Fermingarnámskeið
Sameiginlegt fermingarnámskeið fyrir hópinn, sem fermist í vor í Kópavogskirkju verður miðvikudaginn 18. janúar frá kl. 9:30 – 12:30 í safnaðarheimilinu Borgum.
This author has not written his bio yet.
But we are proud to say that Sigurður Arnarson contributed 733 entries already.
Sameiginlegt fermingarnámskeið fyrir hópinn, sem fermist í vor í Kópavogskirkju verður miðvikudaginn 18. janúar frá kl. 9:30 – 12:30 í safnaðarheimilinu Borgum.
Mál dagsins hefur aftur göngu sína eftir jólafrí þriðjudaginn 17. janúar kl. 14:30. Stundin hefst með samsöng undir stjórn Friðriks Kristinssonar og Lenku Mátéova. Um kl. 15:10 flytur Margrét Örnólfsdóttir erindi um starf sitt, sem handritshöfundur. Meðal annars: segir Margrét frá vinnu sinni við þáttaröðina „Fangar“, sem sýnd er í sjónvarpinu þessar vikurnar. Drukkið er kaffi […]
Á milli jóla og nýjárs færðu Hertha Wendel og börn Kársnessöfnuði höfðinglega gjöf en það er styttan“Kona á bæn“ eftir Wilhelm Beckmann. Nokkur verka Wilhelms eru í eigu safnaðarins og eru til sýnis í andyri safnaðarheimilsins Borga. Styttunni hefur verið komið fyrir utan safnaðarheimilið. Guðmundur Jóhann Jónsson, formaður Kársnessóknar veitti gjöfinni viðtöku fyrir hönd safnaðarins og […]
Guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 15. janúar n.k. kl. 11:00. Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová. Sunnudagasmiðja fyrir börnin hefst kl. 11:00 í safnaðarheimilinu Borgum.
Kirkjubæn Biðjum saman í Jesú nafni: Eilífi, almáttugi Guð og faðir, þú sem leiðir þennan dag til lykta og hylur hinn ókomna, og af náð þinni gefur okkur dag í senn og andartak í einu. Við þökkum þér árið sem senn er liðið, fyrir gleði þess og sorgir, allt sem það gaf og tók. Kenn […]
Kópavogskirkja, gamlárskvöld 2016 Lexía gamlárskvölds er úr Harmljóðunum: En þetta vil ég hugfesta og þess vegna vona ég: Náð Drottins er ekki þrotin, miskunn hans ekki á enda,hún er ný á hverjum morgni, mikil er trúfesti þín. Drottinn er hlutdeild mín, segir sál mín, þess vegna vona ég á hann. Góður er Drottinn þeim er […]
Hátíðarguðsþjónusta verður kl.14:00 á Nýjársdag. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová. Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar verður flutt.
Aftansöngur verður í Kópavogskirkju á gamlársdag kl.18:00. Dr. Karl Sigurbjörnsson, biskup prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová. Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar flutt.
Hátíðarguðsþjónusta verður á jóladag kl.14:00 í Kópavogskirkju. Sr. Sigurður Arnarson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová. Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar sungið.
Aftansöngur verður í Kópavogskirkju á aðfangadag, 24. desember n.k. kl. 18:00. Ásta Ágústsdóttir, djákni prédikar og sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur þjónar fyrir altari. Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová. Tónlist verður flutt í kirkjunni frá kl. 17:30. Allir að sjálfsögðu hjartanlega velkomnir.
Skrifstofa safnaðarins er í Safnaðarheimilinu Borgum, Hábraut 1a og er opin virka daga á milli 09:00-13:00. Símanúmer kirkjunnar og safnaðarheimilis er: 554 1898. Póstfang safnaðarins er Hábraut 1a, 200 Kópavogur. Netfang: kopavogskirkja@kirkjan.is.
Sóknarprestur: Sr. Sigurður Arnarson: sigurdur.arnarson@kirkjan.is
Prestur: Sr. Grétar Halldór Gunnarsson: gretar.halldor.gunnarsson@kirkjan.is
Djákni Kópavogskirkju: Ásta Ágústsdóttir, netfang: asta.agustsdottir@kirkjan.is
Tónlistarstjóri: Elísa Elíasdóttir: elisaeliasdottir@gmail.com
Kirkjuvörður er Dóra Guðrún Þorvarðardóttir, netfang kirkjuvordur@kopavogskirkja.is
Kirkjan er opin eftir samkomulagi.