Entries by Sigurður Arnarson

Vorvísur að hausti og Kór Kópavogskirkju

Þann 13. september n.k. kl.20:00 ætlar Kór Kópavogskirkju að fagna liðnu sumri og syngja inn haustið með vorvísum og fleiri fallegum lögum.  Tónleikagestum veður boðið upp á kaffi og kökur undir söng kórsins. Kór Kópavogskirkju hefur starfað undir stjórn Lenku Matéová frá hausti 2008. Aðal tilgangur kórsins er að syngja við helgihald Kópavogskirkju en auk […]

Messa 20. ágúst kl.20:00

Messa verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 20. ágúst n.k. kl. 20:00.  Sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur og Ásta Ágústsdóttir, djákni þjóna.  Félagar úr Kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Lenku Mátéová.  Þór Arnarson og félagar leika á orgel og fleiri hljóðfær.  Til messunar eru fermingarbörn vestursins boðuð ásamt foreldrum og forráðafólki.

Helgihald í sumar

Helgihald sumarið 2017 í Kópavogi Þjóðkirkjusöfnuðurnir í Kópavogi verða eins og undanfarin ár í samstarfi um helgihald frá og með 11. júní til og með 13. ágúst í sumar. Í júní verða guðsþjónustur í Hjallakirkju, í júlí í Digraneskirkju og í ágúst í Kópavogskirkju og hefjast þær kl. 11:00. Sunnudagaskóli verður á hverjum sunnudegi kl.11:00 […]

„Þar sem ég má næðis njóta“

Annan í hvítasunnu, mánudaginn 5. júní kl. 18:00 verður opnuð listsýning Guðbjargar Lindar Jónsdóttur í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Borgum (skáhalt gengt Gerðarsafni).  Sýningin samanstendur af úrvali verka úr eigu listamannsins.  Kór unglinga frá Lúxemborg mun syngja nokkur lög í tilefni opnunarinnar.  Viðfangsefni Guðbjargar Lindar hafa löngum tengst vatni, fyrst fossum og síðar sjávarfletinu þar sem eyjar […]