Kyrrð – Íhugun
/in Fréttir, Frontpage Article/by Sigurður ArnarsonKyrrðar- og íhugunarstundir verða í Kópavogskirkju á miðvikudögum í mars kl. 17:30-18:00. Tónlist og bænir. Fólk getur komið og farið að vild.
Mál dagsins
/in Fréttir, Frontpage Article/by Sigurður ArnarsonMál dagsins verður þriðjudaginn 8. mars kl. 14:30-16:00. Samsöngur, erindi, kaffi og með því, stutt bæn og blessun. Allir hjartanlega velkomnir.
Hugmyndir fyrir fermingarbörn vorsins 2022 að ritningartextum
/in Fréttir/by Sigurður ArnarsonRitningartextar
1. …Guð er meiri en hjarta okkar og þekkir allt. 1.Jóh. 3.20
2. …en Guði er enginn hlutur um megn. Lúk. 1.37
3. Allt megna ég fyrir hjálp hans, sem mig styrkan gjörir. Fil. 4.13
4. Allt sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. Mt. 7.12
5. Berið hvers annars byrðar og uppfyllið þannig lögmál Krists. Gal. 6.2
6. Betri er hnefafylli af ró en báðar hendur fullar af striti og eftirsókn eftir vindi. Pred. 4.6
7. Biðjið, og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á og fyrir yður mun upp lokið verða. Mt. 7:7
8. Börnin mín, elskum ekki með tómum orðum heldur í verki og sannleika. 1. Jóh. 3.18
9. Drottin er öllum góður, og miskunn hans er yfir öllum, sem hann skapar Sálm. 145:9
10. Drottinn er góður, miskunn hans varir að eilífu og trúfesti hans frá kyni til kyns. Sálm. 100:5
11. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Sálm. 23:1
12. Drottinn er trúfastur í öllum orðum sínum og miskunnsamur í öllum verkum sínum. Sl. 145:13b
13. Drottinn er vörður þinn, Drottinn skýlir þér, hann er þér til hægri handar. Sálm.121:5
14. Drottinn mun vernda þig fyrir öllu illu, hann mun vernda sál þína. Sálm. 121:7
15. Ef Drottinn byggir ekki húsið, erfiða smiðirnir til ónýtis. Sálm. 107:1
16. En ávöxtur andans er: kærleiki, gleði, friður, langlyndi, gæska, góðvild, trúmennska, hógværð og sjálfsagi. Gal. 5:22
17. En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur. 1. Kor. 13.13
18. Enginn hefur nokkurn tíma séð Guð. Ef við elskum hvert annað þá er Guð í okkur og kærleikur hans er fullkomnaður í okkur. 1. Jh. 4.12
19. Ég er góði hirðirinn. Góði hirðirinn leggur líf sitt í sölurnar fyrir sauðina.
