Entries by Sigurður Arnarson

Breytingar vegna ferminga 28. mars og 1. apríl n.k.

Nýjar sóttvarnarreglur tóku gildi á miðnætti 25. mars, 2021 vegna fjölgunar smita Covid19. Þess vegna er ljóst er að breyta þarf fyrirkomulagi vegna ferminga þann 28. mars og 1. apríl n.k. í Kópavogskirkju. Á vef Stjórnarráðsins segir: „Tíu manna fjöldatakmörkun verður meginregla og aðeins börn fædd 2015 og síðar verða þar undanskilin.“   „Trú- og […]

Mál dagsins 16. mars n.k.

Mál dagsins hefst aftur þriðjudaginn 16. mars n.k. kl.14:30-16:00.  Stundin hefst að venju með samsöng og svo verður flutt stutt erindi.  Síðan er drukkið kaffi og stundinni lýkur kl. 16:00 með bæn og blessun.  Að sjálfsögðu er allra sóttvarna gætt.

Guðsþjónusta 14. mars kl.11:00

Guðsþjónusta sunnudaginn 14. mars n.k. kl. 11:00 í Kópavogskirkju. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Lenku Mátéová. Sunnudagaskólinn á sama tíma í safnaðarheimilinu Borgum.

Fermingaræfingar og fermingar vorið 2021

Fermingardagar 2021 verða sem hér segir: Sunnudag 21. mars, 2021, kl. 11:00 Pálmasunnudag 28. mars, 2021 kl.11:00 Skírdagur 1. apríl 2021, kl. 11:00 Hver ferming tekur mislangan tíma en það fer eftir fjölda fermingarbarna hverju sinni. Æfingar fyrir fermingarmessur eru í Kópavogskirkju, vorið 2021: Sunnudag 21. mars, 2021, kl. 11:00 Æfingar eru 18 og 19. […]

Barna- og æskulýðsguðsþjónusta sunnudaginn 7. mars kl.11:00

Barna- og æskulýðsguðsþjónusta verður sunnudaginn 7. mars kl.11:00 í Kópavogskirkju á Æskulýðsdegi Þjóðkirkjunnar. Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir leiðir stundina ásamt Hjördísi Perlu Rafnsdóttur, guðfræðingi sem flytur hugvekju. Félagar úr Skólakór Kársnes syngja undir stjórn Áflheiðar Björgvinsdóttur. Fermingarbörn vetrarins taka þátt í helgihaldinu ásamt sunnudagaskólanum.