Entries by Sigurður Arnarson

Sýning Guðrúnar Benediktu Elíasdóttur í safnaðarheimilinu Borgum.

Jörð Guðrún Benedikta Elíasdóttir RBenedikta- Sýning í safnaðarheimilinu Borgum 22.mars – 30.maí Guðrún Benedikta Elíasdóttir útskrifaðist frá Myndlista- oghandíðaskóla Íslands árið 1987 og hefur búið og starfað við myndlist og myndlistarkennslu á Íslandi, í Frakklandi og Lúxemborg. Í dag vinnur hún vinnur að list sinni auk þess að kenna myndlist í Menntaskólanum við Sund. Guðrún […]

Æskulýðsdagurinn 4. mars kl. 11:00

Guðsþjónusta verður á Æskulýðsdegi Þjóðkirkjunnar kl.11:00 í Kópavogskirkju. Sr. Sigurður Arnarson þjónar fyrir altari. Félagar úr Skólakór Kársnes syngja undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur og Þóru Marteinsdóttur. Sunnudagaskólinn tekur þátt í stundinni. Allir hjartanlega velkomnir.

Mál dagsins og rapp

Þriðjudaginn 26. febrúar verður Mál dagins að venju kl.14:30 til 16:00 í safnaðarheimilinu Borgum. Stundin hefst á samsöng undir stjórn Friðriks Kristinssonar. Skólakór Kársnes undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur tekur þátt í söngnum. Klukkan 15:10 mun tónlistarmaðurinn Birnir fjalla um rapp. Fermingarbörnum vorsins 2016 er boðið sérstaklega að hlusta á þá umfjöllun. Klukkan 15:30 er drukkið […]

Tónlistarguðsþjónusta

Tónlistarguðsþjónusta verður sunnudaginn 18. febrúar n.k. kl.11:00 í Kópavogskirkju. Ingimar Helgason, guðfræðinemi prédikar og sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová, kantors. Sunnudagaskólinn á sama tíma í safnaðarheimilinu Borgum. Allir hjartanlega velkomnir.

Fjáröflunartónleikar 21. febrúar kl.20:00

Nokkrir listvinir Kópavogskirkju hafa ákveðið að stofna til tónleika 21.febrúar næstkomandi klukkan 20:00 í kirkjunni. Tónleikarnir eru hluti af söfnunarátaki sóknarnefndar Kársnes til viðgerða á steindum gluggum Gerðar Helgadóttur sem liggja undir skemmdum. Á Kársnesi og í nærumhverfi Kópavogskirkju býr m.a. fjöldinn allur af tónlistarfólki. Á efnisskrá tónleikanna er m.a. frumfluttningur á verki Martial Nardeau […]

Fermingar 2018, gátlisti

Vetrarfermingarfræðsla (fyrir vetrarfermingarfræðsluhóp) á miðvikudögum kl.14:30-15:10  í safnaðarheimilinu Borgum. Kyrtlamátun, miðvikudaginn 21. febrúar kl. 14:30-15:15, kyrtlagjald er 1000 kr og krafa kemur í heimabanka. Sameiginlegur fermingarfræðslutími (fyrir bæði síðsumarfræðslu- og vetrarfræðsluhóp) 13. mars 2018 frá kl. 09:30-12:15 í safnaðarheimilinu Borgum. Próf í safnaðarheimilinu 13. mars, 2018 frá kl. 12:45-13:30, gátlisti fyrir það afhenntur á fundi […]

Guðsþjónusta 11. febrúar n.k.

Guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 11. febrúar n.k. kl.11:00.  Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, prédikar og þjónar fyrir altari.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.  Sunnudagaskólinn á sama tíma í safnaðarheimilinu kl. 11:00.

Safnanótt í Kópavogi

Safnanótt föstudag 2. febrúar Kópavogskirkja: Bæjarbúar eru hvattir til að safnast saman kl. 18:00 fyrir utan Kópavogskirkju þegar kveikt verður á tilkomumiklu verki Steinunnar Eldflaugar / dj. flugvél og geimskip, sem varpað verður á kirkjuna. Steinunn lætur ekki þar við sitja og býður gestum með sér í geimferð í kirkjunni sjálfri þar sem kannaðar verða […]