Barna- og fjölskylduguðsþjónusta, kynningarfundur og uppskeruhátíð Barnastarfs Kópavogskirkju
Barna- og fjölskylduðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 1. maí n.k. klukkan 11:00.
Stundina leiða, sóknarprestur, djákni og starfsmenn sunnudagaskólans.
Félagar úr Skólakór Kársnes syngja undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur.
Fermingarbörn vorsins 2023 og foreldrar þeirra eru sérstaklega boðin.
Uppskeruhátíð barnastarfsins verður svo við kirkjuna, hoppukastalar og boðið upp á grillaður pylsur og með því.
Eftir guðsþjónustuna verður stuttur kynningarfundur í kirkjunni fyrir fermingarbörn vorsins 2023 og foreldra þeirra, sem og skráning í fermingarfræðsluna framundan.