Entries by Sigurður Arnarson

Fermingarguðsþjónusta 22. ágúst

Fermingarguðsþjónusta fyrir Kársnessöfnuð verður í Hjallakirkju (nú fara fram endurbætur á Kópavogskirkju og kirkjan lokuð vegna þess) sunnudaginn 22. ágúst kl.11:00. Sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Lenku Mátéová.

Fermingar í ágúst, 2021

Fermt verður sunnudaginn 22. ágúst kl.11:00 í Hjallakirkju og þann 29. ágúst kl. 11:00 í safnaðarheimilinu Borgum (skáhalt gengt Gerðarsafni). Æfingar fyrir fermingar eru sem hér segir: Föstudaginn 20. ágúst kl. 16:00-17:00 í Hjallakirkju (ekki 10:00 eins og var búið að auglýsa) fyrir þau sem fermast 22. ágúst og Föstudaginn 27. ágúst kl.16:00-17:00 í safnaðarheimilinu […]

Breyttir tímar vegna sumarfermingarfræðslu

Síðssumarsfræðsla – Breyttir tímar Síðsumarnámskeið verður föstudaginn 20. og  mánudaginn 23. ágúst, 2021 frá kl. 9:00 – 15:00 í safnaðarheimilinu Borgum.   Vetrarfermingarfræðsla (fyrir þau sem ekki eru á síðsumarsnámskeiðinu) verður vikulega næsta vetur frá og með 6. september, 2021 kl:16:15 – 17:00 í safnaðarheimilinu Borgum.  Þau sem eiga eftir að skrá sig í fræðsluna eru beðin um að gera það við fyrsta tækifæri […]

Helgistund 1. ágúst kl.11:00. Sögufélagið leiðir gögnu um umhverfi kirkjunnar. Kaffisopi á eftir

Helgistund verður sunnudaginn 1. ágúst n.k. kl.11:00 í safnaðarheimilinu Borgum (úti ef veður leyfir). Sr. Sigurður Arnarson, þjónar fyrir altari og prédikar. Lára Bryndís Eggertsdóttir annast tónlistarflutning. Að stundinni lokinni (um kl.11:35) mun Sögufélag Kópavogs leiða göngu um nágrenni Kópavogskirkju. Að göngu lokinni verður boðið upp á kaffi og kleinur í safnaðarheimilinu Borgum.

„Þjónusta kirkjunnar við andlát“

Kjalarnesprófastsdæmi hafði nýverið frumkvæðið að því að opna upplýsingarsíðuna : www.utforikirkju.is og eins upplýsingarbækling en þar má nálgast upplýsingar sem nýtast öllum þeim sem standa í þeim sporum að kveðja ástvin.