Entries by Sigurður Arnarson

Mál dagsins 14. mars

Mál dagsins 14. mars n.k. hefst með samsöng kl. 14:30 í safnaðarheimilinu Borgum undir stjórn Friðriks Kristinssonar og Lenku Mátéová.  Kl. 15:10 flytur Björg Baldursdóttir, skólastjóri Kársnesskóla erindi um skólann.  Um kl. 15:30 verður drukkið kaffi.  Stundinni lýkur kl. 16:00 með bæn og blessun.  Allir hjartanlega velkomnir.

Mál dagsins 28. febrúar

Mál dagsins verður þriðjudaginn 28. febrúar n.k. kl. 14:30-16:00.  Starfið hefst með samsöng undir stjórn Lenku Mátéová og Friðriks Kristinssonar.  Um kl. 15:10 heldur Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Póstins erindi.  Kl. 15:30 er drukkið kaffi.  Stundinni lýkur kl. 16:00 með bæn og blessun.  Allir hjartanlega velkomnir.

Guðsþjónusta 26. febrúar

Guðsþjónusta verður 26. febrúar n.k. kl. 11:00 í Kópavogskirkju.  Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari.  Félagar úr Kópavogskirkju syngja undir stjórn Lenku Mátévoá.  Kærleikssmiðja fyrir börn hefst á sama tíma kl. 11:00 í safnaðarheimilinu Borgum.

Mál dagsins

Þriðjudaginn 21. febrúar n.k. verður Mál dagsins í safnaðarheimili Kópavogskirkju.  Starfið hefst kl. 14:30 með hópsöng undir stjórn Friðriks Kristinssonar og Lenku Mátéová.  Um kl. 15:10 flytur sr. Hjálmar Jónsson, dómkirkjuprestur erindi.  Klukkan 15:30 er drukkið kaffi og stundinni lýkur kl. 16:00 með bæn og blessun.  Allir að sjálfsögðu velkomnir.

Biblían og bænin bænin og Biblían

Tveggja kvölda námskeið í Seljakirkju um Biblíuna og bænina miðvikudagana 15. og 22. febrúar kl. 19:30-21:00 í Seljakirkju.Á námskeiðinu verður fjallað um Biblíuna og Biblíulestur, bænina og bænalífið.   Leitað verður svara við því hvernig Biblían og bænin tengjast hvort öðru.  Hvernig þetta tvíeiki getur aukið núvitund, skerpt markmiðssetningu og verið hamingjuauðgandi.  Einnig verða skoðaðar þær […]