Entries by Sigurður Arnarson

Kópavogskirkja opnar aftur eftir endurbætur

Sunnudaginn 24. október n.k. kl.11:00 verður því fagnað í guðsþjónustu í Kópavogskirkju að endurbótum á steindum gluggum Gerðar Helagdóttur og umgjörð þeirra er lokið en þær hafa staðið með hléum frá júní 2018. Í guðsþjónustunni mun sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur prédika og fyrir altari þjóna sr. Sjöfn Jóhannesdóttir og Ásta Ágústsdóttir, djákni. Kór Kópavogskirkju syngur […]

Mál dagsins 19. október

Mál dagsins hefst þriðjudaginn 19. október kl.14:30 með samsöng undir stjórn Gríms Sigurðssonar og Lenku Mátéová.  Kl.15:05 heldur sr. Þorvaldur Karl Helgason, fyrrum biskupsritari erindi um „Halaveðrið“.  Klukkan 15:30 er drukkið kaffi og með því og stundinni lýkur með bæn og blessun kl.16:00.  Allir hjartanlega velkomnir.

Sunnudagaskóli

Sunnudagaskólinn verður næst 24. október n.k. kl.11:00 í safnaðarheimilinu Borgum.  Gleði og kærleikur ráða þar ríkjum undir leiðsögn guðfræðinganna: Hjördísar Perlu Rafnsdóttur og Laufeyjar Brár Jónsdóttur.  Góðir gestir koma í heimsókn.  Allir hjartanlega velkomnir.

Mál dagsins 12. október n.k.

Mál dagins þriðjudaginn 12. október n.k. hefst að venju með samsöng kl.14:30 í safnaðarheimilinu Borgum. Sönginn leiða Grímur Sigurðsson og Lenka Mátéová. Um kl. 15:05 flytur Egill Þórðarson, loftskeytamaður erindi um „Halaveðrið“. Um kl. 15:30 er drukkið kaffi og stundinni lýkur með bæn og blessun. Allir hjartanlega velkomnir

Guðsþjónusta 10. október í safnaðarheimiinu Borgum kl.11:00

Guðsþjónusta verður í safnaðarheimilinu Borgum, sunnudaginn 10. október kl. 11:00.  Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Ástu Ágústsdóttur, djákna.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová, kantors.  Á eftir guðsþjónustu verður stuttur fundur um fermingarstarfið í vetur en fermingarbörnum vetrarins, foreldrum og forráðafólki er boðið sérstaklega til guðsþjónustunnar.