Helgistund 1. nóvember kl. 11:00 á netinu

Vegna samkomutakmarkanna vegna Covid19 verður helgistund á netinu á Allra heilagra messu 1. nóvember kl.11:00 . Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir, sr. Sigurður Arnarson og Ásta Ágústsdóttir, djákni munu leiða stundina og Lenka Mátéová, kantor flytur tónlist.  Minnst verður þeirra, sem eru látin og beðið fyrir þeim með nafni, sem prestar Kópavogskirkju hafa jarðsungið frá 1. nóvember 2019 til 15. okóber á þessu ári.

https://www.facebook.com/K%C3%B3pavogskirkja-387710974680

Rafrænn sunnudagaskóli 25. október

Hér er hægt að nálgast rafrænan sunnudagaskólann sem birtist á Facebook síðu Kópavogskirkju síðastliðinn sunnudag þann 25. október.

Rafrænn sunnudagaskóli 18. október

Hér er hægt að spila annan sunnudagaskóli á rafrænu formi þann 18. október 2020. Einnig er hægt að finna það á Facebook síðu Kópavogskirkju.

Rafrænn sunnudagaskóli 18. október

Eins og í síðustu viku verður ekki hægt að hittast í sunnudagaskólann en við höldum áfram að senda hann heim að dyrum. 🤩Hvetjum alla til þess að syngja með og taka þátt að heiman! 🎉

Posted by Kópavogskirkja on Sunnudagur, 18. október 2020

Rafrænn sunnudagaskóli

Hérna er hægt að horfa á rafræna sunnudagaskólann sem birtist á Facebook síðu Kópavogskirkju þann 11. október.

Rafrænn Sunnudagaskóli

Rafrænn sunnudagaskóli þann 11. október til þess að horfa á og taka þátt í að heiman.

Posted by Kópavogskirkja on Sunnudagur, 11. október 2020

Rafrænn Sunnudagaskóli

Þar sem hefðbundinn sunnudagaskóli fellur niður vegna Covid-19 munum við hafa í staðinn rafræna sunnudagaskóla.

Myndbandi verður þá aðgengilegt á Facebook síðu Kópavogskirkju og á kopavogskirkja.is þar sem krakkar og foreldrar geta horft á og tekið þátt í sunnudagaskólanum að heiman.

Fyrsti rafræni sunnudagaskólinn verður birtur klukkan 11:00 þann 11. október 2020.

Barna- og æskulýðsstarf fellur niður

Í ljósi aðstæðna fellur allt barna- og æskulýðsstarf niður, frá og með deginum í dag 8. október og um óákveðinn tíma. Gætum öll að sóttvörnum og hugum hvert að öðru, sameinuð stöndum við þetta af okkur.

Vegna covid 19

Vegna hertra sóttvarnareglna verður breyting á starfi í Kópavogskirkju.

Guðsþjónustur á sunnudögum falla niður í október, sunnudagaskóli fellur einnig niður í október .

Barna- og æskulýðsstarf verður óbreytt á fimmtudögum.

Vetrarfermingarfræðsla á mánudögum, fellur niður í október.

Mál dagsins fellur niður í október mánuði.

Prjónahópur fellur niður í október.

Við allar athafnir svo sem skírnir og hjónavígslur gilda 20 manna fjöldatakmarkanir.

Ekki verður reglubundin viðvera á skrifstofutíma eins og verið hefur, vegna heimavinnu starfsfólks og aðstæðna í samfélaginu. Fylgst er náið með símsvara og tölvupósti.

Kapellan í safnaðarheimilinu Borgum er opin eftir samkomulagi eins og verið hefur.
Fólki er velkomið að eiga þar sína stund með Guði eða fá fyrirbæn, sé þess óskað.

Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir prestur og Ásta Ágústsdóttir, djákni verða á vaktinni til að sinna sálgæslu. Best er að panta viðtal eða símtal með því að hringja í síma 554 1898 eða senda tölvupóst á: sjofnjo@simnet.is, gsm 892 7651 eða asta.agustsdottir@kirkjan.is

Gætum vel að sóttvörnum og förum að tilmælum sóttvarnaryfirvalda, þannig náum tökum á óværunni.

Leyfi sóknarprests

Sr. Sigurður Arnarson er í leyfi í október.  Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir þjónar í fjarveru hans.

Barna- og fjölskylduguðsþjónusta 4. október í safnaðarheimilinu Borgum

Barna- og fjölskylduguðsþjónusta verður sunnudaginn 4. október n.k. kl. 11:00 í safnaðarheimilinu Borgum.  Félagar úr Skólakór Kársnes syngja undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttir.  Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir leiðir stundina ásamt sunnudagaskólaleiðtogum.