20. Ég vil lofa Drottinn meðan lifi, lofsyngja Guði mínum, meðan ég er til. Sálm. 146:2
21. Fel Drottni vegu þína og treyst honum, hann mun vel fyrir sjá. Sálm. 37:5
22. Gleymið ekki gestrisninni því að vegna hennar hafa sumir hýst engla án þess að vita. Heb. 13.2
23. Gott mannorð er betra en mikill auður, vinsæld er betri en silfur og gull. Orðskv. 22:1
24. Guð er kærleikur og sá sem er stöðugur í kærleikanum er stöðugur í Guði og Guð er stöðugur í honum. 1. Jh. 4.16
25. Guð er ljós og myrkur er alls ekki í honum. 1. Jh. 1.5
26. Guð er oss hæli og styrkur, örugg hjálp í nauðum. Sálm. 46:2
27. Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar. Sálm. 121:2
28. Í upphafi var Orðið og Orðið var hjá Guði og Orðið var Guð. Jóh. 1:1
29. Í þínar hendur fel ég anda minn, þú frelsar mig, Drottinn, þú trúfasti Guð! Sálm 31:6
30. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Sálm. 23:4
31. Jesús mælti: „Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi.“ Jóh. 11:25
32. Jesús sagði: …Guði er ekkert um megn. Mt. 19.26
33. Jesús sagði: „Óttast ekki, trú þú aðeins.“ Mark. 5:36
34. Jesús sagði: Elskið óvini yðar og biðjið fyrir þeim sem ofsækja yður. Mt. 5:44
35. Jesús sagði: „Ég er ljós heimsins. Sá sem fylgir mér, mun ekki ganga í myrkri, heldur hafa ljós lífsins. Jh 8:12
36. Jesús sagði: „Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar, og ég mun veita yður hvíld.“ Matt. 11:28
37. Jesús segir við hann: „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins, nema fyrir mig.“ Jóh. 14:6
38. Jesús segir þeim: „Ég er brauð lífsins. Þann mun ekki hungra sem til mín kemur og þann aldrei þyrsta sem á mig trúir.“ Jh. 6.35
39. Jesús segir: „Sjá, ég er með yður alla daga allt til enda veraldar.“ Mt. 28.20
40. Jesús segir: Hjarta yðar skelfist ekki. Trúið á Guð og trúið á mig. Jóh. 14:1
41. Kenn mér að gjöra vilja þinn, því að þú ert minn Guð. Þinn góði andi leiði mig um slétta braut. Sálm. 143:10
42. Kærleikur og tryggð munu aldrei yfirgefa þig. Festu þau um háls þér og ritaðu þau á spjald hjarta þíns, þá muntu hljóta hylli og góð hyggindi, jafnt í augum Guðs sem manna. Orðkv. 3.3-4
43. Kærleikurinn breiðir yfir allt, trúir öllu , vonar allt, umber allt. Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. I. Kor 13:7
44. Lát ekki hið illa sigra þig en sigra þú illt með góðu. Róm. 12.21
45. Lát engan líta smáum augum á æsku þína en ver fyrirmynd trúaðra í orði og hegðun, í kærleika, trú og hreinlífi. 1.Tím. 4.12
46. Látið ekkert fúkyrði líða ykkur af munni heldur það eitt sem er gott til uppbyggingar, þar sem þörf gerist, til þess að það verði til góðs þeim sem heyra.
47. Lítið ekki á eigin hag, heldur einnig annarra. Verið með sama hugafari sem Jesús Kristur var. Fil. 2:4-5
48. Lofa þú Drottin, sála mín, og gleym eigi neinum velgjörðum hans. Sálm 103:2
49. Náðugur og miskunnsamur er Drottinn, þolinmóður og mjög gæskuríkur. Sálm. 145:8
50. Óttast þú eigi, því að ég er með þér. Lát eigi hugfallast, því að ég er þinn Guð. Ég styrki þig, ég hjálpa þér, ég styð þig með hægri hendi réttlætis míns. Jes. 41:10
51. Óttastu ekki og láttu ekki hugfallast því að Drottinn, Guð þinn, er með þér hvert sem þú ferð. Jós. 1.9
52. Sá sem ástundar réttlæti og kærleika, öðlast líf, réttlæti og heiður. Orðskv. 21:21
53. Skapa í mér hreint hjarta, ó Guð, og veit mér nýjan, stöðugan anda. Sálm. 51:12
54. Svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. Jóh 3:16
55. Sælir eru friðflytjendur, því að þeir munu Guðs börn kallaðir verða. Matt. 5:9
56. Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá. Matt. 5:8
57. Sælir eru hógværir, því að þeir munu jörðina erfa. Matt. 5:5
58. Sælir eru miskunnsamir, því að þeim mun miskunnað verða. Matt. 5:7
59. Sælir eru þeir, sem hungrar og þyrstir eftir réttlætinu, því að þeir munu saddir verða. Matt 5:6
60. Varðveit hjarta þitt framar öllu öðru því að þar eru uppsprettur lífsins. Orðsk. 4.23
61. Varðveit mig sem sjáaldur augans, fel mig í skugga vængja þinna. Sálm. 17:8
62. Varðveit mig, Guð, því að hjá þér leita ég hælis. Sálm. 16:1
63. Varðveittu hið góða, sem þér er trúað fyrir, með hjálp heilags anda sem í okkur býr. 1. Tím. 1.14
64. Varpa áhyggjum þínum á Drottinn, hann mun bera umhyggju fyrir þér. Sl. 55:23
65. Verið glöð. Verið fullkomin, áminnið hvert annað, verið samhuga, lifið saman í friði. Þá mun Guð kærleikans og friðarins vera með ykkur. 2. Kor. 3:14
66. Verið góðviljuð hvert við annað, miskunnsöm, fús til að fyrirgefa hvert öðru eins og Guð hefur í Kristi fyrirgefið ykkur. Efes. 4.32
67. Vísa mér veg þinn, Drottinn, lát mig ganga í sannleika þínum, gef mér heilt hjarta, að ég tigni nafn þitt. Sálm. 86:11
68. Þakkið Drottni, því að hann er góður, því að miskunn hans varir að eilífu. Sálm. 107:1
69. Þið elskuðu, elskum hvert annað því að kærleikurinn er frá Guði kominn og hver sem elskar er barn Guðs og þekkir Guð. 1. Jóh. 4.7
70. Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegi mínum. Sálm. 119:105
71. Þótt ég talaði tungum manna og engla, en hefði ekki kærleika, væri ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla. I. Kor. 13:1
72. Þreytumst ekki að gera það sem gott er því að á sínum tíma munum við uppskera ef við gefumst ekki upp. Gal. 6:9
73. Þú ert von mín, þú, Drottinn, ert athvarf mitt frá æsku. Sálm. 71:15
74. Þú skalt elska Drottin Guð þinn af öllu hjarta þínu og af allri sálu þinni og af öllum huga þínum og af öllum mætti þínum og náunga þinn eins og sjálfan þig. Mark. 12:30-31
75. Því að ég þekki þær fyrirætlanir, sem ég hefi í hyggju með yður – segir Drottinn – fyrirætlanir til heilla, en ekki til óhamingju, að veita yður vonarríka framtíð. Jer. 29:11
76. Því að ég, Drottinn, Guð þinn, held í hægri hönd þína og segi við þig: „Óttast þú eigi, ég hjálpa þér!“ Jesaja 41:13
77. Því að þín vegna býður hann út englum sínum til þess að gæta þín á öllum vegum þínum. Sálm. 91:11
78. Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. Jóh. 3:16
79. Ég er Drottin Guð þinn, þú skalt ekki aðra Guði hafa.
80. Þú skalt ekki leggja nafn Drottins, Guðs þíns við hégóma.
81. Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan.
82. Heiðra skaltu föður þinn og móður þína.
86. Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum.
87. Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns.
Um Kópavogskirkju
Skrifstofa safnaðarins er í Safnaðarheimilinu Borgum, Hábraut 1a og er opin virka daga á milli 09:00-13:00. Símanúmer kirkjunnar og safnaðarheimilis er: 554 1898. Póstfang safnaðarins er Hábraut 1a, 200 Kópavogur. Netfang: kopavogskirkja@kirkjan.is.
Sóknarprestur: Sr. Sigurður Arnarson: sigurdur.arnarson@kirkjan.is
Prestur: Sr. Grétar Halldór Gunnarsson: gretar.halldor.gunnarsson@kirkjan.is
Djákni Kópavogskirkju: Ásta Ágústsdóttir, netfang: asta.agustsdottir@kirkjan.is
Tónlistarstjóri: Elísa Elíasdóttir: elisaeliasdottir@gmail.com
Kirkjuvörður er Dóra Guðrún Þorvarðardóttir, netfang kirkjuvordur@kopavogskirkja.is
Kirkjan er opin eftir samkomulagi.