Aðventukvöld, guðsþjónusta og sunnudagaskóli
- nóvember. 1. sunnudagur í aðventu
Guðsþjónusta kl.11.00
Tökum frá tíma á aðventunni til að koma til kirkju. Guðsþjónusta kl. 11.00. Kór Kópavogskirkju syngur. Lenka Mátéóva leikur á orgelið og Sr. Sigurður Arnarson leiðir guðsjónustuna
Sunnudagaskóli kl. 11.00
Sunnudagaskólinn verður á sínum stað í safnaðarheimilinu borgum. Kveikt á fyrsta aðventukertinu. Æskulýðsleiðtogar kirkjunnar leiða stundina, syngja, segja sögur og bregða á leik.
Aðventukvöld kl. 20.00
Klassískt aðventukvöld með jólalestrum, kertaljósi og fallegri aðventutónlist. Skólakórar Kársness og Kór Kópavogskirkju syngja aðventulög og jólasálma. Fulltrúar Tónlistarskóla Kópavogs leika á hljóðfæri. Lenka Matéóvá og Álfheiður Björgvinsdóttir stýra kórum. Prestar og djákni safnaðarins taka á móti fólki og leiða stundina.