Umfangsmiklum endurbótum á austur- og norður hlið Kópavogskirkju fer senn að ljúka (ekki liggur dagsetning enn fyrir) en þær hafa staðið yfir síðustu mánuði. Skipt hefur verið um rúðugler og gluggar endurbættir en verkið annast fyrirtækið Fagsmíði. Gerverk Gerðar Helgadóttur á þessum hliðum var tekið niður og sent til viðgerðar í Þýskalandi hjá Oidtmann verkstæðinu í Linnich. Viðgerð á verki Gerðar er lokið og fljótlega mun það verða sett upp af starfsmönnum Oidtmanns fyrirtækisins. Meðfylgjandi myndir voru teknar nýverið.
Helgistund 15. nóvember – Kirkjuklukkur
/in Fréttir/by Sigurður ArnarsonSunnudaginn 15. nóvember kl.11:00 verður streymt helgistund á facebook síðu Kópavogskirkju. Stundina annast dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur. Hann mun fjalla um kirkjuklukkur og leika lög þeim tengd og jólunum sem eru ekki langt undan. Dr. Sigurjón mun einnig leika á saxafón í stundinni og dr. Sigurður Júlíus Grétarsson, leikur með á gítar.
Ljósberi
/in Fréttir/by Sigurður ArnarsonMiðvikudaginn 11. nóvember barst Kópavogskirkju einstök gjöf, bænaljósastandur frá hjónunum Maríu Önnu Clausen og Ólafi Vigfússyni og sonum þeirra Andra og Vigfúsi. Gjöfin er gefin í minningu sonar þeirra og bróður, Egils Daða Ólafssonar, sem lést árið 2018. Listamaðurinn Sigurður Árni Sigurðsson hannaði og gerði verkið og er það gert með Kópavogskirkju í huga. Um þetta má lesa á vefnum: https://kirkjan.is/frettir/frett/2020/11/12/Ljosin-sem-lysa/
Barna- og fjölskylduguðsþjónusta
/in Fréttir/by AdministratorBarna- og fjölskyldumessa verður á sínum stað á netinu að þessu sinni.
Stúlkur í 7. bekk í Kársnesskóla syngja nokkur lög og Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir leiðir stundina ásamt sunnudagaskóla starfsfólki.
Það mun birtast hér að neðan og á Facebook síðu Kópavogskirkju klukkan 11:00 þann 8. nóvember
Minningargjöf
/in Fréttir/by Sigurður ArnarsonFöstudaginn 6. nóvember færðu börn Steinars Steinssonar og Guðbjargar Jónsdóttur 200 þúsund krónur í minningu þeirra með ósk um að féið renni til viðgerðar á listaverki Gerðar Helgadóttur í Kópavogskirkju.Steinar og Guðbjörg bjuggu í Kópavogi frá árinu 1954, lengstum í Holtagerði. Þau voru í hópi þeirra, sem lögðu víða hönd á plóg við uppbyggingu Kópavogs meðal annars með framlögum til hjúkrunarheimilisins Sunnuhlíðar þegar það var var reist á sínum tíma. Kópavogskirkja var í miklum metum hjá þeim enda sóknarkirkja þeirra. Fjölmargar kirkjulegar athafnir innan fjölskyldunnar hafa farið fram í kirkjunni. Gjöfinn veittu viðtöku fyrir hönd Kópavogskirkju, prestar og djákni kirkjunnar.
Skemmtilegur fróðleikur
/in Fréttir/by Sigurður ArnarsonMeðfylgjandi eru upplýsingar af vefnum www.kirkjuklukkur.is um klukkur Kópavogskirkjur
„Klukkur kirkjunnar voru settar upp á vígsluári hennar árið 1963. Þær eru tvær. Sú stærri er 330 kg. að þyngð og hefur tóninn b. en sú minni er 205 kg. og hefur tóninn des. Klukkurnar voru steyptar í Þýskalandi hjá Engelbert Gebhard. Þeim var handhringt til ársins 1989 að rafstýring var sett upp.
Umgjörð klukknanna (stólinn) minnir á boga kirkjunnar en Ásgeir Long hannaði hann og hafði umsjón með uppetningu hans. Vélaverkstæði Jóhanns Ólafssonar annaðist smíðina.
Texti fenginn af: http://kopavogskirkja.is/um-kirkjuna/kirkjuklukkur/
- Stærri klukkan vegur 330 kg og hefur tóninn b’ *
- Minni klukkan vegur 205 kg og hefur tóninn des” *
30 mínútum fyrir messu er stærri klukkunni hringt. 15 mínútum fyrir messu er stærri klukkunni aftur hringt í skamma stund. Við upphaf messu er báðum klukkum hringt í 3 mínútur. Við lok messu er báðum klukkum hringt í skamma stund.
Einnig er hringt við upphaf og lok útfara. Þá er slegið eitt högg á 10 sekúndna fresti í stærri klukkuna.“
„Jól í skókassa“
/in Fréttir/by Sigurður Arnarson„Jól í skókassa“ er alþjóðlegt verkefni sem felst í því að fá börn jafnt sem fullorðna til þess að gleðja önnur börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir. Með slíkum gjöfum er þeim sýndur kærleikur Guðs í verki. Gjafirnar eru settar í skókassa og til þess að tryggja að öll börnin fái svipaða jólagjöf er mælst til þess að ákveðnir hlutir séu í hverjum kassa. Skókassarnir verða sendir til Úkraínu. Í Úkraínu búa um 46 milljónir manna. Atvinnuleysi er þar mikið og ástandið víða bágborið. Á því svæði þar sem jólagjöfunum verður dreift ríkir mikil örbirgð.
