Fermingarstarfið
Í ljós nýrra sóttvarnarreglna, sem taka í gildi í vikunni þá hefst vetrarfermingarfræðslan (ekki fyrir þau sem voru í síðsumarsfræðslu í ágúst s.l.) mánudaginn 18. janúar n.k. kl. 15:40-16:20 í safnaðarheimilinu Borgum og verður vetrarfermingarfræðslan vikulega á þessum tímum.
Sameiginleg fermingarfræðsla (fyrir þau sem eru í vetrar- og voru í síðsumarsfermingarfræðslu) verður fimmtudaginn 18. febrúar frá kl. 09:30-13:00 en þá er vetrarfrí í Kársnesskóla.
Æskulýðsfundir fyrir 8. bekk hefjast aftur fimmtudaginn 21. janúar og eru kl.20:00-21:30 (athugið breyttan fundartíma) í safnaðarheimilinu Borgum.
Miðað er við að ferma sunnudaginn 21. mars, 28. mars og 1. apríl n.k. kl.11:00.
Í ljósi Covid 19 þá verður einnig boðið upp á fermingar 22. og 29. ágúst næstkomandi kl. 11:00 í Kópavogskirkju.