.k. kl.09:00.  Sjá nánar á:https://www.facebook.com/events/325504778527599/
ATHUGIÐ – UPPFÆRT:
Við erum búin að reyna að finna bestu lausnina hvernig hægt er að útfæra aðventuhlaupið með tillliti til gildandi sóttvarnarlaga.
Við ætlum að gera okkar besta úr erfiðri stöðu og bjóðum því uppá tvo valkosti.
Kostur 1:
Þið búið til aðventuhlaup í ykkar hverfi. Mælið ykkur mót við hlaupafélagana, finnið nokkrar kirkjur, útbúið skemmtilegar hlaupaleiðir og deilið gleðinni með okkur hérna á fésbókinni. Við viljum myndir af gleðinni og ekki verra ef það kemur fram hvar þið hlupuð og hvaða kirkjur þið heilsuðuð uppá.
Kostur 2:
Þið mætið uppí Kópavogskirkju kl.9.00.
Það er því miður ekki hægt að bjóða ykkur inn í kirkjuna, né inn í safnaðarheimilið og ekki verður boðið uppá veitingar eftir hlaup. Athugið að salerni eru líka lokuð.
Við ætlum að hlaupa þessa leið eins og vanalega, við ætlum að passa uppá fjarlægðarmörkin. Endilega verið dugleg að taka myndir og deila gleðinni hér inná fésbókinni.
Við Siggi hlökkum til að hitta ykkur á laugardaginn

„Sjúkur var ég og þér vitjuðuð mín“

Hugleiðing 22. nóvember 2020, síðasti sunnudagur kirkjuársins – „sjúkur og þér vitjuðuð mín“ Matt. 25.

 

ENGLAR

 

  blár himinn

                           án enda

                           morgunsól

                           í myndum

                           pabba

                           mýkt

                           dúfur

                           við gluggann

                           lágværar

                           sjá einsemdina

                           óttann

                           sem vex og vex

                           dag eftir dag

                           dúfur

                           við gluggann

                           mínar dúfur

                           Mattheus

                           rís

 

                           sjúkur var ég

                           og þér vitjuðuð mín

Ferdinand Jónsson

 

 

Endanlaus blár himinn.

Myndir morgunnsólar.

Hvað er morgunnsól í myndum í lífi mínu?

Er það til dæmis: fólkið mitt?

Frá því getur komið, kemur og hefur komið sterkt tært ljós inn í lífið, ljós sem hefur lýst allt upp og gefið styrk, þrek og þol í lífsgönguna.

Þessi birta getur fylgt okkur svo áfram á stigum lífsins, þó að einhverjir, sem á sínum tíma gáfu þessa birtu séu látnir.

Mýkt.

Fuglar, dúfur við glugga.

Lágværar og þær sjá einmannaleika.

Ótta sem vex.

Og af hverju skyldi hann vaxa dag frá degi?

Dúfurnar eru mínar.

Hvað er átt við?

Er ég stundum einmanna?

Er ég stundum óttasleginn?

Af hverju?

Og svo kemur tilvitnun í guðspjallamanninn Mattheus:

„sjúkur og þér vijuðuð mín.“

Hér er ort sterkt og kraftmikið af innsæi og dýpt.

Ljóðið, sem ég fór með hér í upphafi og vitnaði í er eftir Ferdinand Jónsson, geðlækni í Lundúnum og er ort á fyrstu mánuðum Covid19 fyrr á þessu ári.

Semsagt í heimsfaraldri.

Ljóðið fjallar um hinn mikla kraft vináttunnar, sem hjálpar fólki yfir fjöll og ár lífsins, sem virðast ófærar.

Hvaða máli skiptir það að einhver vitjar manns þegar manni líður þannig að einnmannleikinn og óttinn virðast hafa tekið yfirhöndina hjá manni?

Manni finnst maður ekki ráða neitt við neitt.

Þetta hefur maður upplifað í stormum og stillum lífsins með einum eða öðrum hætti.

Í vikunni, sem leið stóð stórum stöfum á baksíðu eins dagblaðsins:

Einsemd er átakanleg og dauðans alvara.“

 Þetta eru orð að sönnu en því miður stór veruleiki.

Hvað veldur?

Það að einhver skuli láta mann varða sig er ómetanlegt.

Til dæmis: með brosi, hlýju, gleði, suðningi, skilaboðum í bréfi, á korti, í snjalltæki, með símtali eða heimsókn.

Tilbúinn að hlusta og sýna nærveru, sanna.

Treður sér ekki inn fyrir svæði manns.

Skammar ekki undir rós eða er í sektarkenndarfasa einhverjum.

Er ekki að ráðleggja yfir mann með orðræðum og tilmælum.

Heldur bara hlustar, sýnir samhyggð, samstöðu í orði og verki.

Er einlæg eða einlægur með virðingu og öllu sönnu og góðu.

Gefur af auðlegð hjarta síns.

Tengir frá hjarta til hjarta.

Er stöðug eða stöðugur í kærleika.

Í fyrra Jóhannesarbréfi segir einmitt:

„Guð er kærleikur og sá sem er stöðugur í kærleikanum er stöðugur í Guði og Guð er stöðugur í honum.“

 Vinarþel, kærleiksþel er ómetanlegt og svo undur fallegt eins og kærleikurinn.

Til dæmis: geta tilbrigði vináttunnar, svipbrigði og blær gefið styrk, þrek og kraft í krefandi og stundum í allt að óyfirstíganleg verkefni, sem lífið færir manni stundum.

Við erum hér á jörð.

Við getum lýst hvort öðru á góðan hátt í blíðu og stríðu.

Guð sendi okkur son sinn í þennan heim til að sýna okkur að trú, von og kærleikur sigra.

Jesús Kristur treysti okkur til að vera náunga okkar náungi í orði og verki.

Jesús sýndi okkur með fordæmi sínu og lífi að lífsgæði eru það að vera umkominn að veita öðrum eitthvað gott.

Matteus rís.

„Sjúkur var ég og þér vitjuðuð mín.“

Amen.

Helgistund 22. nóvember – streymi

Helgistundi í umsjón sr. Sigurðar Arnarson, verður sýnd sunnudaginn 22. nóvember kl. 11:00 á facebook síðu safnaðarins.

Helgistund 15. nóvember í umsjón dr. Sigurjóns Árna Eyjólfssonar, héraðstprests

Helgistund á netinu þann 15. nóvember kl.11:00 annast dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur.  Umfjöllunarefni dr. Sigurjóns er að þessu sinni: Kirkjuklukkur.  Tónlistarflutning annast dr. Sigurjón ásamt dr. Sigurði Grétari Júlíussyni.  Slóðina fyrir stundina má finna hér: https://www.facebook.com/387710974680/videos/373825687040547