Fjölskylduguðsþjónusta á Æskulýðsdaginn 02/03/25

Æskulýðsdagurinn er á sunnudaginn. Því verður barna og fjölskylduguðsþjónusta í Kópavogskirkju. Sunnudagaskólinn, Kársnesskór og Kópavogskirkja renna saman í eitt. Hanna Hermannsdóttir, æskulýðsleiðtogi flytur hugvekju og Sr. Grétar Halldór Gunnarsson leiðir guðsþjónustuna. Sjáumst glöð í guðsþjónustu fyrir alla aldurshópa.