Entries by Sigurður Arnarson

Fermingar 2021

Fyrirhuguðu fermingarferðalagi sem fara átti í Vatnaskóg þann 4. nóvember n.k. er frestað um óákveðinn tíma vegna Covid 19. Vetrarfermingarfræðsluhópurinn, sem átti að hittast aftur mánudaginn 2. nóvember frestast einnig af sömu ástæðum (tilkynnt síðar).

Helgistund 1. nóvember kl. 11:00 á netinu

Vegna samkomutakmarkanna vegna Covid19 verður helgistund á netinu á Allra heilagra messu 1. nóvember kl.11:00 . Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir, sr. Sigurður Arnarson og Ásta Ágústsdóttir, djákni munu leiða stundina og Lenka Mátéová, kantor flytur tónlist.  Minnst verður þeirra, sem eru látin og beðið fyrir þeim með nafni, sem prestar Kópavogskirkju hafa jarðsungið frá 1. nóvember […]

Fermingar

Þau, sem áttu að fermast síðasta vor í Kópavogskirkju verða fermd í kirkjunni sunnudaganna 20. og 27. september n.k. kl.11:00 í Kópavogskirkju.

Kópavogskirkja 13. sept. kl. 11.00

Umhverfisguðsþjónusta tileinkuð umhverfisvernd, gjöfum jarðar og Guðs góðu sköpun. Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir þjónar fyrir altari og kór kirkjunnar syngur undir stjórn Lenku Mateovu. Marcelina Gój og Wiktoria Lukaszewska leika á flautu en þær eru skiptinemar frá Póllandi á vegum Listaháskóla Íslands. Sunnudagaskólinn í safnaðarheimilinu Borgum kl. 11.00

Æskulýðshópar fyrir 8 og 9 bekk

Tveir æskulýðshópar verða starfræktir í vetur í safnaðarheimilinu Borgum.  Fundirnar verða á fimmtudögum frá og með 10. september.  Fyrir 8 bekk frá kl. 18:30-20:00 og 9. bekk frá kl. 20:00-21:30. Dagskrá fyrir æskulýðsfélögin í 8-9 bekk, haustið 2020 Unglingastarf – 8. bekkur 10. sept: Hópleikir 17. sept: Mission Impossible 24. sept: Útileikir 1. okt: Pac-man […]