Entries by Lilja Katrín Gunnarsdóttir

Fermingarfræðsla

Þann 28. september verður í safnaðarheimilinu Borgum fyrsta sameiginlega fermingarfræðsla vetrarins klukkan 16:00-16:40 (í fræðsluna eiga að mæta þau sem sóttu síðsumarsfræðslu og þau sem sækja fræðsluna í vetur). Unglingarnir skulu mæta með hefðbundin námsgögn ( „Con Dios“, „Kirkjulykilinn“, Nýja testamenntið, skriffæri og vinnubók). Í fermingarfræðslunni verður látin ganga listi, þar sem fermingarbörnin geta skráð […]

Guðsþjónusta 4. október

Guðsþjónusta verður 4. október n.k. kl. 11:00. Dr. Karl Sigurbjörnsson, biskup prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová. Sunnudagaskólinn hefst að venju í kirkjunni.

Sameiginleg fermingarfræðsla

Sameiginleg fermingarfræðsla verður mánudaginn 28. september kl. 16:00-16:40 í safnaðarheimilinu Borgum. Fræðslan er fyrir allan hópinn, það er þau sem sóttu síðsumarsfermingarfræðslu og sækja nú vetrarfermingarfræðslu.

Mál dagsins 29. september

Mál dagsins verður 29. september n.k. kl. 14:30-16:00. Stungið verður undir stjórn Friðriks Kristinssonar og Lenku Máteóvá. Um kl. 15:10 heldur Gísli Rafn Ólafsson erindi um starf sitt á vegum hjálparsamtaka. Klukkan 15:30 er drukkið kaffi og stundinni lýkur kl. 16:00 með stuttri helgistund. Allir hjartanlega velkomnir.

Foreldrarmorgnar og barnastarf

Foreldramorgnar Á hverjum fimmtudegi frá klukkan 10:00-12:00 í safnaðarheimilinu Borgum. Umsjón með starfinu hefur Magnea Tómasdóttir, söngkona. Allir foreldrar ungra barna velkomnir. Reglulega eru heimsóknir frá aðilum með fræðslu og kynningar á ýmsu, sem tengist börnum og barnauppeldi. Starfið hefst 24. september n.k. Sunnudagaskólinn Hvern sunnudag klukkan 11:00. Lögð er áhersla á fræðslu um kristna […]

Vikan í Kópavogskirkju

Vikudagskrá í Kópavogskirkju, veturinn 2015-2016 Sunnudagar: Guðsþjónustur eða messur kl. 11:00. Sunnudagaskólinn hefst í kirkjunni en flyst eftir upphaf í safnaðarheimilið Borgir. Mánudagar: Skrifstofan opin 09:00-13:00 Vetrarfermingarfræðsla kl.16:00-16:40 Sameiginleg fermingarfræðsla hópa einu sinni í mánuði kl.16:00-16:40. Þriðjudagar: Skrifstofan opin 09:00-13:00 Hádegisbænir í kirkju kl.12:10 og síðan hádegisverður í safnaðarheimilinu “Borgum”. “Mál dagsins” í safnaðarheimilinu frá […]

Guðsþjónusta 27. september

Guðsþjónusta verður 27. september klukkan 11:00. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová. Sunnudagaskólinn hefst í kirkju að venju.

Mál dagsins 22. september

Mál dagsins 22. september hefst að venju með samsöng undir stjórn Lenku Mátéová og Friðrik Kristinssonar. Kl. 15:10 heldur Arna Schram erindi um menningarmálefni. Um kl. 15:30 er drukkið kaffi og með því. Stundinni lýkur kl. 16:00 með stuttri helgistund. Allir hjartanlega velkomnir.

Tónlistarmessa 20. september

Tónlistarmessa verður í Kópavogskirkju 20. september n.k. kl.11:00. Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová. Sunnudagaskólinn hefst í kirkjunni en flyst eftir messu upphaf í safnaðarheimilið Borgir.

Helgihaldið framundan

Helgihald og listviðburðir framundan í Kópavogskirkju, fram að áramótum 2015 13. september, kl. 11:00 Guðsþjónusta. 20. september, kl. 11:00 Tónlistarmessa. 27. september, kl.11:00 Guðsþjónusta, dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, prédikar og þjónar fyrir altari. 4. október, kl. 11:00 Guðsþjónusta. Dr. Karl Sigurbjörnsson, prédikar og þjónar fyrir altari. 11. október, kl. 11:00 Barna- og fjölskylduguðsþjónusta. Skólakór Kársnes […]