Helgihald um jól og áramót
Aðfangadagur, 24. desember, kl. 15:00. Beðið eftir jólunum, helgistund með sunnudagaskólaívafi. Sunnudagaskólakennarar og sóknarprestur annast stundina.
Aðfangadagur, 24. desember, kl. 18:00. Hátíðarguðsþjónusta. Ásta Ágústsdóttir, djákni prédikar. Sr. Sigurður Arnarson þjónar fyrir altari. Einsöngur: Þórunn Elín Pétursdóttir og einleikur á flautu: Hafdís Vigfúsdóttir. Hátíðarsöngvar sr. Bjarna Þorsteinssonar. Hátíðartónlist flutt frá kl. 17:30.
Jóladagur, 25. desember, kl.14:00. Hátíðarguðsþjónusta, dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Hátíðarsöngvar sr. Bjarna Þorsteinssonar.
Annar jóladagur, 26. desember, kl. 11:00. Kópavogskirkjuganga. Stutt helgistund í kirkjunni og að henni lokinni verður boðið upp á í samvinnu við Sögufélag Kópavogs hálftíma göngu um Kársnes undir stjórn Frímanns Inga Helgasonar. Á eftir verður boðið upp á “gönguvænar” veitingar í safnaðarheimilinu Borgum.
Gamlársdagur, 31. desember, kl. 18:00. Guðsþjónusta með óhefbundnu sniði. Kristín Stefánsdóttir og félagar sjá um tónlistarflutning.
Nýjársdagur, 1. janúar, kl. 14:00. Hátíðarguðsþjónusta. Kristín Heimisdóttir, formaður Tannlæknafélags Íslands flytur hugleiðingu. Hátíðarsöngvar sr. Bjarna Þorsteinssonar.
Í öllum guðsþjónustum prédikar og þjónar sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur og Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová, nema annað sé tekið fram.