Vetrarfermingarfræðsla
Mánudaginn 17. nóvember n.k. fellur vetrarfermingarfræðsla niður kl.15:10 vegna starfsdags í Kársnesskóla. Næsti vetrarfermingarfræðslutími er mánudaginn 24. nóvember n.k.
This author has not written his bio yet.
But we are proud to say that Lilja Katrín Gunnarsdóttir contributed 164 entries already.
Mánudaginn 17. nóvember n.k. fellur vetrarfermingarfræðsla niður kl.15:10 vegna starfsdags í Kársnesskóla. Næsti vetrarfermingarfræðslutími er mánudaginn 24. nóvember n.k.
Sunnudaginn 16. nóvember n.k. á degi íslenskrar tungu mun Þórður Ingi Guðjónsson, sérfræðingur á Árnastofnun flytja hugleiðingu í guðsþjónustu í Kópavogskirkju kl. 11:00. Sr. Sigurður Arnarson, þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová. Sunnudagaskólinn hefst að venju í kirkjunni kl. 11:00 en flyst eftir guðsþjónustu upphaf í safnaðarheimilið Borgir.
Mál dagsins 11. nóvember n.k. hefst að venju með samsöng kl. 14:30. Um kl. 15:10 heldur Aðalsteinn Sigfússon, forstöðumaður velferðarsviðs Kópavogs erindi. Um kl. 15:30 verður drukkið kaffi og stundinni lýkur kl. 16:00 með stuttri helgistund. Allir hjartanlega velkomnir.
Næstkomandi þriðjudag 4. nóvember n.k. munu fermingarbörn í Kársnessókn ganga í hús í sókninni á milli 18:00-20:00 og safna fyrir Hjálparstarf kirkjunnar.
Mál dagsins er vikulega á þriðjudögum frá kl. 14:30-16:00. Næstkomandi þriðjudag hefst stundin á samsöng undir stjórn Friðriks Kristinssonar og Lenku Máteóvá. Um kl. 15:05 heldur Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn erindi um störf lögreglunar. Um kl. 15:30 verður drukkið kaffi og stundinni lýkur kl. 16:00 með stuttri helgistund. Allir hjartanlega velkomnir.
Húnvetningaguðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 2. nóvember n.k. kl.14:00. Sr. Úrsula Árnadóttir, prédikar og sr. Sigurður Arnarson þjónar fyrir altari. Húnakórinn syngur undir stjórn Þórhallar Bárðarsonar. Allir hjartanlega velkomnir.
Á Hallgrímshátíð í Kópavogskirkju 26. okt. 2014 Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. Á þessu ári eru fjórar aldir liðnar frá fæðingu Hallgríms Péturssonar. Fæðingardaginn vitum við ekki, en dánardagur hans var 27. október 1674, svo að ártíð hans er […]
Sunnudaginn 2. nóvember n.k. verður guðsþjónusta á “Allra sálna messu” í Kópavogskirkju kl. 11:00. Þá er þeirra sérstaklega minnst, sem eru látin. Beðið verður með nafni fyrir þeim, sem sóknarprestur Kópavogskirkju hefur jarðsungið á tímabilinu 20. október 2013- til 20. október 2014 og aðstandendum þeirra er boðið sérstaklega til guðsþjónustunnar. Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar […]
Foreldramorgnar eru vikulega yfir veturinn á fimmtudögum frá kl. 10:00-12:00 í safnaðarheimilinu Borgum. Umsjón með starfinu hefur Ólafía Lindberg Pétursdóttir.
Vikulegt starf er fyrir börn í 1.-4. bekk á miðvikudögum í safnaðarheimilinu Borgum. 3.-4. bekkur hittist þar kl. 14:00-15:00 og 1.-2. bekkur frá kl. 15:30-16:30. Boðið er upp á náð sé í börnin í Dægradvöl Kársnesskóla. Allir velkomnir.
Skrifstofa safnaðarins er í Safnaðarheimilinu Borgum, Hábraut 1a og er opin virka daga á milli 09:00-13:00. Símanúmer kirkjunnar og safnaðarheimilis er: 554 1898. Póstfang safnaðarins er Hábraut 1a, 200 Kópavogur. Netfang: kopavogskirkja@kirkjan.is.
Sóknarprestur: Sr. Sigurður Arnarson: sigurdur.arnarson@kirkjan.is
Prestur: Sr. Grétar Halldór Gunnarsson: gretar.halldor.gunnarsson@kirkjan.is
Djákni Kópavogskirkju: Ásta Ágústsdóttir, netfang: asta.agustsdottir@kirkjan.is
Tónlistarstjóri: Elísa Elíasdóttir: elisaeliasdottir@gmail.com
Kirkjuvörður er Dóra Guðrún Þorvarðardóttir, netfang kirkjuvordur@kopavogskirkja.is
Kirkjan er opin eftir samkomulagi.