Entries by Sigurður Arnarson

Mál dagsins

Mál dagsins hefur aftur göngu sína þriðjudaginn 8. septtember n.k. frá kl. 14:30-16:00 í safnaðarheimilinu Borgum.  Fyrst er sungið í hálftíma og síðan flytur sr. Gunnlaugur Stefánsson fyrrum sóknarprestur í Heydölum efni að eigin vali.  Klukkan 15:30 er drukkið kaffi og með því og stundinni lýkur með bæn og blessun kl. 16:00.

Fermingarfræðsla

Síðsumarfermingarnámskeið verður 17. til 19. ágúst, 2020 frá kl. 9:15-12:30 í safnaðarheimilinu Borgum. Að sjálfsögðu fylgjum við tilmælum Almannavarna vegna Covid 19. Vetrarfermingarfræðsla (fyrir þau sem ekki eru á síðsumarsnámskeiðinu) verður vikulega næsta vetur frá og með byrjun september, 2020 í safnaðarheimilinu Borgum (nánar tilkynnt síðar). Guðsþjónustan sem boðuð var 23. ágúst 2020 n.k. og […]

Liðsauki

Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir, fyrrum sóknarprestur á Djúpavogi mun þjóna Kársnessöfnuði til 1. nóvember n.k., sem prestur við hlið sr. Sigurðar Arnarsonar, sóknarprests. Við bjóðum sr. Sjöfn hjartanlega velkomna til starfa.

„Þessi fallegi dagur“ – Hugleiðing eftir sr. Sigurð Arnarson, sóknarprest í Kópavogskirkju

Sólin skein skært um daginn.  Laugardagur, heiðskírt og himinblámi.  Ég og nokkur barnanna á leið á skíði.  Við sátum í bílnum og í fjarska heyrðust tónar og tal úr útvarpinu.  Mikið að gerjast, skrítnir og ögrandi tímar.  Prédikun morgundagsins var ekki komin á blað en að flögra einhvern veginn í huga og hjarta. Prédikanir, hugvekjur og hugleiðingar taka stundum […]