Tekið er á móti skókössum í safnaðarheimilinu Borgum, föstudaginn 13. nóvember kl. 10:00-12:00 eða í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg 28 alla virka daga kl. 9:00 – 17:00 fram að síðasta skiladegi, sem er 14. nóvember. Allar upplýsingar um móttökustaði og síðustu skiladaga er hægt að finna á síðunni undir „Móttökustaðir“ á www.skokassar.is
Hvernig á að ganga frá skókassanum?
- Finnið tóman skókassa og pakkið honum inn í jólapappír. Athugið að pakka lokinu sérstaklega inn þannig að hægt sé að opna kassann. Hægt er að nálgast skókassa í skóbúðum og mælt er með að fólk tryggi sér kassa í tæka tíð.
- Ákveðið hvort gjöfin sé ætluð fyrir strák eða stelpu og fyrir hvaða aldur: (3-6), (7-10), (11-14) eða (15-18).
- Setjið 500-1.000 krónur í umslag og leggið efst í kassann. Peningurinn er fyrir kostnaði sem fylgir verkefninu.
- Lokið kassanum með því að setja teygju utan um hann.
Gjafir í skókassana
Í kassann skal setja a.m.k. einn hlut úr hverjum eftirtalinna flokka:
- Leikföng, t.d. litla bíla, bolta, dúkku, bangsa eða jó-jó. Athugið að láta auka rafhlöður fylgja rafknúnum leikföngum.
- Skóladót, t.d. penna, blýanta, yddara, strokleður, skrifbækur, liti, litabækur eða vasareikni.
- Hreinlætisvörur. Óskað er eftir því að allir láti tannbursta, tannkrem og sápustykki í kassann sinn. Einnig má setja greiðu, þvottapoka eða hárskraut.
- Sælgæti, t.d. sleikjó, brjóstsykur, pez, tyggjó eða karamellur.
- Föt, t.d. húfu, vettlinga, sokka, trefil, bol eða peysu.
Hvað má ekki fara í skókassana?
- Mikið notaðir eða illa farnir hlutir.
- Matvara.
- Stríðsdót, t.d. leikfangabyssur, leikfangahermenn eða hnífar.
- Vökvar, t.d. sjampó, krem eða sápukúlur.
- Lyf, t.d. vítamín, hálsbrjóstsykur eða smyrsl.
- Brothættir hlutir, t.d. speglar eða postulínsdúkkur.
- Spilastokkar. Þar sem spilastokkar eru tengdir fjárhættuspilum í Úkraínu, óskum við eftir að þeir séu ekki gefnir í skókassana.
Athugið!
Ef þú vilt getur þú sett mynd af þér ásamt nafni og heimilisfangi og/eða netfangi efst í skókassann. Það gefur viðtakanda skókassans möguleika á að setja sig í samband við þig. Þannig geta myndast vinatengsl sem varað geta lengi.
Stuðningur við verkefnið
Hægt er að styðja við verkefnið með fjárframlagi með því að leggja inn á reikning 117-26-100000, kennitalan er 690169-0889.
Með þínu framlagi tryggir þú að barn, sem annars fengi ekki jólagjöf, fái gjöf sem færir því gleði, von og hinn raunverulega boðskap jólanna, kærleika Jesú Krists.
Nánar um verkefnið á www.skokassar.is
Barna- og fjölskyldustund á netinu 8. nóvember kl.11:00
/in Fréttir/by Sigurður ArnarsonSunnudaginn 8. október kl. 11:00 verður barna- og fjölskyldustund á netinu. Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir, leiðir ásamt sunnudagaskólakennurum. Börn úr Skólakór Kársnes syngja undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur.
Fermingar 2021
/in Fréttir/by Sigurður ArnarsonFyrirhuguðu fermingarferðalagi sem fara átti í Vatnaskóg þann 4. nóvember n.k. er frestað um óákveðinn tíma vegna Covid 19.
Vetrarfermingarfræðsluhópurinn, sem átti að hittast aftur mánudaginn 2. nóvember frestast einnig af sömu ástæðum (tilkynnt síðar).
Sunnudagaskóli 1. nóvember 2020
/in Fréttir/by AdministratorSunnudagaskólinn verður á sínum stað á netinu hjá Kópavogskirkju þann 1. nóvember. Hann verður aðgengilegur hér að neðan og á Facebook síðu Kópavogskirkju klukkan 11:00 sunnudaginn 1. nóvember.
Um Kópavogskirkju
Skrifstofa safnaðarins er í Safnaðarheimilinu Borgum, Hábraut 1a og er opin virka daga á milli 09:00-13:00. Símanúmer kirkjunnar og safnaðarheimilis er: 554 1898. Póstfang safnaðarins er Hábraut 1a, 200 Kópavogur. Netfang: kopavogskirkja@kirkjan.is.
Sóknarprestur: Sr. Sigurður Arnarson: sigurdur.arnarson@kirkjan.is
Prestur: Sr. Grétar Halldór Gunnarsson: gretar.halldor.gunnarsson@kirkjan.is
Djákni Kópavogskirkju: Ásta Ágústsdóttir, netfang: asta.agustsdottir@kirkjan.is
Tónlistarstjóri: Elísa Elíasdóttir: elisaeliasdottir@gmail.com
Kirkjuvörður er Dóra Guðrún Þorvarðardóttir, netfang kirkjuvordur@kopavogskirkja.is
Kirkjan er opin eftir samkomulagi.