Entries by Sigurður Arnarson

Unglingaguðsþjónusta sunnudagskvöldið 14. október kl. 20 í Kópavogskirkju

Hjalla-, Digranes- og Kópavogskirkja standa að unglingaguðsþjónustu í Kópavogskirkju sunnudagskvöldið 14. október n.k. kl. 20:00.  Unglingar úr æskulýðsstarfi Kópavogskirkju sýna „Týnda soninn“, lesa ritningarlestra og leiða bænir.  Skólakór Kársnes syngur undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur.  Sr. Sigurður Arnarson flytur hugleiðingu.  Allir hjartanlega velkomnir.

Heimsókn frá Uganda

Sunnudaginn 14. október kl. 11:00 munu þau Douglas og Thrudy frá Uganda segja frá starfi Hjálparstarfs kirkjunnar í Uganda.  Sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari.  Allir hjartanlega velkomnir.

Mál dagsins 2. október

Mál dagsins verður að venju þriðjudaginn 2.okótber frá kl. 14:30-16:00.  Stundin hefst með samsöng frá kl. 14:30-15:10 undir stjórn Friðriks Kristinssonar og Lenku Mátéová.  Klukkan 15:10 segir Gunnar Gylfason frá starfi KSÍ.  Kaffi drukkið kl. 15:30 og stundinni lýkur með bæn og blessun kl. 16:00.  Allir hjartanlega velkomnir.