Entries by Sigurður Arnarson

Kirkjuhlaup í Kópavogi 2020

Frétt vegna „Kirkjuhlaups í Kópavogi 2020“, sem fyrirhugað var laugardginn 28. nóvember n.k. kl.09:00.  Sjá nánar á:https://www.facebook.com/events/325504778527599/ ATHUGIÐ – UPPFÆRT: Við erum búin að reyna að finna bestu lausnina hvernig hægt er að útfæra aðventuhlaupið með tillliti til gildandi sóttvarnarlaga. Við ætlum að gera okkar besta úr erfiðri stöðu og bjóðum því uppá tvo valkosti. […]

„Sjúkur var ég og þér vitjuðuð mín“

Hugleiðing 22. nóvember 2020, síðasti sunnudagur kirkjuársins – „sjúkur og þér vitjuðuð mín“ Matt. 25.   ENGLAR     blár himinn                            án enda                            morgunsól                            í myndum                            pabba                            mýkt                            dúfur                            við gluggann                            lágværar                            sjá einsemdina                            óttann                            sem vex og vex                            dag eftir dag                            dúfur […]

Helgistund 15. nóvember í umsjón dr. Sigurjóns Árna Eyjólfssonar, héraðstprests

Helgistund á netinu þann 15. nóvember kl.11:00 annast dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur.  Umfjöllunarefni dr. Sigurjóns er að þessu sinni: Kirkjuklukkur.  Tónlistarflutning annast dr. Sigurjón ásamt dr. Sigurði Grétari Júlíussyni.  Slóðina fyrir stundina má finna hér: https://www.facebook.com/387710974680/videos/373825687040547

Umfangsmiklum endurbótum á austur- og norður hlið Kópavogskirkju fer senn að ljúka (ekki liggur dagsetning enn fyrir) en þær hafa staðið yfir síðustu mánuði.  Skipt hefur verið um rúðugler og gluggar endurbættir en verkið annast fyrirtækið Fagsmíði.  Gerverk Gerðar Helgadóttur á þessum hliðum var tekið niður og sent til viðgerðar í Þýskalandi hjá Oidtmann verkstæðinu […]

Helgistund 15. nóvember – Kirkjuklukkur

Sunnudaginn 15. nóvember kl.11:00 verður streymt helgistund á facebook síðu Kópavogskirkju.  Stundina annast dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur.  Hann mun fjalla um kirkjuklukkur og leika lög þeim tengd og jólunum sem eru ekki langt undan. Dr. Sigurjón mun einnig leika á saxafón í stundinni og dr. Sigurður Júlíus Grétarsson, leikur með á gítar.

Ljósberi

Miðvikudaginn 11. nóvember barst Kópavogskirkju einstök gjöf, bænaljósastandur frá hjónunum Maríu Önnu Clausen og Ólafi Vigfússyni og sonum þeirra Andra og Vigfúsi. Gjöfin er gefin í minningu sonar þeirra og bróður, Egils Daða Ólafssonar, sem lést árið 2018. Listamaðurinn Sigurður Árni Sigurðsson hannaði og gerði verkið og er það gert með Kópavogskirkju í huga. Um […]

Minningargjöf

Föstudaginn 6. nóvember færðu börn Steinars Steinssonar og Guðbjargar Jónsdóttur 200 þúsund krónur í minningu þeirra með ósk um að féið renni til viðgerðar á listaverki Gerðar Helgadóttur í Kópavogskirkju. Steinar og Guðbjörg bjuggu í Kópavogi frá árinu 1954, lengstum í Holtagerði.  Þau voru í hópi þeirra, sem lögðu víða hönd á plóg við uppbyggingu […]

Skemmtilegur fróðleikur

Meðfylgjandi eru upplýsingar af vefnum www.kirkjuklukkur.is um klukkur Kópavogskirkjur „Klukkur kirkjunnar voru settar upp á vígsluári hennar árið 1963. Þær eru tvær. Sú stærri er 330 kg. að þyngð og hefur tóninn b. en sú minni er 205 kg. og hefur tóninn des. Klukkurnar voru steyptar í Þýskalandi hjá Engelbert Gebhard. Þeim var handhringt til […]

„Jól í skókassa“

„Jól í skókassa“ er alþjóðlegt verkefni sem felst í því að fá börn jafnt sem fullorðna til þess að gleðja önnur börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir. Með slíkum gjöfum er þeim sýndur kærleikur Guðs í verki. Gjafirnar eru settar í skókassa og til þess að tryggja […]