Sunnudagaskóli 17. október kl.11:00 í safnaðarheimilinu Borgum.

Sunnudagaskóli verður 17. október n.k. kl. 11:00 í safnaðarheimilinu Borgum.  Laufey Brá Jónsdóttir og Hjördís Perla Rafnasdóttir, leiða starfið.  Allir hjartanlega velkomnir.

Guðsþjónusta 17. október kl. 11:00 í safnaðarheimilinu Borgum

Guðsþjónusta verður sunnudaginn 17. október kl. 11:00 í safnaðarheimilinu Borgum.  Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir, prédikar og þjónar fyrir altari.  Félagar úr Kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Lenku Mátéová.

Mál dagsins 12. október n.k.

Mál dagins þriðjudaginn 12. október n.k. hefst að venju með samsöng kl.14:30 í safnaðarheimilinu Borgum. Sönginn leiða Grímur Sigurðsson og Lenka Mátéová. Um kl. 15:05 flytur Egill Þórðarson, loftskeytamaður erindi um „Halaveðrið“. Um kl. 15:30 er drukkið kaffi og stundinni lýkur með bæn og blessun. Allir hjartanlega velkomnir

Sunnudagaskóli 10. október kl. 11:00 í kapellu safnaðarheimilisins.

Sunnudagaskóli verður 10. október kl. 11:00 í kapellu safnaðarheimilisins.  Hjördís Perla Rafnsdóttir og Laufey Brá Jónsdóttir, guðfræðingar leiða skólann.

Guðsþjónusta 10. október í safnaðarheimiinu Borgum kl.11:00

Guðsþjónusta verður í safnaðarheimilinu Borgum, sunnudaginn 10. október kl. 11:00.  Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Ástu Ágústsdóttur, djákna.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová, kantors.  Á eftir guðsþjónustu verður stuttur fundur um fermingarstarfið í vetur en fermingarbörnum vetrarins, foreldrum og forráðafólki er boðið sérstaklega til guðsþjónustunnar.

„Jón Múli á léttum nótum“ – Mál dagsins þriðjudaginn 5. október

„Jón Múli á léttum nótum“. Í Máli dagsins þriðjudaginn 5. október n.k. kl. 14:30 mun Lenka Mátéová og Grímur Sigurðsson leiða samsöng. Klukkan 15:10-15:30 mun Helgi Ágústsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri og sendiherra segja meðal annars: frá kynnum sínum af Jóni Múla Árnasyni. Klukkan 15:30 er drukkið kaffi og stundinni lýkur með bæn og blessun kl.16:00.
 
Fyrir þau sem vilja er helgistund í kapellunni í safnaðarheimilinu sama dag kl. 13:45.

Barna- og fjölskylduguðsþjónusta

Barna- og fjölskylduguðsþjónusta verður sunnudaginn 3. október kl.11:00 í safnaðarheimilinu Borgum. Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir leiðir stundina ásamt sunnudagskólaleiðtogum. Börn úr Kársnesskóla syngja undir stjórn Þóru Marteinsdóttur.

Mál dagsins 28. september

Mál dagsins verður 28. september kl.14:30-16:00, Stundin hefst á samsöng undir stjórn Lenku Máteóvá og Friðriks Kristinssonar. Klukkan 15:10 heldur Hildur Hákonardóttir erindi um „Biskupsfrúr í Skálholti“. Klukkan 15:30 er drukkið kaffi og með því og lýkur stundinni klukkan 16:00 með stuttri bæn og blessun. Allir hjartanlega velkomnir.

Mál dagsins 14. september n.k. kl. 14.30

Mál dagsins þriðjudaginn 14. septmeber n.k. kl.14:30-16:00 í safnaðarheimilinu Borgum.  Friðrik Kristinsson, kórstjóri og Lenka Mátéová, kantor leiða samsöng.  Stefán Hilmarsson syngur frá 15.10 til 15.30 við undirleik Þóris Úlfarssonar.  Stundinni lýkur með bæn og blessun. Allir hjartanlega velkomnir. 

Mál dagsins hefst aftur þriðudaginn 7. september n.k. kl.14:30

Mál dagsins hefur aftur göngu sína þriðjudaginn 7. septmeber n.k. kl.14:30-16:00 í safnaðarheimilinu Borgum.  Friðrik Kristinsson, kórstjóri og Lenka Mátéová, kantor leiða samsöng.  Flutt verður svo 20 mínútna erindi og kaffi drukkið kl.15:30.  Stundinni lýkur með bæn og blessun. Allir hjartanlega velkomnir.