Entries by Sigurður Arnarson

Minningargjöf

Föstudaginn 6. nóvember færðu börn Steinars Steinssonar og Guðbjargar Jónsdóttur 200 þúsund krónur í minningu þeirra með ósk um að féið renni til viðgerðar á listaverki Gerðar Helgadóttur í Kópavogskirkju. Steinar og Guðbjörg bjuggu í Kópavogi frá árinu 1954, lengstum í Holtagerði.  Þau voru í hópi þeirra, sem lögðu víða hönd á plóg við uppbyggingu […]

Skemmtilegur fróðleikur

Meðfylgjandi eru upplýsingar af vefnum www.kirkjuklukkur.is um klukkur Kópavogskirkjur „Klukkur kirkjunnar voru settar upp á vígsluári hennar árið 1963. Þær eru tvær. Sú stærri er 330 kg. að þyngð og hefur tóninn b. en sú minni er 205 kg. og hefur tóninn des. Klukkurnar voru steyptar í Þýskalandi hjá Engelbert Gebhard. Þeim var handhringt til […]

„Jól í skókassa“

„Jól í skókassa“ er alþjóðlegt verkefni sem felst í því að fá börn jafnt sem fullorðna til þess að gleðja önnur börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir. Með slíkum gjöfum er þeim sýndur kærleikur Guðs í verki. Gjafirnar eru settar í skókassa og til þess að tryggja […]

Fermingar 2021

Fyrirhuguðu fermingarferðalagi sem fara átti í Vatnaskóg þann 4. nóvember n.k. er frestað um óákveðinn tíma vegna Covid 19. Vetrarfermingarfræðsluhópurinn, sem átti að hittast aftur mánudaginn 2. nóvember frestast einnig af sömu ástæðum (tilkynnt síðar).

Helgistund 1. nóvember kl. 11:00 á netinu

Vegna samkomutakmarkanna vegna Covid19 verður helgistund á netinu á Allra heilagra messu 1. nóvember kl.11:00 . Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir, sr. Sigurður Arnarson og Ásta Ágústsdóttir, djákni munu leiða stundina og Lenka Mátéová, kantor flytur tónlist.  Minnst verður þeirra, sem eru látin og beðið fyrir þeim með nafni, sem prestar Kópavogskirkju hafa jarðsungið frá 1. nóvember […]