Entries by Sigurður Arnarson

Sameiginleg fermingarfræðsla 17. nóvember kl. 19:30

Fermingarfræðsla fyrir allan hópinn verður fimmtudaginn 17. nóvmeber n.k. kl. 19:30 í safnaðarheimilinu Borgum.  Sýnd verður kvikmyndin Málmhaus eftir Ragnar Bragason.  Eftir sýningu mun Ragnar fjalla um myndina og viðfangaefni hennar.  Sr. Sigurður mun ræða um sorg og sorgarviðbrögð vegna andláta.  Foreldrar fermingarbarna eru hvött til að koma til fræðslunnar ásamt sínum unglingum.

Guðsþjónusta 20. nóvember kl. 11:00

Guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 20. nóvember kl. 11:00.  Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.  Sunnudagssmiðja fyrir börn á sama tíma í safnaðarheimilinu Borgum.  Allir hjartanlega velkomnir.

Mál dagsins

Næsta Mál dagsins verður þriðjudaginn 15. nóvember n.k. kl. 14:30 og hefst með samsöng undir stjórn; Lenku Mátéová og Friðriks Karlssonar.  Um kl. 15:10 flytur Kristján Schram erindi um hvernig auglýsingar verða til.  Klukkan 15:30 er drukkið kaffi og stundinni lýkur kl. 16:00 með bæn og blessun.  Allir hjartanlega velkomnir.

Fyrirbænastundir á þriðjudögum kl. 12:10 í Kópavogskirkju

Á þriðjudögum kl. 12:10 eru bænastundir í Kópavogskirkju.  Eftir bænastundir er boðið upp á hádegisverð gegn vægu gjaldi.  Þriðjudaginn 8. nóvember var boðið upp á arabískan mat sem hjónin Nazim og Linda frá Sýrlandi bjuggu til ásamt Steinunni Ólafsdóttur, kirkjuverði.  Eldri félagar úr Karlakór Reykjavíkur voru á sama tíma að æfa í safnaðarheimilinu og komu […]

Mál dagsins 8. nóvember

Mál dagsins 8. nóvember hefst að venju kl. 14:30 með samsöng undir stjórn Lenku Mátéová og Friðriks Kristinssonar.  Klukkan 15:10-15:30 heldur Gestur Jónsson, hæstarréttarlögmaður erindi.  Kl.15:30 er drukkið kaffi og stundinni lýkur kl. 16:00 með bæn.  Allir hjartanlega velkomnir.

Sunnudagasmiðja

Við erum gríðarlega ánægð með þann áhuga sem skapast hefur í kringum sunnudagssmiðju kirkjunnar en um er að ræða starf sem er frábrugðið hefðbundna sunnudagaskólanum.    Krakkarnir sem mæta í Borgir klukkan 11.00 á sunnudagsmorgnum hafa verið að vinna með ýmis listform, nú síðast leiklist. Þemað í vinnunni er kærleikur og hefur margt fallegt fæðst […]

Guðsþjónusta (allra heilagra messa) 6. nóvember kl. 11:00

  Sunnudaginn 6. nóvember n.k. verður guðsþjónusta á “Allra heilagra messu” í Kópavogskirkju kl. 11:00.  Þá er þeirra sérstaklega minnst, sem eru látin. Beðið verður með nafni fyrir þeim, sem sóknarprestur Kópavogskirkju hefur jarðsungið  á tímabilinu 20. október 2015- til 20. október 2016 og aðstandendum þeirra er boðið sérstaklega til guðsþjónustunnar.  Sigurður Arnarson, sóknarprestur mun prédika […]

Heimsókn frá Hjálparstarfi kirkjunnar á æskulýðsfundi

Þau Ahmed og Million, sem starfa hjá Lútherska heimssambandinu í Eþjópíu komu í heimsókn á æskulýðsfund nýverið.  Sögðu þau frá vatnsbrunnaverkefnum Hjálparstarfs kirkjunnar í Eþjópíu og fræddu okkur um land og þjóð.  Meðfylgjandi myndir voru teknar á fundinum og forsíðumyndin af æskulýðsleiðtogunum að læra eþjópískan dans.

Bæn vegna stríðsátaka í Aleppo og beiðni um að kirkjuklukkum verði hringt

Nýverði barst bréf frá biskupi Íslands til presta og formanna sóknarnefnda.  Í bréfinu segir meðal annars: Eins og fréttir herma er saklaust fólk limlest eða lætur lífið í stríðsátökunum í Aleppo í Sýrlandi þessa dagana. Ráðamenn virðast ekki geta fundið lausn til friðar og uppbyggingar. Hugmynd finnska prestsins Teemu Laajasalo í Kallio sókn í lútersku […]