Entries by Sigurður Arnarson

Myndir frá safnanótt 3. febrúar s.l.

Söfnun vegna endurbóta   Listaverki Doddu Maggýjar var varpað á Kópavogskirkju á Safnanótt í Kópavogi 3. febrúar sl.. Stundin markaraði upphaf söfnunarátaks kirkjunnar en safnað er fyrir viðgerðum á þakdúkum, rafkerfi, lýsingu og steindum gluggum eftir Gerði Helgadóttur. Eftir að kveikt var á verkinu voru tónleikar inni í kirkjunni. Tónlistarhópurinn Umbra og Lenka Mátéová organisti fluttu tónlist […]

Mál dagsins 14. febrúar n.k.

Mál dagsins verður þriðjudaginn 14. febrúar n.k. og hefst kl. 14:30.  Stundin hefst með samsöng undir stjórn Friðriks Kristinssonar og Lenku Mátéová.  Um kl. 15:10 flytur Hrafnkell V. Gíslason erindi.  Klukkan 15:30 er drukkið kaffi.  Stundinni lýkur með bæn og blessun kl. 16:00.  Allir hjartanlega velkomnir.

Söfnun vegna framkvæmda

Listaverki Doddu Maggýjar var varpað á Kópavogskirkju á Safnanótt í Kópavogi 3. febrúar síðasliðinn. Stundin markaði upphaf söfnunarátaks kirkjunnar en safnað er fyrir viðgerðum á þakdúkum, rafkerfum, lýsingu og steindum gluggum eftir Gerði Helgadóttur. Með söfnunarátaki er vonast til að hægt verði að koma í veg fyrir að menningarverðmæti skemmist. Þeir sem vilja leggja söfnuninni lið […]

Starf fyrir börn í 1-4. bekk

Starf fyrir börn í 1-4. bekk hefst aftur fimmtudaginn 2. febrúar n.k.  1-2. bekkur hittist frá kl. 14:00-15:00 í safnaðarheimilinu Borgum og 3-4. bekkur frá kl. 15:30-16:30.  Náð er í börnin í Dægradvöl Kársnesskóla ef óskað er eftir því.  Allir hjartanlega velkomnir.

Fjársöfnun – Kópavogskirkja lýst að utan.

Listaverki Doddu Maggýjar verður varpað á Kópavogskirkju frá kl. 18:30 til miðnættis á Safnanótt í Kópavogi 3. febrúar nk. Stundin markar upphaf söfnunarátaks kirkjunnar en safnað er fyrir viðgerðum á þakdúkum, rafkerfum, lýsingu og steindum gluggum eftir Gerði Helgadóttur. Eftir að kveikt verður á verkinu verður friðarstund inni í kirkjunni. Tónlistarhópurinn Umbra og Lenka Matéova […]

Messa 29. janúar n.k. kl. 11:00

Messa verður sunnudaginn 29. janúar kl. 11:00.  Til messunnar eru sérstaklega boðuð fermingarbörn vorsins og foreldrar þeirra.  Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Ástu Ágústsdóttur, djákna.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.  Eftir messu verður fundur með fermingarbörnum vorsins og foreldrum þeirra í kirkjunni.  Allir hjartanlega velkomnir.

Mál dagsins 24. janúar

Mál dagsins verður 24. janúar og hefst að venju með samsöng kl. 14:30 undir stjórn Lenku Mátéová og Friðriks Kristinssonar.  Kl. 15:10 heldur Orri Hauksson erindi.  Um kl. 15:30 verður drukkið kaffið og stundinni lýkur með bæn og blessun rétt fyrir kl.16:00.  Allir hjartanlega velkomnir.

Guðsþjónusta 22. janúar n.k.

Guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 22. janúar kl. 11:00.  Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.  Kærleikssmiðja á sama tíma í safnaðarheimilinu Borgum.

Fyrirbænastundir

Fyrirbænastundir eru á þriðjudögum kl. 12:10 í Kópavogskirkju.  Hægt er að koma fyrirbænaefnum til sóknarprests eða djákna.  Léttur hádegisverður er í boði að stundunum loknum í safnaðarheimilinu Borgum.