Liðsauki

Dr. Grétar Halldór Gunnarsson, prestur í Grafarvogsprestakalli, tekur til starfa í Kársnesprestakalli í Kópavogi við hliðina á sóknarprestinum sr. Sigurði Arnarsyni frá og með 1. ágúst n.k. Dr. Grétar Halldór er um þessar mundir prestur á Ísafirði en hann og sr. Magnús Erlingsson, sóknarprestur þar og prófastur, höfðu skipti á störfum í einn vetur.
Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir hefur þjónað í prestakallinu frá 1. mars 2020 og lætur af störfum 1. júlí n.k. og þökkum við henni innlega fyrir hennar dýrmætu og góðu störf. Dr. Grétar Halldór bjóðum við hjartanlega velkomnin og hlökkum til að fá hann til liðs við Kársnessókn.

Sjá einnig á:
https://kirkjan.is/frettir/frett/2022/05/17/Lidsauki-i-Karsnesprestakall/