Entries by Sigurður Arnarson

Mál dagsins 28. september

Mál dagsins verður 28. september kl.14:30-16:00, Stundin hefst á samsöng undir stjórn Lenku Máteóvá og Friðriks Kristinssonar. Klukkan 15:10 heldur Hildur Hákonardóttir erindi um „Biskupsfrúr í Skálholti“. Klukkan 15:30 er drukkið kaffi og með því og lýkur stundinni klukkan 16:00 með stuttri bæn og blessun. Allir hjartanlega velkomnir.

Sunnudagaskólinn hefst 19. septmeber kl.11:00 í safnaðarheimilinu Borgum

Hjördís Perla Rafnasdóttir og Laufey Brá Jónsdóttir, guðfræðingar leiða sunnudagaskólann í vetur.  Stundirnar eru að öllu jöfnu í safnaðarheimilinu Borgum en einu sinni í mánuði tekur skólinn þátt í barna- og fjölskylduguðsþjónustu í safnaðarheimilinu.  Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt og allir hjartanlega velkomnir.

Síðsumarsfermingarnámskeið

Síðsumarsfermingarnámskeið fór fram í Kársnessókn 20. og 23. ágúst síðastliðinn en fræðslan heldur svo áfram í vetur fram að fermingum næsta vors. Unglingum á Kársnesi, sem og öðrum íbúum fer nú fjölgandi og hefur ekki svona fjölmennur hópur sótt fræðslu í þó nokkur ár í söfnuðinum. Fræðsluna annast: sr. Sjöfn Jóhannesdóttir, sem hefur þjónað við […]

Endurbætur á Kópavogskirkju

Nú stenda yfir umfangsmiklar endurbætur á steindu gleri Gerðar Helgadóttur á vesturhlið kirkjunnar en verkið fer fram á verkstæði Oidtmanns fyrirtækisins í Linnich í Þýsklandi. Á sama tíma fara fram endurbætur á umjörð glugga á sömu hlið en fyrirtækið Fagsmíði annast þann verkþátt og Björgvin Tómasson, orgelsmiður og félagar gera við orgel kirkjunnar. Verklok eru […]

Sumarferming í Hjallakirkju 22. ágúst síðstliðinn

Fimm unglingar fæddir árið 2007 úr Kársnessókn fermdust í Hjallakirkju 22. ágúst síðastliðinn en núna standa yfir fram á haust umfangsmiklar endurbætur á steindu gleri Gerðar Helgadóttur á vesturhlið Kópavogskirkju og orgeli kirkjunnar. Digrannes- og Hjallasöfnuður skaut því yfir okkur skjólshúsi og erum við mjög þakklát fyrir hjálpina og stuðninginn að þessu sinni, sem endranær. […]

Fermingarguðsþjónusta 22. ágúst

Fermingarguðsþjónusta fyrir Kársnessöfnuð verður í Hjallakirkju (nú fara fram endurbætur á Kópavogskirkju og kirkjan lokuð vegna þess) sunnudaginn 22. ágúst kl.11:00. Sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Lenku Mátéová.

Fermingar í ágúst, 2021

Fermt verður sunnudaginn 22. ágúst kl.11:00 í Hjallakirkju og þann 29. ágúst kl. 11:00 í safnaðarheimilinu Borgum (skáhalt gengt Gerðarsafni). Æfingar fyrir fermingar eru sem hér segir: Föstudaginn 20. ágúst kl. 16:00-17:00 í Hjallakirkju (ekki 10:00 eins og var búið að auglýsa) fyrir þau sem fermast 22. ágúst og Föstudaginn 27. ágúst kl.16:00-17:00 í safnaðarheimilinu […]