Entries by Sigurður Arnarson

Viðgerðir á Kópavogskirkju

Viðgerðir á Kópavogskirkju. Í júní verða teknir niður steindir gluggar Gerðar Helgadóttur á suðurhlið kirkjunnar og sendir til viðgerðar í Oidtmann glerverksmiðjurnar í Þýskalandi. Á meðan verður gert við gler að utananverðri suðurhlið kirkjunnar. Steindu gluggarnir verða svo settir aftur upp eftir viðgerð í september n.k. Í sumar verður jafnframt gert við allt rafkerfi kirkjunnar. […]

Fermingar vorið 2019 í Kópavogskirkju

Fermingar 2019 í Kópavogskirkju Síðsumarnámskeið verður 20. til 22 ágúst, 2018 frá kl. 9:15-13:30 í safnaðarheimilinu Borgum. Vetrarfermingarfræðsla verður vikulega næsta vetur frá og með september, 2018 í safnaðarheimilinu Borgum (nánar tilkynnt síðar). Messur 19. ágúst 2018 og 20. janúar 2019 og fundur með foreldrum eftir messu.  Mikilvægt er að foreldrar og fermingarbörn komi á […]

Guðsþjónusta og aðalsafnaðarfundur

Guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 13. maí n.k. kl.11:00. Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Ástu Ágústsdóttur, djákna. Kór Kópavogskirkju syngur undur stjórn Lenku Mátéová. Á eftir guðsþjónustu verður aðalsafnaðarfundur Kársnessóknar í safnaðarheimilinu Borgum. Allir hjartanlega velkomnir.

Guðsþjónusta á Uppstigningardegi 10. maí n.k. kl.14:00

Guðsþjónusta verður á Uppstigningardegi, 10. maí kl. 14:00 í Kópavogskirkju. Sr. Sigurður Arnarson, og Ásta Ágústsdóttir, þjóna fyrir altari. Félagar úr Kór Kópavogskirkju syngja. Á eftir guðsþjónustu er kirkjugestum boðið að þiggja veitingar í boði sóknarnefndar í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Borgum. Skólakór Kársnes mun þar taka lagið undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttir. Allir hjartanlega velkomnir.

Fermingar 2019

Þau sem ætla að fermast vorið 2019 í Kópavogskirkju og forsjárfólk þeirra eru boðuð til guðsþjónustu sunnudaginn 6. maí næstkomandi klukkan 11:00 í kirkjunni. Eftir guðsþjónustu verður stuttur kynningarfundur um fræðsluna og fermingarnar. Skráning fer þá einnig fram í fermingarfræðsluna og kynntir verða fermingardagarnir næsta vor. Þau sem ekki komast í guðsþjónustuna og á fundinn […]

„Lif og starf í Afganistan“- Mál dagsins

Þriðjudaginn 24. apríl n.k. kl.14:30-16:00 er Mál dagsins í safnaðarheimilinu Borgum. Stundin hefst með samsöng undir stjórn Friðriks Kristinssonar og Lenku Mátéová. Klukkan 15:10-15:30 mun Björn Þorvaldsson flytja erindi um Afganistan en Björn hefur starfað í Kabúl undanfarin ár. Klukkan 15:30 verður drukkið kaffi og stundinni lýkur kl.16:00 með bæn og blessun. Allir hjartanlega velkomnir.

Guðsþjónusta 8. apríl

Guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 8. apríl n.k. Þorgil Hlynur Þorbergsson, guðfræðingur prédikar. Sr. Sigurður Arnarson, þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Sigríðar Jóhannesdóttur. Sunnudagaskóli á sama tíma í safnaðarheimilinu Borgum.

Helgihald á páskum í Kópavogskirkju

Skírdagur, 29. mars, kl.11:00. Ferming. Skírdagur, 29. mars, kl.13:00. Altarisganga á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð. Föstudagurinn langi, 30. mars, kl.11:00. Guðsþjónusta Föstudagurinn langi 30. mars, kl.13:00-16:00. Passíusálmar og föstutónlist. Þau: Þórunn Magnea Magnúsdóttir, Margrét María Sigurðardóttir, Einar Clausen, Margrét Örnólfsdóttir og Nanna Kristín Magnúsdóttir lesa valda Passíusálma. Lenka Máteóva, orgel og Þórunn Elín Pétursdóttir, einsöngur. Páskadagur, 1. […]