Entries by Sigurður Arnarson

Vetrarhátíð og Kópavogskirkja 4-5 febrúar n.k.

Sirra Sigrún Sigurðardóttir gerir ljósaverk fyrir Kópavogskirkju Nýju verki eftir Sirru Sigrúnu Sigurðardóttur myndlistarmann verður varpað á Kópavogskirkju fyrstu helgina í febrúar, föstudags- og laugardagskvöldið 4. – 5. febrúar. Verk Sirru, sem er gert sérstaklega fyrir form Kópavogskirkju og í samtali við list Gerðar Helgadóttur, er gert að beiðni Kópavogsbæjar í tilefni Vetrarhátíðar. Hátíðin verður […]

Mál dagsins í streymi þriðjudaginn 25. janúar s.l. á facebókarsíðu Kópavogskirkju

Þriðjudaginn 25. janúar s.l. var Máli dagsins streymt á facebókarsíðu Kópavogskirkju (https://www.facebook.com/387710974680/videos/443433170751663).  Grímur Sigurðsson og Lenka Mátéová fluttu nokkur þorralög.  Kristín Helga Gunnarsdóttir, rithöfundur og fararstjóri flutti pistil frá Norður Ítalíu og stundinni lauk með bæn og blessun.

Streymi 16. janúar n.k.

Vegna sóttvarnarreglna og tilmæla frá biskupi Íslands verður ekki guðsþjónusta eða sunnudagaskóli í Kársnesprestakalli næstkomandi sunnudag 16. janúar. Aftur á móti verður helgistund í umsjón sr. Sigurðar Arnarsonar streymt á „facebókarsiðu) Kópavogskirkju. Félagar úr Kór Kópavogskirkju munu syngja undir stjórn Lenku Mátéová, kantors kirkjunnar.

Helgihald um áramót

Helgihald um áramót:   Á gamlársdegi 31. desember verður streymt á facebook síðu kirkjunnar hátíðarhelgistund, sem sr. Sjöfn Jóhannesdóttir leiðir.   Nýjársdagur 1. janúar verður streymt á sama hátt hátíðarhelgistundm, sem sr. Sigurður Arnarson leiðir.   Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová, kantors.     Gleðilegt nýtt ár.

Jólin í Kópavogskirkju

Vegna hertra sóttvarnarreglna verður aftansöng í Kópavogskirkju þann 24. desember kl.18:00 í Kópavogskirkju streymt á Facebook síðu Kópavogskirkju (kirkjan ekki opin). Ásta Ágústsdóttir, djákni prédikar og sr. Sigurður Arnarson þjónar fyrir altari. Félagar úr Kór Kópavogskirkju leiða söng undir stjórn Lenku Mátéová, kantors.   Á jóladag 25. desember verður ekki hátíðarguðsþjónusta í kirkjunni en streymt […]

Tónlistarguðsþjónusta 1. sunnudag í aðventu kl.11:00

Tónlistarguðsþjónusta verður fyrsta sunnudag í aðvetnu kl. 11:00 í Kópavogskirkju.  Sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari.  Skátar afhenda „Friðarloga“ frá Betlehem.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová, kantors.  Litur aðvetnunnar í kirkjuárinu er fjólublár og táknar hann íhugun.  Allir hjartanlega velkomnir.

Mál dagsins 23. nóvember

Mál dagsins verður þriðjudaginn 23. nóvember frá kl. 14:30-16:00 í safnaðarheimilinu Borgum. Stundin hefst með samsöng undir stjórn Gríms Sigurðssonar og Lenku Mátéová. Um kl.15:05 flytur dr. Gunnlaugur A. Jónsson, prófessor við Háskóla Íslands erindið „Jórsalir í sögu og samtíð.“ Klukkan 15:30 er drukkið kaffi og stundinni lýkur kl. 16:00 með bæn og blessun. Allir […]