„Jón Múli á léttum nótum“ – Mál dagsins þriðjudaginn 5. október
„Jón Múli á léttum nótum“. Í Máli dagsins þriðjudaginn 5. október n.k. kl. 14:30 mun Lenka Mátéová og Grímur Sigurðsson leiða samsöng. Klukkan 15:10-15:30 mun Helgi Ágústsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri og sendiherra segja meðal annars: frá kynnum sínum af Jóni Múla Árnasyni. Klukkan 15:30 er drukkið kaffi og stundinni lýkur með bæn og blessun kl.16:00. […]