Entries by Sigurður Arnarson

Hádegisleiðsögn um Kópavogskirkju um steinda glugga Gerðar Helgadóttur.

Miðvikudaginn 20. júní kl. 12:15 verður boðin hádegisleiðsögn um Kópavogskirkju með sr. Sigurði Arnarsyni sóknarpresti. Mun hann fræða gesti um steinda glugga Gerðar Helgadóttur sem prýða Kópavogskirkju ásamt því að gefa innsýn í framkvæmdir sem standa nú yfir á steindum gluggum suðurhliðar kirkjunnar. Gluggarnir hafa þegar verið teknir niður og sendir til viðgerða til Oidtmann […]

Viðgerðir á Kópavogskirkju

Viðgerðir á Kópavogskirkju. Í júní verða teknir niður steindir gluggar Gerðar Helgadóttur á suðurhlið kirkjunnar og sendir til viðgerðar í Oidtmann glerverksmiðjurnar í Þýskalandi. Á meðan verður gert við gler að utananverðri suðurhlið kirkjunnar. Steindu gluggarnir verða svo settir aftur upp eftir viðgerð í september n.k. Í sumar verður jafnframt gert við allt rafkerfi kirkjunnar. […]

Fermingar vorið 2019 í Kópavogskirkju

Fermingar 2019 í Kópavogskirkju Síðsumarnámskeið verður 20. til 22 ágúst, 2018 frá kl. 9:15-13:30 í safnaðarheimilinu Borgum. Vetrarfermingarfræðsla verður vikulega næsta vetur frá og með september, 2018 í safnaðarheimilinu Borgum (nánar tilkynnt síðar). Messur 19. ágúst 2018 og 20. janúar 2019 og fundur með foreldrum eftir messu.  Mikilvægt er að foreldrar og fermingarbörn komi á […]

Guðsþjónusta og aðalsafnaðarfundur

Guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 13. maí n.k. kl.11:00. Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Ástu Ágústsdóttur, djákna. Kór Kópavogskirkju syngur undur stjórn Lenku Mátéová. Á eftir guðsþjónustu verður aðalsafnaðarfundur Kársnessóknar í safnaðarheimilinu Borgum. Allir hjartanlega velkomnir.

Guðsþjónusta á Uppstigningardegi 10. maí n.k. kl.14:00

Guðsþjónusta verður á Uppstigningardegi, 10. maí kl. 14:00 í Kópavogskirkju. Sr. Sigurður Arnarson, og Ásta Ágústsdóttir, þjóna fyrir altari. Félagar úr Kór Kópavogskirkju syngja. Á eftir guðsþjónustu er kirkjugestum boðið að þiggja veitingar í boði sóknarnefndar í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Borgum. Skólakór Kársnes mun þar taka lagið undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttir. Allir hjartanlega velkomnir.