Entries by Lilja Katrín Gunnarsdóttir

Kyrrðardagur með dr. Karli Sigurbjörnssyni

Laugardaginn, 14. mars er boðið til kyrrðardags í Safnaðarheimili Dómkirkjunnar við Vonarstræti. Karl Sigurbjörnsson, biskup, leiðir kyrrðardaginn, fræðir um Bænabandið og hvernig hægt er að nýta það í uppbyggingu trúar og bænalífs, og stýrir íhugun og bæn. Stuðst er við bækurnar: Martin Lönnebo: Bænabandið og Eva Cronsioe og Thomas Ericson: Vegurinn. Byrjað verður með morgunverði […]

Eldklerkurinn, leiksýning 31. mars n.k. kl. 20:00 í Kópavogskirkju

Möguleikhúsið sýnir „Eldklerkinn“ í Kópavogskirkju þriðjudaginn 31. mars n.k. klukkan 20:00.  Sýningin er samvinnuverkefni Þjóðkirkjusafnaðanna í Kópavogi. Enginn aðgangseyrir og allir að sjálfsögðu hjartanlega velkomnir. Eldklerkurinn er einleikur um séra Jón Steingrímsson og Skaftárelda. Jón Steingrímsson er kunnastur fyrir eldmessuna er hann flutti í miðjum Skaftáreldum, en hver var hann, hvaðan kom hann og hver urðu […]

Mál dagsins 17. mars n.k.

Mál dagsins hefst að venju þriðjudaginn 17. mars n.k. klukkan 14:30 með samsöng undir stjórn Friðriks Kristinssonar og Lenku Mátéová.  Klukkan 15:10 flytur unglingakór, skipaður um 40 ungum karlmönnum á aldrinum 14-17 ára frá Bandaríkjunum tónleika í 20 mínútur.  Um kl. 15:30 verður drukkið kaffi. Stundinni lýkur kl. 16:00 með stuttri helgistund.  Nánari upplýsingar á […]

Barna- og fjölskylduguðsþjónusta 15. mars n.k.

Barna- og fjölskylduguðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 15. mars n.k. kl. 11:00.  Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur þjónar fyrir altari. Stúlkur úr 7. bekk Kársnesskóla syngja undir stjórn Elínar Halldórsdóttur.  Sunnudagaskólinn tekur þátt í guðsþjónustunni en skólann annast þau: Ágústa Tryggvadóttir, Bjarmi Hreinsson og Oddur Örn Ólafsson.

Mál dagsins 10. mars

Næsta “Mál dagsins” verður þriðjudaginn 10. mars n.k. í safnaðarheimilinu Borgum. Stundin hefst að venju með samsöng undir stjórn Lenku Mátéová og Friðriks Kristinssonar. Klukkan 15:10-15:30 verður fyrirlestur frá nýsköpunarfyrirtækinu Levo. Fjallað verður um nýjungar í samskiptum okkar við tölvur og hvernig þær geta bætt vinnuumhverfi. Tómas Páll Máté og félagar hans í fyrirtækinu kynna. […]

Guðsþjónusta 8. mars n.k.

Guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 8. mars n.k. kl. 11:00. Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová. Sunnudagaskólinn hefst í kirkjunni að venju.

Fermingaræfingar og próf í fermingarfræðslu, mars 2015

Eftirfarandi eru nokkur mikilvæg minnisatriði vegna fermingarfræðslunnar og ferminganna framundan: Vinsamlega sendið ritingarorðin sem fermingarbörnin, sem fermast í Kópavogskirkju velja sér (hugmyndir má nálgast á www.kopavogskirkja.is) til okkar á netfangið kopavogskirkja@kirkjan.is, við fyrsta hentugleik Frmingarbörn sem eiga eftir að máta fermingarkyrtla geta gert það mánudaginn 16. mars n.k. kl. 15:45-16:15 í Kópavogskirkju: Sendur verður tölvupóstur til þeirra sem eiga eftir að staðfesta skírnardag […]