Guðsþjónusta & sunnudagaskóli 29/09/24

Sunnudaginn 29. september kl 11.00 verður guðsþjónusta í Kópavogskirkju.  Sr. Grétar Halldór Gunnarsson prédikar og þjónar fyrir altari, Kór Kópavogskirkju syngur og Elísa Elíasdóttir er organisti. Á sama tíma er sunnudagaskólinn á sínum stað í Borgum, safnaðarheimili og leiddur að æskulýðsleiðtogum Kópavogskirkju. Verið velkomin!

Messa & sunnudagaskóli 15/09/24

Messa og sunnudagaskóli í Kópavogskirkju sunnudaginn 15. september kl. 11.00. Sr. Grétar Halldór Gunnarsson prédikar og þjónar fyrir altari.  Kór Kópavogskirkju leiðir söng og Elísa Elíasdóttir er organisti. Á sama tíma verður sunnudagaskólinn í Borgum safnaðarheimili. Verið velkomin!

Kyrrðarstund 10/9/24 kl. 20:00 í Kópavogskirkju á alþjóðlegum forvarnardegi sjálfsvíga

Í tilefni af Gulum september og alþjóðlegum forvarnardegi sjálfsvíga verður haldin kyrrðarstund í Kópavogskirkju þann 10. september kl.20:00.

Tilgangur dagsins er að vinna saman að forvörnum sjálfsvíga, minnast þeirra sem dáið hafa í sjálfsvígi og sýna aðstandendum sem misst hafa í sjálfsvígi samkennd og stuðning.

Allir eru hvattir til að kveikja á kerti og setja út í glugga 10. september kl.20:00.

Sunnudagsskólinn hefst 8. september kl. 11:00 í Kópavogskirkju

Sunnudagsskólinn hefst 8. september kl. 11:00 í Kópavogskirkju í barna- og fjölskylduguðsþjónustu