Æskulýðsstarfið fellur niður í kvöld
Vegna veðurs fellur æskulýðsstarfið niður í kvöld. Nánari upplýsingar um lok starfsins verða auglýst síðar.
This author has not written his bio yet.
But we are proud to say that Lilja Katrín Gunnarsdóttir contributed 164 entries already.
Vegna veðurs fellur æskulýðsstarfið niður í kvöld. Nánari upplýsingar um lok starfsins verða auglýst síðar.
Mál dagsins í dag 10. mars fellur niður í dag vegna slæms veðurútlits. Næsta Mál dagsins verður þriðjudaginn 17. mars n.k.klukkan 14:30-16:00 í Safnaðarheimilinu Borgum.
Laugardaginn, 14. mars er boðið til kyrrðardags í Safnaðarheimili Dómkirkjunnar við Vonarstræti. Karl Sigurbjörnsson, biskup, leiðir kyrrðardaginn, fræðir um Bænabandið og hvernig hægt er að nýta það í uppbyggingu trúar og bænalífs, og stýrir íhugun og bæn. Stuðst er við bækurnar: Martin Lönnebo: Bænabandið og Eva Cronsioe og Thomas Ericson: Vegurinn. Byrjað verður með morgunverði […]
Möguleikhúsið sýnir „Eldklerkinn“ í Kópavogskirkju þriðjudaginn 31. mars n.k. klukkan 20:00. Sýningin er samvinnuverkefni Þjóðkirkjusafnaðanna í Kópavogi. Enginn aðgangseyrir og allir að sjálfsögðu hjartanlega velkomnir. Eldklerkurinn er einleikur um séra Jón Steingrímsson og Skaftárelda. Jón Steingrímsson er kunnastur fyrir eldmessuna er hann flutti í miðjum Skaftáreldum, en hver var hann, hvaðan kom hann og hver urðu […]
Mál dagsins hefst að venju þriðjudaginn 17. mars n.k. klukkan 14:30 með samsöng undir stjórn Friðriks Kristinssonar og Lenku Mátéová. Klukkan 15:10 flytur unglingakór, skipaður um 40 ungum karlmönnum á aldrinum 14-17 ára frá Bandaríkjunum tónleika í 20 mínútur. Um kl. 15:30 verður drukkið kaffi. Stundinni lýkur kl. 16:00 með stuttri helgistund. Nánari upplýsingar á […]
Barna- og fjölskylduguðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 15. mars n.k. kl. 11:00. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur þjónar fyrir altari. Stúlkur úr 7. bekk Kársnesskóla syngja undir stjórn Elínar Halldórsdóttur. Sunnudagaskólinn tekur þátt í guðsþjónustunni en skólann annast þau: Ágústa Tryggvadóttir, Bjarmi Hreinsson og Oddur Örn Ólafsson.
Næsta “Mál dagsins” verður þriðjudaginn 10. mars n.k. í safnaðarheimilinu Borgum. Stundin hefst að venju með samsöng undir stjórn Lenku Mátéová og Friðriks Kristinssonar. Klukkan 15:10-15:30 verður fyrirlestur frá nýsköpunarfyrirtækinu Levo. Fjallað verður um nýjungar í samskiptum okkar við tölvur og hvernig þær geta bætt vinnuumhverfi. Tómas Páll Máté og félagar hans í fyrirtækinu kynna. […]
Guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 8. mars n.k. kl. 11:00. Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová. Sunnudagaskólinn hefst í kirkjunni að venju.
Eftirfarandi eru nokkur mikilvæg minnisatriði vegna fermingarfræðslunnar og ferminganna framundan: Vinsamlega sendið ritingarorðin sem fermingarbörnin, sem fermast í Kópavogskirkju velja sér (hugmyndir má nálgast á www.kopavogskirkja.is) til okkar á netfangið kopavogskirkja@kirkjan.is, við fyrsta hentugleik Frmingarbörn sem eiga eftir að máta fermingarkyrtla geta gert það mánudaginn 16. mars n.k. kl. 15:45-16:15 í Kópavogskirkju: Sendur verður tölvupóstur til þeirra sem eiga eftir að staðfesta skírnardag […]
Vegna óviðráðanlegra aðstæðna fellur fermingarfræðsla niður í dag.
Skrifstofa safnaðarins er í Safnaðarheimilinu Borgum, Hábraut 1a og er opin virka daga á milli 09:00-13:00. Símanúmer kirkjunnar og safnaðarheimilis er: 554 1898. Póstfang safnaðarins er Hábraut 1a, 200 Kópavogur. Netfang: kopavogskirkja@kirkjan.is.
Sóknarprestur: Sr. Sigurður Arnarson: sigurdur.arnarson@kirkjan.is
Prestur: Sr. Grétar Halldór Gunnarsson: gretar.halldor.gunnarsson@kirkjan.is
Djákni Kópavogskirkju: Ásta Ágústsdóttir, netfang: asta.agustsdottir@kirkjan.is
Tónlistarstjóri: Elísa Elíasdóttir: elisaeliasdottir@gmail.com
Kirkjuvörður er Dóra Guðrún Þorvarðardóttir, netfang kirkjuvordur@kopavogskirkja.is
Kirkjan er opin eftir samkomulagi.