Entries by Sigurður Arnarson

Fermingarfræðsla

Síðsumarfermingarnámskeið verður 17. til 19. ágúst, 2020 frá kl. 9:15-12:30 í safnaðarheimilinu Borgum. Að sjálfsögðu fylgjum við tilmælum Almannavarna vegna Covid 19. Vetrarfermingarfræðsla (fyrir þau sem ekki eru á síðsumarsnámskeiðinu) verður vikulega næsta vetur frá og með byrjun september, 2020 í safnaðarheimilinu Borgum (nánar tilkynnt síðar). Guðsþjónustan sem boðuð var 23. ágúst 2020 n.k. og […]

Liðsauki

Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir, fyrrum sóknarprestur á Djúpavogi mun þjóna Kársnessöfnuði til 1. nóvember n.k., sem prestur við hlið sr. Sigurðar Arnarsonar, sóknarprests. Við bjóðum sr. Sjöfn hjartanlega velkomna til starfa.

„Þessi fallegi dagur“ – Hugleiðing eftir sr. Sigurð Arnarson, sóknarprest í Kópavogskirkju

Sólin skein skært um daginn.  Laugardagur, heiðskírt og himinblámi.  Ég og nokkur barnanna á leið á skíði.  Við sátum í bílnum og í fjarska heyrðust tónar og tal úr útvarpinu.  Mikið að gerjast, skrítnir og ögrandi tímar.  Prédikun morgundagsins var ekki komin á blað en að flögra einhvern veginn í huga og hjarta. Prédikanir, hugvekjur og hugleiðingar taka stundum […]

Leyfi sóknarprests

Sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur verður í leyfi frá og með 17. mars til 15. ágúst , 2020. Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir mun leysa hann af, netfang Sjafnar er sjofnjo@simnet.is.

Samkomubann

Kópavogskirkja verður opin á skrifstofutíma, virka daga frá kl. 9:15-13:00 eins og verið hefur. Kapellan í safnaðarheimilinu Borgum og kirkjan eru opin eftir samkomulagi eins og verið hefur. Fólki er velkomið að eiga þar sína stund með Guði eða fá fyrirbæn, sé þess óskað. Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir settu sóknarprestur og Ásta Ágústsdóttir, djákni verða á […]