Entries by Sigurður Arnarson

Mál dagsins 24. janúar

Mál dagsins verður 24. janúar og hefst að venju með samsöng kl. 14:30 undir stjórn Lenku Mátéová og Friðriks Kristinssonar.  Kl. 15:10 heldur Orri Hauksson erindi.  Um kl. 15:30 verður drukkið kaffið og stundinni lýkur með bæn og blessun rétt fyrir kl.16:00.  Allir hjartanlega velkomnir.

Guðsþjónusta 22. janúar n.k.

Guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 22. janúar kl. 11:00.  Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.  Kærleikssmiðja á sama tíma í safnaðarheimilinu Borgum.

Fyrirbænastundir

Fyrirbænastundir eru á þriðjudögum kl. 12:10 í Kópavogskirkju.  Hægt er að koma fyrirbænaefnum til sóknarprests eða djákna.  Léttur hádegisverður er í boði að stundunum loknum í safnaðarheimilinu Borgum.

Mál dagsins

Mál dagsins hefur aftur göngu sína eftir jólafrí þriðjudaginn 17. janúar kl. 14:30.  Stundin hefst með samsöng undir stjórn Friðriks Kristinssonar og Lenku Mátéova.  Um kl. 15:10 flytur Margrét Örnólfsdóttir erindi um starf sitt, sem handritshöfundur.  Meðal annars: segir Margrét frá vinnu sinni við þáttaröðina „Fangar“, sem sýnd er í sjónvarpinu þessar vikurnar.  Drukkið er kaffi […]

Kona á bæn

Á milli jóla og nýjárs færðu Hertha Wendel og börn Kársnessöfnuði höfðinglega gjöf en það er  styttan“Kona á bæn“ eftir Wilhelm Beckmann.  Nokkur verka Wilhelms eru í eigu safnaðarins og eru til sýnis í andyri safnaðarheimilsins Borga. Styttunni hefur verið komið fyrir utan safnaðarheimilið.  Guðmundur Jóhann Jónsson, formaður Kársnessóknar veitti gjöfinni viðtöku fyrir hönd safnaðarins og […]

Prédikun dr. Karls Sigurbjörnssonar á gamlársdag í Kópavogskirkju

Kópavogskirkja, gamlárskvöld 2016 Lexía gamlárskvölds er úr Harmljóðunum:   En þetta vil ég hugfesta og þess vegna vona ég: Náð Drottins er ekki þrotin, miskunn hans ekki á enda,hún er ný á hverjum morgni, mikil er trúfesti þín. Drottinn er hlutdeild mín, segir sál mín, þess vegna vona ég á hann. Góður er Drottinn þeim er […]